Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 43
Q-félagið
Hvort sem þú ert hinsegin eða ert óörugg/ur/t með kynhneigð og/eða kynvitund þína þá er Q fyrir þig. Félagið er
fyrir öll sem láta sig málefni hinsegin fólks varða. Markmið félagsins er að gefa hinsegin (LGBTQIA+) stúdentum
tækifæri til að hittast, veita þeim stuðning og auka samheldni þeirra. Auk þess að vera sýnilegt afl innan háskóla og í
forsvari þegar málefni hinsegin einstaklinga ber á góma. Þau beita sér í réttindabaráttu hinsegin fólks innan og utan
háskóla. Þau stuðla að aukinni fræðslu, kennslu, umræðu og rannsóknum um málefnið innan sem flestra deilda
háskóla.
Vefsíða: queer.is
Netfang: queer@queer.is
Insta: @qfelag
Hægt er að gerast meðlimur og fá Q-kort sem veitir afslætti og fríðindi
AFS
AFS eru alþjóðleg sjálfstæð félagasamtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Samtökin bjóða upp á
þvermenningarleg námstækifæri þar sem hægt er að öðlast þá þekkingu, færni og skilning sem þarf til að vinna að
réttlátari og friðsamari heimi. Ef þig langar að kynnast fólki alls staðan að úr heiminum, öðlast menningarlæsi og
hjálpa ungu fólki í skiptinámi, þá gæti AFS verið fyrir þig.
Insta: @afsiceland og @rvkdeild_afs
FB: AFS Skrifstofan
Vefsíða: afs.is
Rauði krossinn
Rauði krossinn á Íslandi er hluti af alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans þar sem
starfa yfir 14 milljónir sjálfboðaliða. Á Íslandi starfa um 2300 sjálfboðaliðar um allt land. Verkefnin
eru fjölbreytt og flest geta fundið verkefni við hæfi og nýtt hæfni sína og þekking samfélaginu til
góða. Hægt er að sækja um sjálfboðaliðastörf á vefsíðu þeirra. Til dæmis er hægt að aðstoða við
íslenskukennslu, gerast leiðsöguvinir til að stuðla að gagnkvæmri félagslegri aðlögun og margt
fleira spennandi!
Vefsíða: raudikrossinn.is/sjalfbodalidar
Hugrún geðfræðslufélag
Félagið hefur það að markmiði að fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðraskanir og úrræði, sem
og að auka samfélagslega vitund. Á hverju ári býðst háskólanemendum tækifæri á að starfa sem
fræðarar fyrir hönd Hugrúnar. Þeir þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði og ljúka þjálfun áður en þeir
mega halda geðfræðslufyrirlestra. Fræðarar Hugrúnar eru í sjálfboðavinnu og ferðast um land allt í
framhaldsskóla til að fræða ungmenni um geðheilbrigði, geðraskanir og úrræði sem standa til
boða. Hægt er hægt að skrá sig á þau reglulega á Facebook síðu þeirra Fræðarastarf Hugrúnar er
gefandi, lærdómsrík og skemmtileg reynsla. Í þokkabót gefur starfið góða þjálfun í því að halda
fyrirlestra og koma fram . Þetta er fyrir háskólanema sem eru undir 35 ára aldri þar sem þetta er
jafningjafræðsla.
FB: Hugrún-geðfræðslufélag
Vefsíða: gedfraedsla.is
Ung Norræn
Ungmennadeild Norræna félagsins á Íslandi. Þau eru hópur ungmenna sem hefur áhuga á
norrænu samstarfi og vilja stuðla að auknu samstarfi milli Norðurlanda. Starf þeirra innifelur
skemmti-,fræðslu- og menningarviðburðum, vitundarvakningu um ágóða norræns samstarfs auk
hagsmunabaráttu gagnvart stjórnvöldum, bæði á Íslandi og öðrum Norðurlöndum. Opið fyrir
fólki á aldrinum 16-30 ára.
Netfang: unf@norden.is
Insta: @ungnorraen
FB: Ung Norræn
41