Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 40

Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 40
Á eyjunni Hispaniólu í Karabíska hafinu deila tvö ríki landsvæði; Haítí á vesturhluta þess og Dóminíska lýðveldið á austurhluta þess. Þrátt fyrir þessa óhagganlegu nálægð ríkjanna virðast landamærin kljúfa þjóðirnar í sundur bæði landfræðilega og tilfinningalega. Til þess að skilja þennan mun ríkjanna er óhjákvæmilegt að rýna í átakanlegar sögur ríkjanna. Sögurnar sem má rekja aftur til nýlendutímans eru ólíkar en um leið svo nálægar hvor annarri. Grunnur þeirra er sá sami en munurinn sést helst á áherslum Frakka og Spánverja sem nýlenduherrar og hvernig það setti verulegt mark á landið. Skilin var eftir rótgróin arfleifð sem hefur leitt af sér m.a. kynþáttafordóma og misskiptingu á eyjunni. Kristófer Kólumbus nam land fyrst á Hispaníólu árið 1492 og varð eyjan þá spænsk. Spánverjar afsöluðu sér vesturhluta eyjunnar til Frakka árið 1697 og svo það sem eftir var af henni árið 1795. Frakkar vildu skapa sér efnahagslega „gullnámu“ á vestari hluta eyjunnar. Þeir fluttu inn mikinn fjölda af afrískum þrælum og hófu ræktun á sykurreyr og kaffi. Haítí hefur mun veikara náttúrufar miðað við Dóminíska lýðveldið en landið var gjörsamlega arðrænt á sínum tíma og má sjá merki þess enn í dag. Þrælarnir á Haítí upplifðu mikla svívirðingu og ofbeldi sem leiddi til uppreisnar þeirra á eyjunni sem endaði þeim í vil og varð til þess að lýðveldið Haítí var stofnað árið 1804. Ekki tíðkaðist að þrælar steyptu nýlenduherrum sínum af stóli enda var uppruni þeirra talinn óæðri þeim evrópska. Sjálfstæðisbarátta Haítí var því litin hornauga þar sem hún endurspeglaði sigur litaðra gegn hvítum og um leið ,,ósiðmenntaðra‘‘ gegn ,,siðmenntuðum‘‘. Dóminíkar gerðu síðar nokkrar tilraunir til að ná austari hluta eyjunnar undir spænska stjórn og loks fékk Dóminíska lýðveldið sjálfstæði frá Haíti 1844. Nálgun Spánverja á eyjuna var frábrugðin Frakka en þeir fluttu ekki inn nærrum því jafnmarga þræla og aðlöguðu sig frekar smátt og smátt að lífi innfæddra. Í Dóminíska lýðveldinu myndaðist heildstætt samfélag þar sem fólk af mismunandi kynþáttum bjó saman. Eftir að Haítí varð sjálfstætt ríki kröfðu Frakkar Haítíbúa um 15 milljón franka sem nemur um 3 billjón íslenskra króna. Haítí endaði á að borga skuldina en hún olli mikilli töf á samfélagslegri þróun í landinu, enda tók það ríkið til ársins 1947 (122 ár) að borga skuldina alla . Fleiri þættir voru hamlandi fyrir framþróunina og má hér nefna pólitískan óstöðugleika, harðstjórn og náttúruhamfarir. Haítí skorti einnig grunnstofnanir og reglur til þess að geta byggt upp samfélag á traustum grunni. Kynþáttahyggja hefur lengi verið einkennandi í Dóminíska lýðveldinu. Sú staðreynd að þrælar á Haítí sigruðu sjálfstæðisbaráttu landsins við nýlenduherrana, virðist að einhverju leyti hafa kynt undir kynþáttahyggju Dóminíkana. Hér má nefna skömm sem Dóminíkanar hafa eflaust fundið fyrir þegar þeir heyrðu undir Frakka og svo síðar Haítíbúa. Margir Haítíbúar hafa sest að í Dóminíska lýðveldinu vegna slæmra lífsskilyrða og óstöðugleika á Haítí. Haítíbúar hafa þó þurft að þola ofbeldi og misrétti þar vegna kynþáttar síns og hafa Dóminíkar alloft gert Haítíbúa brottræka úr landinu, jafnvel þá sem hafa alist þar upp og telja sig vera Dóminíkana. Árið 1937 frömdu Dóminíkanar þjóðarmorð á Haítibúum sem bjuggu innan landamæra Dóminíska lýðveldisins. Talið er að á milli 12 og 20 þúsund manns hafi látið lífið í átökunum. Því miður virðist kynþáttahyggja samofin þrjósku og stolti standa í vegi fyrir því að Haítí og Dóminíska lýðveldið taki höndum saman. Ríkin eru án efa ólík en um leið er ekki hægt að hunsa sameiginlega sögu þeirra og nálægð. Helga Margrét Óskarsdóttir Ein eyja - tveir ólíkir heimar DÓMINÍSKA LÝÐVELDIÐ OG HAÍTÍ Verg landsframleiðsla (GDP) er átta sinnum stærri í Dóminíska lýðveldinu en á Haítí. Þriðjungi fleiri á Haítí eru ólæsir en í Dóminíska lýðveldinu. Ef þú býrð á Haítí ertu þrisvar sinnum líklegri til að búa við verri heilsu og hafa minni borgararéttindi heldur en ef þú byggir í Dóminíska lýðveldinu. Barnadauði er helmingi algengari á Haítí heldur en í Dóminíska lýðveldinu. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.