Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 22

Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 22
Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir Stjórnmálafræðingur á Hringborði Norðurslóða Það hefur verið hefð hjá ritstjórn Politica að taka viðtal við útskrifaðan stjórnmálafræðing og skyggnast inn í líf hans eftir útskrift. Í takt við þema blaðsins í ár leituðumst við eftir að tala við stjórnmálafræðing á alþjóðavettvangi. Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir hefur fengið víðtæka reynslu á alþjóðavettvangi þrátt fyrir ungan aldur en hún er aðeins 29 ára gömul og starfar nú sem skrifstofustjóri hjá Hringborði Norðurslóða - Arctic Circle. Ásgerður hóf BA-nám sitt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 2016 þar sem hún tók alþjóðalögfræði sem aukagrein. Í stjórnmálafræðinni fann hún að hana langaði meira að læra um alþjóðleg mannréttindi. Hún segir aukagreinina hafa leitt hana út í praktíkina sem lögfræðin bauð upp á og þurfti þannig ekki að fara eins djúpt í kenningar stjórnmálafræðinnar. Þar fékk hún einnig mikinn áhuga á Evrópurétti og stefndi áhugasviðið meira í átt að mannréttindareglum tengdum ESB eða EFTA. Þess má geta að Ásgerður var formaður Ungra Evrópusinna á Ísland en hún var kosin inn óflokksbundin. Ásgerður hvetur ungt fólk til að taka þátt í félagasamtökum ef það finnur fyrir áhuga enda er það mjög gefandi reynsla. Hún útskrifaðist úr Háskóla Íslands árið 2019 og lá þá leiðin til Parísar þar sem hún hóf mastersnám í alþjóðlegri opinberri stefnumótun (e. International Public Management) við einn virtasta háskóla heims í stjórnmálafræðum; Sciences Po. Þaðan útskrifaðist hún vorið 2021 í miðjum covid-faraldri. Á meðan námi hennar stóð byrjaði hún að starfa hjá forsætisráðuneytinu í gegnum úrræði ríkisins í covid-faraldrinum varðandi sumarstörf fyrir námsmenn og var þar að vinna að því að innleiða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Með námi stundaði Ásgerður starfsnám í Strassborg hjá Evrópuráðinu og starfaði í stefnudeild (Partnership NGOs). Þar var farið yfir hvernig frjáls félagasamtök gátu hjálpað aðildarríkjunum að fylgja mannréttindareglum Evrópuráðsins, t.d. varðandi ólöglegar mannvistir. Hún var þar í þrjá mánuði og naut tímans þar vel og hefði viljað að vera lengur. Seinustu önnina í mastersnáminu dvaldi hún hér á Íslandi. Eftir útskrift lá leiðin í forsætisráðuneytið á ný þar sem hún starfaði í 5 mánuði hjá stefnumótunarskrifstofunni, og segir hún það hafa verið lærdómsríkur tími og góð reynsla fyrir framhaldið. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.