Gátt - 2010, Blaðsíða 13

Gátt - 2010, Blaðsíða 13
13 Þ á T T T A K A Í F R Æ Ð S L U o g N á M I g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 nálgunum hafa aftur á móti leitt í ljós að ekki hentar öllum að læra á þennan hátt (Svanteson, 2006). Einn viðmælandi okkar, 37 ára skrifstofustarfsmaður, orðaði þetta svo: „… þó að ég sé ekki með há laun eða einhverja gráðu, að þá er ég rosalega fljót að læra, ef ég fæ að læra það svona verklega, að gera það í leiðinni sko, ekki bara upp úr bókum.“ Starfs- maður símenntunarmiðstöðvar lýsir því að „… bara menn sem hafa alla tíð unnið mikið, alla tíð verið duglegir, vinsælir í vinnu, sjálfstæðir og eiga allt í einu að koma á námskeið með 20 manns og gera einhver verkefni og jafnvel fjalla um sjálfan sig eða gefa af sjálfum sér, ég get alveg skilið að það sé eitthvað sem sé ekki eitthvað sem er rosalega freistandi“. Jafnframt má sjá af viðtölum við starfsmenn símenntunar- miðstöðva að verulegar áhyggjur ríkja meðal þeirra vegna dræmrar þátttöku karla í fræðslu. Fjölmargar ástæður voru dregnar fram til dæmis að fræðslan sem í boði er sé helst til of kvenlæg. á S T Æ Ð U R , F Y R I R S L á T T U R E Ð A b Æ Ð I Á ofangreindum lista má sjá velþekktar ástæður fólks fyrir því að taka ekki þátt í skipulagðri fræðslu. Oft gefur fólk upp fleiri en eina ástæðu og eru þær gjarnan samverkandi, til dæmis getur tímaleysi, álag og fjölskylduábyrgð komið fram hjá sama einstaklingnum. Okkar flokkun byggir á niður- stöðum úr mjög mörgum rannsóknum og eins og sjá má var heilmikið samræmi við okkar eigin gögn. Þessar niðurstöður hafa víða gagnast fræðsluaðilum að einhverju leyti til að laða fleiri í fræðslu (Wahlgren, 2010.), en okkur sýnist ljóst að betur má ef duga skal. Þar að auki ber að ítreka að það er vel þekkt að ofannefndar ástæður hindra suma og aðra ekki (Blair o.fl., 1995) þannig að þær einar duga ekki sem skýring. Því vakna spurningar um raunveruleg gæði svara í ofangreindum rannsóknum. Það er til dæmis þekkt að fólk metur aðstæður sínar á ólíkan hátt, þannig að eitt getur verið einum áþreifanleg hindrun, sem reynist öðrum það ekki. Þá er og spurning á hvaða forsendum þátttakendur rannsókna velja að svara á þann hátt sem þeir gera, finna þeir ef til vill ekki svarmöguleika í spurningalistum sem er í samhljóman við þeirra viðhorf eða svara þeir einhverju sem þeir álíta að spyrjandi vilji heyra? Enn fremur er spurning hvort þeir sem taka ekki þátt í fræðslu á fullorðinsárum líti ekki á fjarveru sína frá fræðslu sem „vandamál“ og hafi því ekki skýr svör á reiðum höndum um hvers vegna eða hvers vegna ekki. Í nýrri grein leysa Boeren og félagar upp hugtakaparið þátt- taka / fjarvera með því að bæta við víddinni „ásetningur“ og greina á milli fólks sem ætlaði sér að taka þátt í fræðslu en gerði það ekki og fólks sem hafði ekki í hyggju að taka þátt í fræðslu (Boeren, Nicaise og Herman, 2010). Í stórri evrópskri rannsókn um þátttöku í fræðslu svöruðu að meðaltali 24% þeirra sem ekki tóku þátt og gáfu upp einhverjar af ofan- greindum ástæðum,5 að þeir hefðu viljað það en ekki getað, hinir ætluðu sér þar af leiðandi ekki að taka þátt. (Eurostat, 2010). Þessar upplýsingar bjóða upp á þá túlkun að ef til vill eigi sumar ofannefndar skýringar á fjarveru allra best við hjá þessum hópi, þ.e. þeim sem höfðu ásetning um að taka þátt en gátu það ekki. Það skilur skiljanlega eftir um 76% sem höfðu ekki ásetning um að taka þátt. o R Ð R Æ Ð A N U M Þ á T T T Ö K U Hin síðari ár hafa æ fleiri bent á takmarkanir umræðunnar um þátttöku í ævimenntun (Crowther, 2000; Fejes, 2005; Paladanius, 2007). Umræðan þykir gjarnan byggja á fyrirfram 5 Tölurnar sýna mikinn mun milli landa. Sjá: http://appsso.eurostat. ec.europa.eu/nui/show.do?dataset=trng_aes_176&lang=en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.