Gátt - 2010, Blaðsíða 58

Gátt - 2010, Blaðsíða 58
58 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 V E R K F Æ R A K I S T A M A T S A Ð I L A V I Ð R A U N F Æ R N I M A T Í umræðum og kynningu á raunfærnimati eru tvær spurningar sem oftar en ekki er varpað fram: Er ekki erfitt að greina hvort sá sem fer í mat hafi þá þekkingu sem krafist er og er hægt að treysta niðurstöðunni? Það verður að segjast eins og er að oft gengur illa að sannfæra þá sem spyrja að í flestum tilvikum sé frekar einfalt að greina þekkingu og því hægt að treysta niðurstöðunni. Eftir að hafa rætt við fjölda matsaðila og setið mörg matsviðtöl leikur enginn vafi á því í huga greinarhöfundar hver svörin við þessum spurningum eru. Efasemdir þeirra sem ekki hafa komið með beinum hætti að raunfærnimatsverkefnum eru þó skiljanlegar. Á þeim stutta tíma, sem raunfærnimat hefur viðgengist, hefur aðferðafræðin þróast. Hér á eftir verður leitast við að gera grein fyrir með hvaða hætti sú þróun hefur orðið og hvaða verkfæri hafa bæst við eða eru á leiðinni í verkfærakistuna. HAUKUR HARÐARSoN Haukur Harðarson Við þróun á raunfærnimati hefur Fræðslu miðstöð atvinnulífsins byggt á þeirri þróun sem orðið hefur í Evrópu, þ.á m. European guidelines for validating non-formal and informal learning sem hafa verið í þróun hjá Cedefop frá árinu 2004. Árið 2009 kom út endurbætt útgáfa af þessum viðmiðunarrammaum framkvæmd raunfærnimats. Þar er m.a. lögð áhersla á að matstæki verði að taka mið af því sem meta á. Matstæki geta því verið mismunandi eftir starfsgreinum og eftir því hvaða fög innan viðkomandi starfsgreinar á að meta. Þegar námið, sem meta á, hefur verið skilgreint er hægt að fá betri sýn á hvaða mælitæki þjónar best tilgangi matsins. Tækið þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði: Lögmæti – tækið verður að mæla það sem því er ætlað • að mæla. Áreiðanleiki – yrði niðurstaðan sú sama við endurtekið • mat við sömu aðstæður? Sanngirni – hversu laus er niðurstaða matsins við hlut-• drægni og fordóma (út frá samhengi, menningu og persónum)? Vitræn umgjörð – gerir tækið fagaðilanum kleift að • meta breidd og dýpt þeirrar færni sem einstaklingurinn býr yfir? Þjóni tilgangi – tryggja þarf að tilgangur matstækisins • fari saman við það sem á að mæla. Sjá nánari lýsingar í European Guidelines for the Validation of Non-formal and Informal Learning, 2009. Þegar matsaðili er beðinn um að lýsa upplifun sinni af raunfærnimati hefur svarið oftar en ekki verið í þessum dúr: Ef þekkingin er til staðar þá verður raunfærnimat meira eins og samtal tveggja fagmanna. Það er auðvelt að greina hvort það er innstæða fyrir því sem sagt er. Svarið er lýsandi og hefur reynst vel við að lýsa raunfærnimati fyrir tilvonandi matsaðila. Þau matstæki, sem mest hafa verið notuð hér á landi, eru færnimappa, sjálfsmat á móti settum viðmiðum og samtal milli matsaðila og þess sem kemur í mat. Vinsælt er að nota hjálpartæki eins og rissblöð, myndir eða hluti sem tengjast viðkomandi námsþætti. Jón Eiríkur Guðmundsson, kennari við Tækniskólann, skóla atvinnulífsins, hefur komið að námskeiðum FA um raunfærnimat. Hlutverk hans þar hefur verið að lýsa þeim aðferðum, sem hann beitir, til að kanna hvort þekking er til staðar. Hann tekur gjarnan dæmi um áfangann TIH110 – timburhús. Hér er um að ræða tíu eininga áfanga sem spannar breitt svið. Jón Eiríkur segist byrja á því að teikna grunn af húsi á blað. Síðan er timburhúsið smíðað með kroti og krassi, algengar spurningar frá Jóni eru: Hvaða efni ertu að nota þarna? Af hverju ferðu þessa leið? Hvað gerist ef ekki er hugað að …? Eitt af því mikilvægasta er þó að hans mati að fá þann sem kemur í mat til að slaka á. Stundum eru einstaklingar taugaóstyrkir í upphafi en ef hægt er að skapa traustan grundvöll að samtalinu verður það mun liprara. Raunfærnimat á móti námsskrám á Íslandi hefur á undanförnum árum einkum snúist um fagþætti iðngreina. Það hefur komið nokkuð á óvart að matsaðilar hafa í flestum tilvikum talið að færnimappa ásamt samtali með hjálpar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.