Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 37

Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 37
Hún fékk ekki hlýjar móttökur á Alþingi og fékk stanslausa gagnrýni bæði frá samstarfsmönnum sínum en einnig frá kvennahreyfingunni þegar leið á. Eftir tæpt kjörtímabil á þingi gerðist Ingibjörg nefnilega ein af stofnmeðlimum Íhaldsflokksins árið 1924, sem seinna varð að Sjálfstæðisflokknum sem við þekkjum í dag. Líklegt er að of erfitt var fyrir hana að vera utan flokka á Alþingi og hún taldi sig geta komið baráttumálum sínum lengra sem hluti af stærri heild. Hún var þó gagnrýnd fyrir að yfirgefa Kvennalistann og sögð hafa svikið kynsystur sínar. Þó var flokkshollusta Ingibjargar til Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins aldrei svo mikil, hún kaus oft þvert á flokkinn sinn og viðurkenndi að hún hélt áfram að kjósa Kvennalistann. Á ferli sínum lagði hún mikla áherslu á menntun kvenna sinn og lagðist hart gegn áherslu þáverandi menntamálaráðherra, Jónasi Jónssyni frá Hriflu, sem vildi einblína sterklega á uppbyggingu húsmæðraskóla en ekki að auðvelda stúlkum aðgengi að sömu menntun og strákum. Ingibjörgu fannst að auðvelda þyrfti stúlkum aðgengi að hefðbundinni menntun sem myndi opna á fleiri tækifæri fyrir þær að fara út á vinnumarkaðinn og gegna áhrifastöðum. Afstaða hennar var umdeild innan kvennahreyfingarinnar þar sem litið var á að Ingibjörg væri að koma í veg fyrir eflingu á menntunartækifærum kvenna. Fáir húsmæðraskólar voru á landinu en líklegra væri að stúlkur fengju að mennta sig þar en í hefðbundins menntakerfis. Þetta er í raun klassísk deila: Er betra að vera raunsæ og byggja upp innan kerfisins eða ættum við að leyfa okkur stóra drauma og brjóta upp kerfið til að koma á jafnari tækifærum? Ingibjörgu dreymdi um að breyta kerfinu og jafna út tækifæri. Ingibjörg talaði fyrir alls konar velferðarmálum sem höfðu ekki fengið athygli fram að þessu svo sem fjárhagsleg aðstoð við aldraða og börn í erfiðum stöðum. Merkilegt frumvarp frá henni var tillaga um að hæfar konur yrðu skipaðar í allar opinberar nefndir. Þetta var fyrsti vísir af kynjakvóta sem var ekki lögfestur fyrr en árið 2010, þegar að Jóhanna Sigurðardóttir var forsætisráðherra, fyrst kvenna á Íslandi og fyrsta hinsegin manneskja í heiminum til að leiða ríkisstjórn (e. head of government). Ingibjörg var baráttukona sem stóð á sínu og svaraði fyrir sig. Ráðherrar og þingmenn hæddust að henni á þingi og hún fékk mörg ummæli full af kvenfyrirlitningu. Hún var sögð taka of mikið pláss, vera of tilfinningaleg og gagnrýnd fyrir að vera ógift og barnslaus. Við einu hæðnisummælinu frá fjármálaráðherra svaraði hún: „Jeg skil þetta sem það eigi að vera fyndni og ætla ekki að fara að svara því. En jeg skil ekki, að vera mín á Alþingi gefi tilefni til að álíta, að þessi samkoma sje nokkuð ver skipuð, þótt konur eigi þar sæti. Að stjórnin fari sínu fram hvað sem konur segja, það má vel vera. En konur eru meira en helmingur þjóðarinnar og kjósendanna, - geta orðið helmingur Alþingis, þegar stundir líða, hver veit. Og þá kann að vera, að hæstv. landsstjórn fari að taka tillit til þess, sem konur segja.“ Heil öld er síðan að hún lét þessi orð falla og enn hefur ekki ræst úr ósk hennar að konur séu helmingur þingmanna. Ingibjörg var fyrsti málsvari kvenna á Alþingi og var fyrsta skrefið í að láta stjórnendur landsins okkar endurspegla þegna þess. Fá væru til í að vera í hennar sporum þar sem hvert skref áfram fékk mikinn mótbyr. Barátta hennar lagði veginn fyrir fleiri konur að fylgja í hennar spor. Ingibjörg er áminning þess hve mikilvægt er að berjast fyrir jafnrétti, hversu langt við höfum komist og hvert við ættum aldrei aftur að snúa til. Hún er fyrirmyndin mín og ég vona að ég hafi sannfært einhver ykkar um að gera hana að ykkar átrúnaðargyðju líka. Embla Rún Halldórsdóttir 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.