Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 42

Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 42
UNWomen UNWomen á Íslandi hefur ungmennaráð. Ungmennaráð UN Women fræðir og eflir ungmenni í málefnum kvenna og jafnréttis í fátækari löndum og stríðsátakasvæðum. Það er opin öllum ungmennum 16-30 ára Insta: @ungmennaradunwomen Hjálparsamtök innan og utan frá: Kynning á sjálfboðastarfi Námið tekur stundum yfir líf okkar. Hins vegar er margt hægt að gera utan þess sem gleymist stundum. Sjálfboðaliðastarf er mjög gefandi (og lítur vel út á ferilskrá). Margir stjórnmálafræðinemar eru meðlimir í stjórnmálahreyfingum og stúdentahreyfingum sem er eðlilegt þar sem það er nátengt okkar áhugasviði en það eru líka aðrir möguleikar sem fólk veit ekki endilega af. Hérna eru nokkur störf sem er hægt að bjóða sig fram í og láta gott af sér leiða. Hvort sem það er að fara í stjórn eða mæta á viðburði og styrkja starfið þannig. Þetta er að sjálfsögðu ekki tæmandi listi en ef þig langar að gerast sjálfboðaliði og veist ekki hvert þú átt að leita þá er þetta góð byrjun! Ungmennaráð Barnaheilla (Ungheill) Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru frjáls félagasamtök sem hafa það að markmiði að vinna að mannréttindum barna. Save the Children starfa í yfir 120 löndum með 25.000 starfsmenn og vinna samtökin að réttindum og velferð barna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Ungmennaráðið er fyrir fólk 13- 25 ára. Hlutverk ungmennaráðsins er að hvetja ungt fólk til þátttöku, hafa áhrif á sitt samfélag og berjast fyrir mannréttindum barna. Insta: @ung.heill Amnesty International Amnesty International eru alþjóðleg mannréttindahreyfing rúmlega tíu milljón einstaklinga í meira en 150 löndum. Starf þeirra miðast á að vernda fólk hvar sem er í heiminum, þar sem brotið er á mannréttindum, réttlæti, frelsi eða reisn. Til að læra meira um starfsemi, markmið og stefnu AI er hægt að skoða vefsíður þeirra amnesty.is og amnesty.org. Ungliðahreyfingin þeirra er opin fyrir öllum 16-25 ára. Einnig er háskólahreyfing Amnesty líka til. Hún er opin fyrir öllum háskólanemum á Íslandi. Insta: @amnesty_unglidar og @haskolaamnesty Netfang: unglidar.amnesty@gmail.com og amnestyhaskolahreyfing@gmail.com Ungir umhverfissinnar Frjálsu félagasamtökin Ungir umhverfissinnar (UU) voru stofnuð árið 2013. Tilgangur félagsins er að vera vettvangur ungs fólks (15-35 ára) á Íslandi til að láta gott af sér leiða í umhverfismálum. Þau vilja hvetja til upplýstrar umræðu um umhverfismál og berjast fyrir sjálfbærri þróun, náttúruvernd og grænu hagkerfi. Vefsíða: umhverfissinnar.is - Hægt er að skrá sig í félagið á vefsíðunni þeirra Insta: @ungirumhverfissinnar Femínistafélag Háskóla Íslands Femínistafélag Háskóla Íslands er þverpólitískt félag háskólanema sem berjast fyrir jafnrétti allra kynja innan háskólans sem og utan. Félagið berst fyrir aukinni fræðslu og meðvitund um kynjamisrétti innan háskólans bæði fyrir nemendur og starfsfólk, auk þess veita fræðslu, og gefa nemendum sem upplifa jaðarsetningu stuðning og berst stöðugt fyrir bættri stöðu þeirra. FB: Femínistafélag Háskóla Íslands Insta: @feministarhi 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.