Póllinn - May 2023, Page 22

Póllinn - May 2023, Page 22
Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir Stjórnmálafræðingur á Hringborði Norðurslóða Það hefur verið hefð hjá ritstjórn Politica að taka viðtal við útskrifaðan stjórnmálafræðing og skyggnast inn í líf hans eftir útskrift. Í takt við þema blaðsins í ár leituðumst við eftir að tala við stjórnmálafræðing á alþjóðavettvangi. Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir hefur fengið víðtæka reynslu á alþjóðavettvangi þrátt fyrir ungan aldur en hún er aðeins 29 ára gömul og starfar nú sem skrifstofustjóri hjá Hringborði Norðurslóða - Arctic Circle. Ásgerður hóf BA-nám sitt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 2016 þar sem hún tók alþjóðalögfræði sem aukagrein. Í stjórnmálafræðinni fann hún að hana langaði meira að læra um alþjóðleg mannréttindi. Hún segir aukagreinina hafa leitt hana út í praktíkina sem lögfræðin bauð upp á og þurfti þannig ekki að fara eins djúpt í kenningar stjórnmálafræðinnar. Þar fékk hún einnig mikinn áhuga á Evrópurétti og stefndi áhugasviðið meira í átt að mannréttindareglum tengdum ESB eða EFTA. Þess má geta að Ásgerður var formaður Ungra Evrópusinna á Ísland en hún var kosin inn óflokksbundin. Ásgerður hvetur ungt fólk til að taka þátt í félagasamtökum ef það finnur fyrir áhuga enda er það mjög gefandi reynsla. Hún útskrifaðist úr Háskóla Íslands árið 2019 og lá þá leiðin til Parísar þar sem hún hóf mastersnám í alþjóðlegri opinberri stefnumótun (e. International Public Management) við einn virtasta háskóla heims í stjórnmálafræðum; Sciences Po. Þaðan útskrifaðist hún vorið 2021 í miðjum covid-faraldri. Á meðan námi hennar stóð byrjaði hún að starfa hjá forsætisráðuneytinu í gegnum úrræði ríkisins í covid-faraldrinum varðandi sumarstörf fyrir námsmenn og var þar að vinna að því að innleiða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Með námi stundaði Ásgerður starfsnám í Strassborg hjá Evrópuráðinu og starfaði í stefnudeild (Partnership NGOs). Þar var farið yfir hvernig frjáls félagasamtök gátu hjálpað aðildarríkjunum að fylgja mannréttindareglum Evrópuráðsins, t.d. varðandi ólöglegar mannvistir. Hún var þar í þrjá mánuði og naut tímans þar vel og hefði viljað að vera lengur. Seinustu önnina í mastersnáminu dvaldi hún hér á Íslandi. Eftir útskrift lá leiðin í forsætisráðuneytið á ný þar sem hún starfaði í 5 mánuði hjá stefnumótunarskrifstofunni, og segir hún það hafa verið lærdómsríkur tími og góð reynsla fyrir framhaldið. 20

x

Póllinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.