Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 62

Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 62
Ferðin byrjaði eins allar góðar utanlandsferðir, með bjór(um) í Leifsstöð. Flest okkar hópuðumst saman inn á Leifsstöð borðuðum rándýran mat og reyndum að drepa tímann, Silja Bára hins vegar forðaði sér frá sótsvörtum almúganum í Saga Lounge-inu. Þegar komið var um borð komst í ljós að óheiðarleg og samviskulaus manneskja var með í för, hafði hún gerst svo djörf að ræna gluggasætinu mínu og sá ég á henni að það var ekki arða af eftirsjá. Þegar hópurinn svo lenti svo í stóra eplinu var haldið upp á hótel sem staðsett var við Time Square, þar fór hluti hópsins á smá göngu eins og verstu túristar. Við fengum helgina út af fyrir okkur og gátum nýtt hana í að skoða borgina, Elías, Rúnar og ég nýttum laugardaginn vel í að skoða mismunandi bari sem New York býður upp á, verst að minning þess dags er ekki mikil. Mánudagurinn kom og þá byrjaði gamanið, fyrsta heimsókn ferðarinnar var í Fastanefnd Íslands til Sameinuðu þjóðanna, strax fengum við staðfestingu á því sem Silja Bára sagði um loftgæði á skrifstofum í Bandaríkjunum, þakkar undirskrifaður fyrir að takmarkað magn áfengis hafi verið innbyrt kvöldið áður. Eftir það var haldið til UNRWA (United Nations Relief and Works Agency for Palestine Refugees) þar fengum við kynningu á þeirra starfi. Þessi dagur gaf okkur smá hugmynd um hvernig restin af vikunni yrði, á þriðjudeginum var farið í kynningu til UNICEF og eftir það í skoðunarferð um höfuðstöðvar SÞ. Bæta við allavega einni lýsandi setningu. Rúta var svo tekin yfir til Washington DC um kvöldið, þessi ferð minnti helst á verstu grunnskóla-rútuferð uppfull af misgóðum bröndurum og söng. Eftir smá bras á hótelinu okkar í DC fengum við loks kærkominn svefn eftir langan dag. Bandaríkjaferðin Alþjóðafulltrúinn segir stuttlega frá námsferðinni 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.