Póllinn - mai 2023, Síða 17

Póllinn - mai 2023, Síða 17
Eins merkilegt og það er, virðist þessi þráláta mýta ekki vera það eina sem mótar hugmyndir fólks um fag eins og stjórnmálafræði. Til viðbótar við gömlu tugguna um þjálfunarbúðirnar, hef ég tekið eftir einum, afar hvimleiðum ávana fólks þegar það rekur úr manni garnirnar um tilurð þess að stjórnmálafræðin hafi orðið fyrir valinu. Sífellt er verið að reyna, beint eða óbeint, að stýra fólki inn á aðrar hagnýtari brautir með betur skilgreindari starfsréttindi að loknu námi. Hérna á ég við spurningar eins og „hvað ætlarðu að gera við gráðu í stjórnmálafræði?“ eða „væri ekki mun praktískara að læra hagfræði? Eða lögfræði?“. Hér er bæði dregið í efa að stjórnmálafræðin sem slík geti yfir höfuð leitt nokkuð annað af sér en atvinnuleysi og glötuð tækifæri en einnig beinlínis verið að hefja upp ákveðnar greinar umfram aðrar. Þegar spurningar á borð við þessar verða að vana eða mýtu er sannarlega komið í óefni og því þarf að uppræta slíkt með öllum ráðum. Og hér má jafnvel taka dæmi úr öðrum greinum. Af hverju má til dæmis hjúkrunarfræðingurinn ekki læra þau fræði í friði, án tillits til þess hvort læknisfræðin heilli e.t.v. meira eða bjóði upp á betur launuð störf í framtíðinni? Er það ekki göfugt og sjálfstætt markmið að vilja læra hjúkrunarfræði umfram læknisfræði? Eða stjórnmálafræði umfram lögfræði, hagfræði eða sagnfræði? Kjarni málsins er sá að háskólanám á að vera laust við hvers konar stigveldi menntunar. Fólk á að fá að stýra sínu námi sjálft og ákveða í friði hvernig það hyggst hagnýta sér menntunina í framtíðinni, óháð fyrirframgefnum hugmyndum um starfsframa eða vel launuð störf. Þegar öllu er á botninn hvolft eru allir bara að reyna að finna sína fjöl, rækta sína hæfileika og finna styrkleikum sínum farsælan farveg til framtíðar. Það er okkar hlutverk, verðandi stjórnmálafræðinga, að boða fagnaðarerindið og tala máli okkar fags, uppræta fordóma og úreltar hugmyndir um að það sé námsleiðin sem móti starfsferilinn og þar með framtíðina, en ekki nemandinn sjálfur. Dagur Ágústsson 1. árs stjórmálafræðinemi Sumarstörfin eru mætt á alfred.is/sumarstorf

x

Póllinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.