Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 16

Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 16
Af fræðafordómum Stjórnmálafræðinemar verða oft vör við misskilning og fordóma frá öðrum sem beinast að námsvalinu. Ætti menntun ekki að vera laus við stigveldi námsgreina og fordóma gegn fræðigreinum? Ertu að læra stjórnmálafræði? Hvað ætlarðu eiginlega að gera við það? Ertu þá á leið í þingframboð? Ætlarðu þá að verða forseti Íslands? Í samtölum mínum við samnemendur og jafnvel reyndustu prófessora virðist þetta sama spurningaflóð hafa dunið á stjórnmálafræðinemum frá alda öðli. Þessar spurningar lýsa oft á tíðum nokkurri vankunnáttu eða til hins minnsta, frekar leiðigjörnum einföldunum sem beinlínis gera lítið úr okkar fagi. Kannski er þó ekki nema von að fólk velti þessu fyrir sér. Eflaust væri hægt að líta á þessar endalausu spurningar aftur og aftur, sem ákall um kynningarherferð á hagnýtni námsins, fjölbreytni og ólíkar leiðir. Hvað sem svo kann að valda því, að stjórnmálafræðin birtist hinum almenna borgara í svo smækkaðri mynd, skal ósagt látið. Hins vegar má það vel vera að fólk tengi stjórnmál eingöngu við einstakar stofnanir eða fólkið í eldlínunni. Einhver gæti jafnvel sagt sem svo, að orðið „stjórnmálafræði“ sé e.t.v. ekki nægilega lýsandi fyrir það sem fengist er við í fræðunum í fjölbreyttum skilningi. Látum það liggja milli hluta. Undirritaður er eflaust ekki sá fyrsti í sögunni til að hafa skráð sig í stjórnmálafræði að undangengnu öðru námi eða tilraunum til náms við aðrar greinar. Eðlilega fylgir slíku fræðaflakki, holskefla af spurningum frá vinum og vandamönnum sem af góðum hug leggja til hinar ýmsu ráðleggingar og vangaveltur, sem almennt geta komið að góðu gagni og raunar ekkert við það að athuga. En víkjum nú aftur að leiðinlegu spurningunum sem nefndar voru hér í upphafi. Það virðist vera ríkjandi misskilningur að stjórnmálafræðin sé einfaldlega einhvers konar þjálfunarbúðir fyrir verðandi þingmenn eða ráðherra. Við sem stundum þessi fræði frá degi til dags, myrkrana á milli, vitum að svo er ekki raunin. Vissulega eru dæmi um að stjórnmálafólk hefji ferlana sína við stjórnmálafræðideildina en fræðin takmarkast þó ekki við það. Misskilningurinn kastar raunar rýrð á gildi námsins að mínu mati. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.