Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 14

Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 14
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Utanríkisráðherra á vettvangi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur gegnt embætti utanríkisráðherra frá lok árs 2021. Hún er lögfræðimenntuð og með ágæta reynslu í pólitík. Í þessari útgáfu Pólsins förum við ,,alþjóðaleiðina‘‘ en í þeim anda er eflaust viðeigandi að spurja utanríkisráðherra Íslands nokkurra spurninga út í starfið og heimsmálin. Hver voru fyrstu viðbrögð þín þegar þú fréttir af innrásinni í Úkraínu? Varstu undirbúin undir að þurfa að gegna svo stóru ábyrgðarhlutverki fyrir svo stórt heimsmál? Þegar ég tók við embætti utanríkisráðherra í lok nóvember 2021 var mitt fyrsta verk að sækja fund NATO í Riga. Þá þegar var mikil umræða um að Rússar væru mögulega og líklega að undirbúa innrás í Úkraínu. Vikurnar á eftir héldu áfram að berast upplýsingar sem sýndu hvernig Rússar voru að búa sig undir mögulega innrás þótt margir hafi talið að Rússnesk stjórnvöld myndu ekki láta til skara skríða. Kvöldið fyrir hina örlagaríku nótt sem þeir réðust svo inn, 24. febrúar, fékk ég upplýsingar sem gerðu mér ljóst að líklega myndi Rússland ráðast inn og heimsmyndin væri breytt þegar ég vaknaði eða yrði vakin. Ég var vakin þá nótt og mín fyrstu viðbrögð voru yfirveguð sorg og mikill fókus á að anda djúpt og vanda öll viðbrögð. Upplýsa almenning um alvarleikann og að við stæðum frammi fyrir breyttri heimsmynd, gríðarlegu bakslagi. Það að stríð hafi brotist út í Evrópu þýddi að sú heimsmynd sem var fyrir þessa nótt var ekki lengur sú heimsmynd sem við værum nú stödd í. Í hreinskilni sagt kom mér á óvart hvað ég hugsaði mikil til kynslóðar barna minna, að þeirra æska og framtíð yrði myrkari en mín eigin. Þá er ég kki að vísa til íslenskra barna heldur allra. Það er okkur eðlislægt að trúa á framfarir og það tók mig tíma að melta þessa breyttu heimsmynd, þetta tilgangslausa stríð. Þessa árás á þau gildi sem við verðum að geta treyst á, lítið land eins og Ísland og heimurinn allur. Rússar voru að þverbrjóta stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. j Ég var búin undir það að gegna svo stóru ábyrgðarhlutverki, já. Ég lít á þetta hlutverk sem mikil forréttindi að fá að sinna fyrir hönd Íslands og tek því alvarlega. Það sem er að gerast í heiminum kann að vera yfirþyrmandi fyrir marga… glundroði, stríð, hatur og öfgar - hvernig kemur þú þér á jörðina þegar allt virðist vera að fara úr böndunum? Ég á satt að segja ekki erfitt með að halda mér niðri á jörðinni almennt. Það þýðir ekkert annað, missi maður það þá á maður of erfitt að vera yfirvegaður í flóknum og/eða erfiðum aðstæðum, einmitt þegar við þurfum helst að vera yfirveguð. Þá missir maður frekar yfirsýn og á erfiðara með að treysta eigin áttavita eða innsæi. Þannig að jarðtenging er alltaf skynsamleg og henni næ ég með samveru með börnunum mínum, eiginmanni og fjölskyldu. Vera heima hjá mér, fara í sund, gufu og kaldan pott til að hreinsa hugann. Og passa að sofa alltaf nóg, það eru mestu galdrarnir að vera útsofin, þá er allt mögulegt. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.