Gátt - 2010, Blaðsíða 93

Gátt - 2010, Blaðsíða 93
93 F U L L o R Ð I N S F R Æ Ð S L A o g S T A R F S M E N N T U N g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 E Q M o g g Æ Ð I Í S Í M E N N T U N HELENA EYdÍS INgóLFSdóTTIR Helena Eydís Ingólfsdóttir Miklar breytingar hafa orðið á sviði framhaldsfræðslu frá því um miðjan 10. áratug síðustu aldar þegar farskólarnir hófu göngu sína. Símenntun og framhaldsfræðslu hefur heldur betur vaxið fiskur um hrygg á stuttum tíma, frá því að vera að mestu tómstunda-, tölvu- og tungumálanám í það að vera nám sem metið er til eininga í framhaldsskólum og jafnvel til launahækkunar skv. kjarasamningum. Árið 2002 var Fræðslu- miðstöð atvinnulífsins, FA stofnuð og í kjölfarið urðu mikil skil í starfi símenntunarmiðstöðvanna, þar sem nemendum og nám- skeiðsstundum fjölgaði umtalsvert. Námskrár sem eru vott- aðar af mennta- og menningarmálaráðuneytinu eru reglulega gefnar út af FA og kenndar hjá símenntunarmiðstöðvunum hringinn í kringum landið. Nú geta námsmenn við símennt- unarmiðstöðvar fengið nám sitt þar metið til jafns við nám í framhaldsskólum landsins. Tilkoma námsleiðanna er helsta ástæða straumhvarfa í starfi símenntunarmiðstöðvanna. Frá árinu 2006 hefur starfsfólk Þekkingarnets Þingey- inga í auknum mæli beint sjónum sínum að gæðum starfsemi Þekkingar netsins sem lýtur að framhaldsfræðslu. Sérstak- lega hefur verið horft til námskeiðahalds og námsleiða sem kenndar eru samkvæmt námskrám FA í því sambandi enda er það einna stærsti hluti starfseminnar. Í upphafi var horft til ráðningar kennara og þau markmið höfð undirliggjandi að leitast við að ráða eingöngu kennara sem hefðu kennsluréttindi eða sérþekkingu á því fagi sem kenna átti. Næstu skref fólust í tilraunum varðandi umgjörð námskeiða, það er að sömu gæði og samskonar umgjörð væri til staðar hvort sem einstaklingur kæmi á tungumálanám- skeið eða matreiðslunámskeið. Námskeiðsmat varð því fastur liður í námskeiðahaldinu en þar leggja nemendur mat á fram- kvæmd, umgjörð og kennslu kennarans. Næst á eftir fylgdu kröfur varðandi húsnæði þar með talið að kennslurými, borð og stólar hentuðu fullorðnum námsmönnum. Eftir því sem námsleiðum kenndum á vegum Þekkingar- netsins fjölgaði og þar með nemendum sem áttu möguleika á að fá metið nám til eininga í framhaldsskólum fór starfsfólk að Í greininni er fjallað um þá vinnu sem farið hefur fram hjá Þekkingarneti Þingeyinga í tengslum við innleiðingu EQM gæðakerfisins. Sagt er frá gæðastarfi hjá Þekkingarnetinu og upphafi þess að Þekkingarnetið ákvað að taka þátt í samstarfsverkefni FA og nokkurra símenntunarmiðstöðva við gerð sjálfsmats og innleiðingu á EQM gæðakerfinu. huga að ýmsu sem lýtur að gæðum í kennslu, framkvæmd námsframboðs og skilum á milli símenntunarmið- stöðvanna og framhaldsskólanna. Það leiddi til þess að farið var að huga að því hvernig námsmati er skilað til nemenda og upplýsingum um nám sem fram fer hjá símennt- unarmiðstöðinni til framhaldsskóla. Enginn af þessum verkferlum var þó skráður með formlegum hætti þó ýmis eyðublöð varðandi námskeiðamat og námsmat væru vissulega til. Þar af leiðandi hefði þessi þáttur í starfinu auðveldlega getað glatast ef breytingar hefðu orðið á starfs- mannahaldi eða fallið á milli starfsmanna þegar nýr starfs- maður er þjálfaður til starfs innan Þekkingarnetsins. Á sama tíma og þessi gerjun átti sér stað hjá Þekkingarnet- inu tók Fræðslumiðstöðin þátt í Leonardo-verkefninu RECALL, sem var framhald af og byggði á niðurstöðum verkefnisins ALL. Markmið RECALL var að þróa gæðastjórnunarkerfi fyrir fræðsluaðila. Í því starfi varð EQM, European Quality Mark, gæðakerfið til. Fyrir um ári síðan óskaði Fræðslumiðstöðin eftir samstarfi við eina til tvær símenntunarmiðstöðvar sem væru tilbúnar til að fara í gegnum EQM sjálfsmatið. Þekkingarnet Austurlands (ÞNA) og Þekkingarnet Þingeyinga (ÞÞ) buðu sig strax fram til samstarfsins. Starfsfólk Þekkingarnets Þingey- inga var komið vel áleiðis varðandi gæðamálin en enn átti eftir að formgera þau og með samstarfinu gafst gott tækifæri að ræða framkvæmdina. Í janúar 2010 hófst vinnan við EQM sjálfsmatið. Í upphafi var ætlunin að höfundur ásamt forstöðumanni Þekkingar- netsins myndu vinna matið og fylla út samkvæmt bestu sann- færingu. Eftir því sem meiri upplýsinga var aflað um EQM og gæðamál almennt varð ljóst að sú aðferð myndi ekki reynast vel þegar horft væri til lengri tíma. Ef gæðakerfi á að vera virkt í starfsemi fyrirtækis eða stofnunar er lykilatriði að allir starfs- menn séu þátttakendur frá upphafi í þeirri vinnu sem tengist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.