Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 21

Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 21
Ég sendi á nokkra vini mína og bað þau um að segja mér frá sinni upplifun af rasisma. Ég setti svörin í samfelldan texta og umorðaði. Hér eru þeirra svör: Anqi Wang, 19 ára, ekki ættleidd. Ég hef orðið fyrir rasisma, ég held ég hafi verið í leikskóla þegar ég upplifði rasisma fyrst. Það atvik sem situr eftir er þegar krakkanir sungu „mamma mín er Kínverji, pabbi minn er Japani og aumingja ég”. Valgerður Emmanuela Kehinde Reynisdóttir, 19 ára, ættleidd. Ég varð fyrst fyrir rasisma þegar ég var um 6-7 ára, þá upplifði ég mig í fyrsta skipti öðruvísi þar sem krakkarnir kölluðu húðina mína kúkabrúna. Steinunn Anna Radha, 25 ára, ættleidd. Ég hef orðið fyrir rasisma síðan ég var barn. Það var samt ekki fyrr en ég varð tvítug þegar ég áttaði mig á því og fór að kynna mér hugtakið og hvað það þýddi að verða fyrir honum. Það eru nokkur atvik sem sitja mest eftir, einelti í skóla, kynbundið ofbeldi þar sem húðlitur minn var hlutgerður og gerður að blæti. Þegar ég gekk niður Laugaveginn og var kýld í magann og nokkrir karlmenn kölluðu mig „black asian bitch”. Nýlegra atvik er þegar mér var sagt að ég væri klikkuð og væri ekki „hvítum manni bjóðandi”. Það hefur varla farið fram hjá mörgum að nýlega hefur myndast umræða um rasisma og þá varðandi menningarnám. Í þessari umræðu hafa raddir litaðra einstaklinga verið þaggaðar og þeirra skoðanir rengdar. Þetta er eitthvað sem við sjáum gerast aftur og aftur. Oft þegar litaðir gagnrýna eitthvað sem tengist framkomu annarra í þeirra garð er því oft mætt með neikvæðu viðmóti. En eins og flest vita kannski þá er rasismi ekki nýr á nálinni og er það eitthvað sem litaðir einstaklingar hafa reynt lengi að koma út í kosmósið. Þetta sem þið hafið lesið hér er samt sem áður aðeins brot af upplifunum einstaklinga, þær eru jafn mismunandi og við erum mörg og ekki er hægt að nýta þetta smáa brot til að yfirfæra yfir á alla litaða og á í rauninni alltaf að komast hjá því að alhæfa upplifun eins á heilan hóp. En vonandi gefur þetta kannski smá tilfinningu fyrir því sem litaðir lenda í hérlendis. Margrét B W Waage Reynisdóttir 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.