Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 26

Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 26
Árið 1949 gaf George Orwell út bókina sína, 1984, dystópíska sögu sem kannar m.a. þemun alræði, pólitíska hollustu og notkun tungumáls til að stjórna hugsunum almennings. Á grunni svipaðra hugmynda og Orwells um notkun tungumáls sem vopn hafa rithöfundar nýeftirlendustefnunnar (e. neo-colonialism) gjarnan skrifað um og greint skaðann sem slíkur tungumálamissir hefur haft á staðbundin samfélög með tilliti til menningar- og sögulegs missis. Þessar pælingar virðast fjarlægar og eru ekki endilega efst á huga margra. En þetta málefni hefur áhrif á líf margra borgara víða um heim. Á nýlendutímanum, ásamt því að nýlenduherrarnir tóku yfir stjórnsýslu og hervald landsins, þá komu þeir eigin tungumáli fyrir í allri opinberri stjórnsýslu og útilokuðu þar með íbúa nýlendunnar frá þeirri stjórnsýslu eða þröngvuðu þannig eigin tungumáli upp á þá. Latína var upprunalega mállýska töluð á Mið-Ítalíu, en með útþenslu Rómaveldis sameinaðist öll Ítalía og seinna fleiri lönd undir þeirra menningarlegu og pólitísku yfirráðum. Enn nú til dags, þó hún sé hvergi töluð, má áhrifum þessa fyrrverandi lingua franca enn gæta í orðaforða og fræðamáli vestrænnar akademíu. Sagan hefur endurtekið sig oft. Kongó var undir stjórn Frakka í áttatíu ár, þ.e. 1880-1960 er landið fékk sjálfstæði. Frakkland er nú þeirra helsta viðskiptaland. Þótt Frakkland fari ekki lengur með pólitísk völd er franska hið opinbera tungumál landsins þótt málin lingala og kreólamálið kituba séu einnig viðurkennd. Hægt er að hafna franskri stjórnarskrá og slíta stjórnmálasambandi, en að losna undan tökum tungumáls fyrrverandi herraþjóðar er miklu flóknara mál, þrátt fyrir auknar tilraunir til að vinna gegn andlegri hlið nýeftirlendustefnu (e. mental decolonization) en Mobutu, fyrrverandi einræðisherra Kongó frá 1965-1997, aðhylltist mjög þá hugmyndafræði. Ýmsar framfarir hafa orðið, t.d. með því að endurvekja eldri örnefni, en því miður er franskan enn ráðandi í kongóska skólakerfinu. Franskan verður því mál menntafólks. Því fylgir óbeinn ofbeldisáróður, þau læra frá unga aldri að þeirra eigið móðurmál sé ómerkara og minna virði. Þau læra að franskan sé fágaðri og að til að verða gjaldgengur meðlimur samfélagsins þurfi þau að tala lýtalausa frönsku. Erfitt er að vinda ofan af viðhorfum sem hafa verið greypt inn í undirmeðvitundina. Tungumálið er miklu pólitískara en fólk grunar. Ein af ástæðunum fyrir því að ekki sé hægt að telja tungumál heimsins er að erfitt er að greina á milli hvort tungumál séu tungumál eða mállýskur. Oft er eina ástæðan fyrir aðgreiningunni pólitísk, eins og t.d. króatíska, serbneska og bosníska. Þetta eru nánast sömu tungumálin en vegna stjórnmálasögu landanna eru þau talin þrjú mismunandi mál. Tungumál eru aldrei hlutlaus í stjórnmálum. Bæði beiting málsins og það hvaða tungumál er notað er hápólitískt. Tungumál innan Kongó skiptast skýrt í stigveldi samkvæmt stöðu þeirra í samfélaginu. Á sjöunda áratugnum eftir að sjálfstæði var náð var ákveðið að nota áfram frönsku sem mál menntunar. Sum börn í efri stéttum samfélagsins hafa frönsku að móðurmáli. Unité, Travail, Progrès Saga Kongó og hvernig tungumál nýlenduherrans mótar valdastrúkturinn Nýftirlendustefnan er helsta orsök tungumáladráps (e. linguicide). Það er nýtt að nýlenduvæða lönd ekki eingöngu með hervaldi heldur með kapítaliskri og menningarlegri heimsvaldastefnu. Nærtækara og mun vægara dæmi um það eru t.d. dönsk áhrif á 19. öld á íslenskuna en barist var harkalega á móti þeim með hreintungustefnunni undir forystu Rasmus Kristian Rask. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.