Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 18

Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 18
COP27 var haldið í ferðamanna- og ráðstefnubæ syðst á Sinaískaga við Rauðahafið. Húsin þar eru á litin eins og eyðimerkursandur og eru nær öll jafn há þannig að hægt er að horfa yfir allan bæinn frá útsýnisstað. Öll húsin virðast innan við tuttugu ára, en virðast mörg tóm. Risastór verslunarmiðstöð, á stærð við fjórar Kringlur, var heldur tómleg þar sem aðeins fjórða hvert verslunarhólf var opið. Stórar súlur og styttur í egypskum stíl úr plasti stóðu tignarlega við innganginn. Fjöldi verslanarekanda og veitingamanna reyndu að lokka til sín það örfáa fólk sem átti leið hjá. Nóvember er óvinsæll tími til þess að ferðast hingað enda er meðalhitinn aðeins um 21 gráða. Í ár var þó heldur fleira fólk en í hefðbundnum nóvembermánuði enda stóð fyrir dyrum að halda í bænum árlega loftslagsráðstefna þeirra 197 þjóða sem eiga aðild að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem var undirritaður í Ríó de Janeiro árið 1992. COP27 stendur fyrir „Conference of the Parties“ og er 27. ráðstefnan í röðinni. Um 35 þúsund manns eru mætt til þess að fylgjast með viðræðum, fylgjast með og taka þátt í viðburðum ásamt því að sækja málþing tengd rammasamningnum. Ungir umhverfissinnar fengu styrk og leyfi frá ráðuneytum til þess að senda einn fulltrúa á ráðstefnuna. Þeir létu þó styrkinn duga til þess að senda tvo fulltrúa, forseta og varaforseta. Við lendingu á flugvellinum í Sharm El-Sheikh var fjöldinn allur af starfsfólki merkt í bak og fyrir COP27 og voru reiðubúin að aðstoða ringlaða COP-fara. Þegar út af flugvellinum var komið kemur galvaskur drengur og spyr á hvaða hóteli við gistum. Þegar við svörum leiðir hann okkur í rútuna sem fer með okkur þangað. Á leiðinni á hótelið fáum við að kynnast mjög einkennilegu vegakerfi landsins. Það eru engin umferðarljós og engin mislæg gatnamót. Það er ekki hægt að beygja til vinstri heldur bara til hægri og taka U-beygjur einstaka sinnum. Á hótelinu var mikið reynt að halda uppi stemningunni með tónlist og skemmtiatriðum en með frekar dræmri aðsókn. Morgunmatur er innifalinn og góður. Mikið er um grænmeti sem hentar vel, fyllt grænmeti, hrísgrjón, steikt grænmeti, baunaréttir, egypskt brauð o.fl. Dagur í lífi COP-fara Egill fór fyrir hönd Ungra Umhverfissinna á COP-27, Loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Egyptalandi síðastliðinn nóvember, og skrifar hér um upplifun sína þar. Beint fyrir framan hótelið voru stórar myndir af forseta Egyptalands, Abdel Fattah El-Sisi, þar sem hann horfir blíðum augum yfir bæinn með blaktandi egypskan fána í bakgrunni. Strætisvagn kom á hótelið á fimmtán mínútna fresti til þess að skutla gestum á ráðstefnusvæðið. Í fyrstu var lofað rafmagnsvögnum en raunin varð önnur og var misjafnt hvers konar vagnar komu. Jakkafataklæddir menn með sólgleraugu stóðu á öllum götuhornum í steikjandi heitri sólinni að fylgjast vel með gangandi vegfarendum. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.