Gátt - 2010, Blaðsíða 40

Gátt - 2010, Blaðsíða 40
40 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 á árinu 2010 var markmiðið að skapa ungum atvinnuleitendum: 1. Um 450 ný tækifæri í framhaldsskólum landsins 2. Um 700 ný námstækifæri hjá símenntunarmiðstöðvum og fullorðinsfræðsluaðilum 3. Um 450 starfstækifæri/starfsþjálfunartækifæri í sam- starfi við aðila vinnumarkaðarins, sveitarfélög og aðra sem gætu lagt verkefninu lið 4. Um 400 ný sjálfboðaliðastörf í samstarfi við sjálfboða- liðasamtök og íþróttahreyfinguna 5. Um 400 ný pláss í samstarfi við endurhæfingaraðila Virkniúrræðum má skipta í tvennt: Námsúrræði þar sem í boði eru fjölbreytt úrræði í samstarfi við framhaldsskóla, símenntunarmiðstöðvar og aðra nám- skeiðshaldara. Markmiðið með samstarfi við framhaldsskólana er að fjármagna viðbótarpláss í framhaldsskólum landsins fyrir atvinnulaus ungmenni og bjóða þeim nýtt tækifæri til náms í framhaldsskóla. Áherslan hefur verið á þróun nýrrar náms- leiðar fyrir ungt fólk 16–20 ára, „Nám til framhaldsskóla- prófs“. Hugmyndafræðin að baki slíkri námsleið er að þróa nýjar aðferðir og námstilboð sem koma í veg fyrir ótímabært brottfall úr framhaldsskóla. Þannig má segja að með þessu samstarfi sé bæði gerð tilraun til að mæta þörfum þess hóps sem hvarf frá námi vegna þess að þörfum hans var ekki mætt og um leið er verið að leggja grunn að forvarnarstarfi sem hefur það markmið að koma í veg fyrir ótímabært brottfall. Markmið með samstarfi við símenntunarmiðstöðvar og aðra fullorðinsfræðsluaðila er að bjóða ungu fólki þátttöku í starfstengdum námskeiðum sem styrkja stöðu þátttakenda á vinnumarkaði. Sömuleiðis er í boði að taka almennt nám með það markmið að styrkja almennan grunn og undirbúa þátt- takendur til frekara náms innan formlega skólakerfisins. Slíkt nám veitir þeim í sumum tilvikum einingar sem geta nýst þeim í áframhaldandi námi. Námsleiðir símenntunarmiðstöðva hafa til þessa verið ætlaðar fullorðnu fólki á vinnumarkaði, sem vill styrkja sig í starfi. Samstarfið við Ungt fólk til athafna hefur leitt til þess að ungum atvinnuleitendum stendur nú til boða mjög fjölbreytt úrval starfstengdra námsleiða sem flest leiða til aukinna réttinda og möguleika á vinnumarkaði. Að auki getur námið verið fyrsta skrefið í átt að frekara námi á ýmsum sviðum og þá einnig innan formlega skólakerfisins. Út úr samstarfinu hafa skapast áhugaverð verkefni sem spennandi verður að þróa enn frekar. Vinnutengdu virkniúrræðin eru m.a. þátttaka í sjálfboða- liða störfum, starfsþjálfun/vinnustaðanám í smiðjum og starfs tækifæri hjá fyrirtækjum og stofnunum. Í boði eru m.a. fjölbreytt sjálfboðaliðastörf í samstarfi við ýmis sjálfboðaliðasamtök, s.s. Rauða krossinn og íþrótta- hreyfinguna. Formlegt samstarf við sjálfboðaliðasamtök er nýjung sem hefur verið afar áhugavert að taka þátt í. Til Rauða krossins voru ráðnir 8 verkefnisstjórar sem hafa það hlutverk að taka á móti ungu fólki í sjálfboðin störf. Verk- efnisstjórarnir halda utan um hópinn og kynna fyrir honum þau fjölmörgu störf og verkefni sem Rauði krossinn sinnir í samfélaginu. Hliðstætt samstarfsverkefni er í þróun með íþróttahreyfingunni, en til hennar voru ráðnir þrír verkefnis- stjórar til að vinna að verkefninu. Í boði er líka vinnustaðanám/starfstækifæri í smiðjum. Þar er Fjölsmiðjan þekktasta úrræðið og hefur verið unnið að stækkun hennar á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem búið er að stofna Fjölsmiðju á Akureyri og í Reykjanesbæ. Mark- miðið með slíku úrræði er að gefa ungu fólki tækifæri á námi á vinnustað þar sem blandað er saman námi og starfi undir handleiðslu. Þannig gefst unga fólkinu tækifæri á að prófa og kynnast mismunandi störfum sem auðveldar því að finna út hvert það vilji stefna í framhaldinu. Til að fjölga slíkum tækifærum hefur verið unnið að því að þróa vinnustaðanám í samstarfi við sveitarfélög og fyrirtæki. Ungir atvinnuleitendur Atvinna Nám Virkniaðgerðir í samstarfi við fjölmarga aðila Mynd 6. Ferlið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.