Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 19

Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 19
Þegar á ráðstefnusvæðið var komið var gengið inn í öryggisleit. Eftir hana var farið inn á ráðstefnusvæðið. Á svæðinu voru stórir salir sem voru í raun stærðarinnar tjöld. Úti var mjög heitt en inni gat orðið óbærilega kalt, miklar andstæður miðað við það sem við erum vön á Íslandi. Fólk hljóp á milli staða á risastóru svæðinu, stjórnmálafólk, samninganefndir, fjölmiðlafólk, starfsfólk og aðrir. Pínulitlir matarvagnar seldu litla hamborgara á uppsprengdu verði. Lítið vatn var að finna á svæðinu en gos frá Coca-Cola samsteypunni í einnota flöskum mátti finna volgar á vörubrettum á víð og dreif. Inni á ráðstefnusvæðinu var egypska lögreglu og jakkafataklæddar einkalöggur hvergi að finna. Þegar fundir sem þessir eru haldnir gefur gestgjafalandið eftir yfirráð sín á því svæði. Í stað lögreglunnar eru það verðir Sameinuðu þjóðanna sem standa vaktina klæddir í dæmigerða lögreglubúninga. Öðru hverju voru einhverjir sem gáfu lítið fyrir reglur Sameinuðu þjóðanna um að ekki megi mótmæla á ráðstefnusvæðinu. Mótmælendur syngja og jafnvel dansa til þess að láta í ljós skoðanir sínar. Einnig mátti sjá plat-gjörninga frá fólki sem hefur verið skipað af einhverjum yfirvöldum þar sem markmiðið er að sanna að Egyptaland leyfi mótmæli, án þess að mótmælin gagnrýni ríkið. Arabíska lýðveldið Egyptaland er nefnilega ekki fyrirmyndarríki þegar kemur að lýðræði, mannréttindum eða friði. Því má segja að það sé algjört rangnefni að kalla Sharm El-Sheikh friðarborgina eða „City of Peace“. Þrátt fyrir ýmis átök lýðræðissinna situr egypska þjóðin uppi með einræðisherra sem stjórnar landinu með styrkri hendi og hefur enga andstöðu í þinginu né stjórnarráðinu. Heimamenn virðast þó ekki mjög uppteknir af stjórnmálunum á landsvísu, enda hafa þeir meiri áhyggjur af því að eiga fyrir nauðsynjum og þaki yfir höfuðið. Fátækt er gríðarleg í þessu 110 milljóna íbúa ríki. Fátæktin er þó ekki sýnileg í friðarborginni enda fáir sem virðast hafa þar fasta búsetu og nánast þeir einu sem þar dvelja farandverkafólk og ferðamenn. Það er vegna þessarar fátæktar sem þjóðir heims eru ekki endilega tilbúnar til þess að skuldbinda sig til þess að draga úr notkun ódýrs jarðefnaeldsneytis. Það er í grunninn það sem samningaviðræðurnar á COP snúast um. Fátækari ríki eru bara tilbúin að draga úr losun ef þau ríkari borga brúsann. Þeim finnst ósanngjarnt að ríkari ríkin hafi fengið að losa eins og þeim sýndist í hundruð ára en akkúrat þegar þau fátækari geta nýtt jarðefnaeldsneyti, þá má það ekki lengur. Einnig finnst þeim ósanngjarnt að þurfa að takast á við afleiðingar vandamáls sem þau tóku ekki þátt í að skapa. Egill Ö. Hermannsson BA-nemi í stjórnmálafræði og varaforseti Ungra umhverfissinna. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.