Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 20

Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 20
Við höfum flest öll heyrt af rasisma á Íslandi. Þrátt fyrir það þá virðast hin mörgu tilfelli ekki sannfæra öll um að hann sé til og grasserist hérlendis. Erfitt getur verið að skilja rasisma þegar man verður ekki fyrir honum sjálf/t/ur. Það gæti sumum fundist það fjarstæðukennt að fólk „kvarti“ yfir því að vera spurt oft á dag hvaðan það sé og segja „hér á Íslandi fá öll þessar spurningar, við viljum bara vita hverra manna öll eru“ en þó að svo sé þá er samt sem áður stigsmunur þegar litaðir einstaklingar eru spurðir. Þó að man vilji kannski ekki viðurkenna það þá kemur þessi spurning oftast vegna þess að einstaklingurinn lítur öðruvísi út. Þetta er síðan sýnt enn frekar þegar „nei, hvaðan ertu í alvöru?” fylgir eftir að svar hefur þegar borist. Síðan þegar bent er á að þessi spurning sé ekki velkomin þá fer fólk í varnargír, afsakanir á borð við „æ, þessi sem ég þekki er þaðan“, „ég var bara að spyrja, hættu þessari viðkvæmni“, „æ, það má víst ekki segja svona lengur“ fylgja stutt á eftir. Þó margir litaðir lenda í þessu daglega þá er samt sem áður oft erfitt að segja til um hvernig man eigi að bregðast við. Man vill ekki vera dónalegt þar sem það eru einstaklingar sem eru einfaldlega forvitnir. Það er samt sjaldan þar sem svar þitt skiptir í raun máli og heldur fólk oft að þetta sér bara almenn kurteisi, sem það er ekki. Það eru ekki einungis spurningar um uppruna sem man fær heldur einnig athugasemdir um tungumálagetu, hvað man sé nú gott í íslensku, þó man hafi kannski búið hér alla ævi. Man er í rauninni alltaf útlendingur fyrst. Það er aukið flækjustig þegar einstaklingur er ættleiddur af einstaklingum sem eru af öðrum kynþætti. Það er margt sem foreldranir eru ekki meðvitaðir um og geta því átt erfitt með að hjálpa eða eru sjálf fáfróð. Þá er það ekki fyrr en barnið verður eldra og sjálft meðvitað um rasisma sem það samtal á sér stað. Það eru fleiri spurningar sem koma í kjölfar þess að fólk komist að því að þú sért ættleitt, spurningar um hvort að þú þekkir nú „alvöru“ foreldra þína, hvort þig langi ekki að finna þau, hvort systkini þín séu „alvöru“ systkini þín og hvort þú þekkir ekki hverja einustu ættleiddu manneskju á landinu. En auðvitað eru upplifanir allra jafn mismunandi og við erum mörg. Ég varð sjálf ekki meðvituð um rasisma fyrr en í menntaskóla. Þegar ég lít til baka þá man ég eftir atvikum sem ég myndi í dag, hafandi meiri þekkingu en þá, stimpla sem rasísk. Þegar krakkarnir í grunnskólanum gerðu grín af augum asískra og ég tók þátt án þess að fatta að þessi augu sem þau gerðu grín af voru í raun mín eigin. Þegar ég var lítið barn í lúðrasveit að spila í einhverri búð, þegar starfsmaður kemur að mér og annarri ættleiddri og tilkynnir okkur að hann hafi jú, keypt konuna sína frá Asíu. Þegar mér var sagt að hætta að tala kínversku í tónfræði tíma, að verkið mitt hljómaði japanskt og að allar asískar stelpur hétu Natalía. Þegar krakkar komu að mani í grunnskólanum og heilsuðu mani á japönsku. Þegar kennarinn kom að mér og tilkynnti hversu gott það væri að fólk frá útlöndum kæmi til að bjarga íslenska kynstofninum frá úrkynjun. Þetta er í rauninni bara brot af því sem ég man eftir á meðan ég skrifa þetta sitjandi í Veröld á Kaffi Gauk. Ég hef samt alltaf talið mig frekar heppna þegar kemur að rasisma þar sem ég er alin upp af hvítu fólki og er því með hvíta siði. Ég þurfti til dæmis aldrei að upplifa það að vera skrýtni krakkinn með skrýtna matinn í skólanum. En auðvitað koma ýmiss erfiði tengd því að vera ættleidd. Tilvistarkreppa og fleira. Man tilheyrir aldrei alveg. Man er of asískt fyrir Ísland og of hvítt fyrir Asíu. Nei, hvaðan ertu í alvörunni? Upplifun ættleiddra og innfluttra einstaklinga af rasisma á Íslandi 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.