Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 65

Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 65
Það er afar ólíklegt að þessi staða komi upp, það hefur gerst allnokkrum sinnum að það muni litlu í kjörmannaráðinu og réðust þá úrslitin á einu fylki þar sem mjótt var á munum. Það hefur einu sinni gerst að enginn frambjóðandi fái meirihluta kjörmanna en það var árið 1824 þegar John Quincy Adams var kjörinn forseti. Þetta fyrirkomulag hefur gert það að verkum að forsetakosningar eru nánast undantekningarlaust alfarið keppni milli tveggja frambjóðenda, á fyrstu árum lýðveldisins voru Demókratíski Repúblikanaflokkurinn og Sambandssinnaflokkurinn þeir flokkar sem öttu kappi um forsetaembættið, síðar tóku Demókrataflokkurinn og Viggar við. Demókrataflokkurinn er enn í dag annar af stærstu flokkum Bandaríkjanna en Viggar lognuðust út af með tímanum og tók Repúblikanaflokkurinn stall þeirra í kerfinu. Sjaldséð er að frambjóðandi utan stóru flokkanna tveggja nái miklu fylgi í kosningum en þó eru nokkur dæmi um það. Theodore Roosevelt bauð sig fram undir merkjum Framfaraflokksins í kosningunum 1912 eftir ósætti við eftirmann sinn og fyrrum undirmann William Howard Taft. Nýlegasta dæmið um sterkan þriðja frambjóðanda var þegar milljarðamæringurinn Ross Perot vann 18.9 prósent atkvæða á landsvísu í forsetakosningunum 1992 þegar Bill Clinton vann sigur á George H. W. Bush sitjandi forseta. Erfitt er að fullyrða í dag hvort Ross Perot hefði gert út um vonir Bush um endurkjör. Perot var stuðningsmaður Ronald Reagan alla hans forsetatíð og studdi Bush í kosningunum 1988. Snörp efnahagslægð gekk yfir Bandaríkin í upphafi tíunda áratugarins og varð það til þess að Ross Perot fór að gagnrýna efnahagsstefnu Bush harðlega, um tíma mældist Perot efstur í könnunum en ákvað að draga framboð sitt til baka, í september sama ár hætti Perot við að hætta við framboð sitt og tók þátt í forsetakappræðunum þar sem hann stóð sig með prýði. Í kosningunum fékk hann síðan 18.9 prósent atkvæða á landsvísu en engan kjörmann. Margir telja að hann hefði kostað George H.W Bush sigurinn 1992 en samkvæmt áreiðanlegum gögnum þá tók hann álíka mikið fylgi frá Bush og Clinton. Björn Gústav Jónsson nær meirihluta 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.