Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 6

Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 6
Það sem að þú þarft í uppskriftina: Í botninn: Tíma, u.þ.b. 2 klukkustundir (ath: þessi tími er alltaf betur nýttur í lærdóm) 1 flaska af vodka (má skipta út fyrir aðra sterka drykki) 200 gr hveiti 60 gr sykur 100 gr kalt smjör Fínt rifinn sítrónubörkur af ½ sítrónu 1 vanillustöng 1 egg Ávarp forseta ELÍAS SNÆR ÖNNUSON TORFASON Mér finnst almennt leiðinlegt að lesa ávörp frá öðrum þannig ég ákvað að gera mitt aðeins öðruvísi. Einnig er ég viss um að ávarp Emblu ritstýru hafi verið nógu gott fyrir okkur bæði! Ég hef ákveðið að nota frekar þessa opnu sem mér var úthlutað í að gefa ykkur uppskriftina að mínum uppáhalds eftirrétti, sítrónutertu! Gjöriði svo vel kæru samnemendur og takk fyrir samveruna. Elska ykkur öll <3 Sítrónuterta BA-nemans Fyrst gerum við botninn, þar sem botninn er grunnurinn sem að tertan er byggð á og alltaf er gott að byrja á góðum grunni. Eins og með námskeiðið Inngangur að stjórnmálafræði sem að hefur nýst okkur vel sem grunnur að öðrum áföngum eða þetta obsession með Marx, Che Guevara eða jafnvel Jordan Peterson sem við höfðum í menntaskóla. Þetta fannst okkur gera persónuleikann okkar áhugaverðan á þeim tíma! Þetta var kannski ástæðan fyrir að við fylgdumst með stjórnmálum. Í mínu tilfelli var það Barack Obama AKA nettasti stjórnmálamaður fyrr og síðar. En fyrirgefiði, ég var að útskýra hvernig þú gerir botnin að sítrónutertu! Byrjaðu að rífa börkin af sítrónunni í stóra skál. Bættu svo bara restinni út í og hnoðaðu þar til að allt hefur blandast vel saman. Pressaðu deigið í form og settu í ísskápinn í klukkutíma. Það er á þessum tímapunkti sem að þú opnar vodka flöskuna og hellir í glas og reynir að gleyma því að Baldur er með gestafyrirlestur í fyrramálið og þú veist ekkert um Evrópumál. Af hverju þarftu að vita eitthvað um Evrópu? Hugsarðu og sturtar glasinu ofan i þig. Hvað ef við lokum bara landamærunum og verðum alveg sjálfbær? Hugsarðu og fyllir glas númer tvö af vodka. Ég meina það væri gott fyrir mannréttindi, þá værum við ekki arðræna vinnuafl í Indónesíu fyrir iphone-a og hraðtísku?! Þú færð þér annan sopa og ákveður að þú ætlir að taka þessar rökræður við Baldur í tímanum í fyrramálið. Vodkinn er byrjaður að láta finna fyrir sér og þá tímabært að fara að gera fyllinguna áður en það er um seinann. Þú tekur annan sopa beint úr flöskunni; „in for a penny, in for a pound“. Nú skuulaum við ger fyllinguna! Byrjaðua ad setjaa rjómannn i sk´al ohg svooo attu att þeyt-aaaa--- Í fyllinguna: Fínt rifinn sítrónubörkur og safi úr 2 ½ sítrónu 4 stór egg 200 gr sykur 125 gr rjómi 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.