Gátt - 2010, Blaðsíða 21

Gátt - 2010, Blaðsíða 21
21 Þ á T T T A K A Í F R Æ Ð S L U o g N á M I g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 Knud Illeris (2006) bendir einmitt á að fólk sé yfirleitt með- vitað um þörf fyrir aukna menntun, t.d. að bæta tölvu- og tungumálakunnáttu sína sem og að bæta lestrar- og stærð- fræðihæfni sína. Hins vegar er til dæmis skortur á sjálfstrausti og óþægindin við að fara aftur í nám afl sem hamlar fólki oft að taka þátt. Þess vegna er mikilvægt að tengja hvatningu til þátttöku við þá þörf á fræðslu sem fólk upplifir að sé fyrir hendi og draga þannig úr þeim hindrunum sem gefið er í skyn að séu til staðar. Á sama tíma er nauðsynlegt að skapa aðstæður sem eru ekki niðurlægjandi, barnalegar eða á annan hátt óviðeigandi því fyrir suma geta slíkar aðstæður og framkoma af hendi fræðsluaðila verið kærkomin afsökun fyrir að hætta eða sleppa því að taka þátt. Viðfangsefnið er fullorðinsfræðsla og fullorðið fólk vill að borin sé virðing fyrir því og þeirri ábyrgð sem það axlar á eigin lífi (Illeris, 2006). Þegar fólk snýr aftur í nám eftir lengra hlé er það að stíga inn í heim sem það þekkir oft ekki, stíga út fyrir þægindaram- mann og takast á við áskorun sem því óraði ef til vill ekki fyrir eða takast á við verkefni sem það hefur beðið lengi eftir að fá tækifæri til að glíma við. S T A R F I Ð á S Í M E N N T U N A R M I Ð - S T Ö Ð V U N U M Á símenntunarmiðstöðvum á Íslandi starfar fólk sem er fullt af eldmóði og hefur brennandi áhuga á starfi sínu. Það vinnur hörðum höndum að því að hvetja og efla fullorðið fólk og fá það til að taka þátt í fræðslu sem lið í að auka tækifæri og hæfni þess á vinnumarkaði sem og til að efla persónulega hæfni. Mikil breyting hefur orðið á starfi símenntunarmið- stöðvanna undanfarin ár og tilkoma Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins hefur þar haft mikið að segja: … við erum náttúrulega með þessar námskrár í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem hefur gjörbreytt landslaginu að mínu mati, það kom líka aukið fjármagn inn í þennan geira með þessum námsleiðum þannig að það gerir okkur líka auðveldara fyrir að bjóða upp á þetta og markaðurinn svaraði þessu framboði strax … yfir heildina hefur aðsóknin verið mjög góð og þátttakan hefur bara margfaldast milli ára. Markhópur miðstöðvanna er að einhverju leyti mismunandi eftir svæðum þó þær eigi það allar sameiginlegt að leggja áherslu á að sinna þeim hópi sem hefur stutta formlega skólagöngu að baki. Jafnframt hefur sums staðar orðið vart við breytingar á þeim hópi sem sækir fræðslu hjá símennt- unarmiðstöðvunum, „… áður var fólkið sem kom til okkar fólkið sem hafði sjálfstraustið og … var búið að læra eitt- hvað og vildi efla sig og halda sér við og það voru sterku ein- staklingarnir.“ Með tilkomu námskrárbundnu námsleiðanna er í auknum mæli að koma inn fólk sem hefur áhuga en er ekki öruggt um að það geti þetta. Þessi hópur þarf stuðning og mikla hvatningu, „það er mjög mikilvægt fyrir okkur að geta mætt þessu fólki þar sem það er og sýnt þeim fram á að það geti lært …“ „ … V I Ð Þ U R F U M b A R A S T A N S - L A U S T A Ð V E R A ú T I á A K R I N U M , ú T I Í F Y R I R T Æ K j U M , ú T I Í S T o F N - U N U M o g … ú T I U M A L L T . “ Í markhópi símenntunarmiðstöðvanna eru einstaklingar sem hafa þá trú að þeir geti ekki lært og hafa jafnvel fengið skila- boð um það frá skólakerfinu sem hafa svo fylgt þeim allar götur síðan. Það fer mikil vinna í að ná í þennan hóp og telja einstaklinga, sem tilheyra honum, á að taka þátt. En sko, ég vil taka það sérstaklega fram eins og með markhópinn okkar, við þurfum miklu, miklu meira að hafa fyrir því að ná til þeirra og sannfæra heldur en, t.d. háskólarnir auglýsa sitt námsframboð, skilurðu, á vefnum og hérna í blöðum. Það er ekkert nóg fyrir okkur … við þurfum bara stanslaust að vera úti á akrinum, úti í fyrirtækjum, úti í stofnunum og … úti um allt. Til að ná í þennan hóp eru farnar ýmsar leiðir og eins og fram kom í viðtölunum þá er þetta ferli sem tekur oft langan tíma. Við tókum fullt af viðtölum í vor, fórum inn á vinnustaði og þá er kannski ekki allt að fara af stað og síðan núna bara í haust, við skráum niður allt í þessum viðtölum og bókum niður hvað viðkomandi er að hugsa og það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.