Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 51

Póllinn - maí 2023, Blaðsíða 51
Hins vegar þýðir það ekki að líf innan Hukou kerfisins hafi verið dans á rósum. Þrátt fyrir það að Hukou hafi gert það að verkum að landsbyggðin þurkaðist ekki út þá hafa margir gagnrýnt það að kerfið sé notað til þess að neyða fólk til þess að búa áfram í fátækustu fylkjunum. Með því er komið í veg fyrir að fólk geti betrumbætt aðstæður sínar með að flytja í annað fylki í leit að betri atvinnutækifærum. Þar sem að það er ekki hægt að færa búsetu sína þá hafa mörg í fátækari héruðum landsins neyðst til þess að skilja börn sín eftir á meðan þau fara til þess að vinna í ólöglega í borgum Kína. Ástæðan fyrir því að flest þessara aðila skilja börnin sín eftir er að þau hafa einungis rétt á skólagöngu fyrir börnin sín í fylkinu sem þau eru skráð í og þar með verða börnin að vera eftir, hvort sem að þau búa hjá ná fjölskyldu sinni, vinum eða nágrönnum. Einnig gildir þessi regla fyrir foreldrana sem eru að vinna ólöglega í borginni. Þau hafa ekki rétt á heilbrigðistryggingum, hafa ekki rétt til þess að mennta sig í háskólanum á svæðinu, rétt til búsetu né húsaleigubóta o.s.frv. Þetta gerir það að verkum að það verður til ákveðinn hópur íbúa sem verða hálfgerðir ólöglegir innflytjendur í eigin landi. Einnig hefur verið gagnrýnt að kerfið hafi verið notað til þess að koma í veg fyrir að Uighurar og Tíbetar geti flutt sig úr þeim hluta landsins sem ríkisstjórnin vill að þau búi í. Alveg síðan að Ísdrengurinn, eins og hann hefur verið kallaður, birtist á samfélagsmiðlum árið 2019 sem sýndi aðstæður þeirra allra fátækustu í Kína og hvernig að kerfið sjálft er að miklu leyti orðið úrelt. Ísdrengurinn eða Wang Fuman er einn af svokölluðum „left-behind children“, sem eru börn sem hafa verið skilin eftir í héruðunum og fór myndbandið í dreifingu þegar hann mætti í skólann þakinn ís eftir göngu hans í skólann. Eftir að myndbandið fór í dreifingu þá hefur verið aukinn þrýstingur á að breyta reglum Hukou eða í mörgum tilfellum leggja kerfið almennt niður. Þar sem að Kína nútímans er iðnvætt, nútímalegt og kapítalískt þá er nánast óhugsandi að kerfi, sem hefur verið óbreytt síðan að borgarastyrjöldinni lauk, sé enn þá til staðar og sé enn notað til þess að hindra fólk frá því að rísa úr fátækt. Einnig er frjálst flæði fólks um landið ekki slæmt fyrir efnahaginn, vissulega koma einhver erfið ár fyrir landsbyggðina þar sem að fleiri aðilar flykkjast til borganna. skiljanlegt er af hverju þessi umræða hafi ekki farið af stað fyrr. Flokkurinn hefur síðan þá lofað að betrumbæta Hukou og slaka á reglugerðum hvað það varðar, en það er bara tímaspursmál hvenær kerfið verður lagt niður. Spurningin er hins vegar þá hvað kemur í staðinn? Hukou hefur verið verulega gagnlegt fyrir flokkinn til þess að stjórna þegnum sínum og er þar með erfitt að ímynda sér að CCP (kínverski kommúnistaflokkurinn) muni einfaldlega gefa eftir vald sitt til þess að stjórna því hvar fólk búi. Auðólfur Már Gunnarsson 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.