Gátt - 2010, Blaðsíða 87

Gátt - 2010, Blaðsíða 87
87 F U L L o R Ð I N S F R Æ Ð S L A o g S T A R F S M E N N T U N g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 1. Það glæðir áhuga og ástundun að vera hluti af námshóp Fullorðinn námsmaður þarf að hafa tilfinningu fyrir því að vera viðurkenndur hluti af námshóp þar sem námsmenn og leiðbeinandi ná að tengjast og gagnkvæm virðing skapast. Þessi tilfinning ýtir undir námsáhuga og ástundun en öfugt þegar þessi forsenda er ekki til staðar er hætta á að náms- áhugi dvíni fljótt og jafnvel hverfi. Sem dæmi um jákvæð áhrif hópkenndar í námi er hér tilvitnun í viðtal við Guðnýju Arngrímsdóttur sem er full- orðinn fjarnemi í hjúkrun við Háskólann á Akureyri. Hún hóf nám á þrítugsaldri fyrst í framhaldsskóla og hélt svo áfram í háskólanám. Hún er spurð að því hvort það skipti máli að stunda fjarnámið í hóp. „Já, það skipir miklu máli. Við höfum staðið vel saman og hjálpast mikið að, við studdum hver aðra vel þegar við þurftum að fara í gegnum fjöldatakmarkanirnar og okkur gekk vel.“ (Fræðslunet Suðurlands, 2009:bls. 7) Þegar námsmanni finnst hann EKKI tilheyra hópnum getur það haft mjög afgerandi neikvæð áhrif á námsáhuga. Í rit- gerð Svanfríðar Jónasdóttur kemur mjög sterkt fram hjá við- mælendum hennar að þegar í framhaldsskólann kom fannst þeim þau EKKI vera hluti af hópnum. Hér er fullorðið fólk að lýsa reynslu sinni sem unglingar en það er líklegt að sú reynsla fylgi einstaklingum og hafi áhrif á námsáhugann fari það aftur í nám. Það var almennt viðhorf í báðum rýnihópum í rannsókn Svanfríðar að stórir skólar og áfangakerfi væru fjandsamleg þeim sem einhverra hluta vegna þyrftu að hafa fyrir skólavist sinni og námi vegna þess að minni tengsl náist við kennara og skólafélaga. Unglingar séu oft óframfærnir og lokaðir og stórar einingar og sífelld skipti á skólafélögum séu ekki til þess fallin að vekja hjá þeim þá öryggiskennd sem sé nauðsynleg. Það sé líka minni hvati til að standa sig ef engin fótfesta næst félagslega og auðveldara að gefast bara upp. (Svanfríður Jónasdóttir, 2005:bls. 47) 2. Viðhorf til náms hefur áhrif á hegðun Við tileinkum okkur viðhorf að miklu leyti í gegnum menn- ingu og félagsleg samskipti. Að sama skapi getum við þá breytt viðhorfum okkar með nýrri reynslu. Fullorðnir mynda jákvætt viðhorf til náms að mestu út frá því hvort þeim finnst námið hafa tilgang og hvort þátttaka þeirra er af fúsum vilja. Neikvætt viðhorf dregur úr námsáhuga og getur beinlínis komið í veg fyrir að nám eigi sér stað. Komið hefur fram að stjórnvöld vilja auka virkni ungs fólks án atvinnu og leita allra leiða til fá unga fólkið inn í framhaldskóla eða á aðrar viðeigandi menntabrautir. Í ljósi þess sem fyrr var sagt um neikvæð viðhorf einmitt þessa hóps til náms, sem hugsanlega er bæði byggð á fyrri skóla- reynslu og viðhorfum í umhverfi þeirra, er ráðgjöfum Vinnu- málastofnunar og leiðbeinendum á vegum Símenntunarmið- stöðva vandi á höndum. Mikilvægt verður að unga fólkið fái tækifæri til að breyta viðhorfum sínum með jákvæðri reynslu af námi og sjái tilgang í því fyrir sig. 3. Tilgangur með námi viðheldur áhuga og eflir ástundun Það er mannlegt að hafa þörf fyrir tilgang með lífinu og er sameiginlegt öllum menningarsamfélögum. Tilgangur með námi er kjarninn í námsáhuga fullorðinna. Námið þarf að tengjast sjónarmiðum, áhugamálum, lífsreynslu og þekk- ingu fullorðinna til þess að námsáhuginn verði viðvarandi og djúpur. Það er mjög einstaklingsbundið og menningartengt hvað hefur merkingu og tilgang fyrir hvern og einn. Margir viðmælendur Svanfríðar í rannsókn hennar lýsa því hvernig þeim finnst viðfangsefni náms í framhaldsskóla ekki vera í neinu samhengi við markmið þeirra í lífinu. Þegar námið öðlast tilgang breytist sjónarhornið. Ungur karlmaður, sem fann sig ekki í framhaldsskólanámi en stundar nú nám sem félagsliði með umönnunarstarfi sem hann hefur áhuga á, lýsir því hvernig það breytir námsupplifun og áhuga að vera hluti af hóp og sjá tilgang með náminu. (Svanfríður Jónasdóttir, 2005:bls. 60).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.