Gátt - 2010, Blaðsíða 71

Gátt - 2010, Blaðsíða 71
71 A F S j ó N A R H ó L I g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 A Ð S j á L j ó S I Ð Í M Y R K R I N U Árið 2010 er tileinkað baráttu við fátækt og félagslega einangrun í Evrópu. Þjóðirnar 27 í Evrópusambandinu, auk Íslendinga og Norðmanna ætla að takast á við fátæktina á ýmsan hátt. Á Íslandi var meðal annars hrint í fram­ kvæmd sérstöku átaki til þess að veita ungu atvinnulausu fólki fleiri og fjölbreyttari tilboð um vinnu, menntun eða annars konar virkni. SIgRúN KRISTÍN MAgNúSdóTTIR Atvinnuleysið á Íslandi hefur bitnað harðast á ungu fólki undir 25 ára aldri. Um það bil 2.700 einstaklingar á aldr- inum 16–24 ára voru á vordögum 2010 án atvinnu. Reynsla annarra þjóða, meðal annars Finna, frá tíunda áratug síðustu aldar hefur sýnt fram á að afar brýnt er að koma í veg fyrir að ungt fólk verði utan gátta, afli sér hvorki menntunar né sæki vinnu. Gerist það, mun atvinnuleysið hafa langvarandi áhrif á líf þeirra og starfsframa. Til þess að koma í veg fyrir að slíkt hendi þennan fjölmenna hóp á Íslandi setti félags- og tryggingamálaráðuneytið fram markmið um að enginn verði án atvinnu lengur en í þrjá mánuði, án þess að fá tilboð um vinnu eða annars konar virkni. Markmiðinu skyldi náð fyrir þennan aldurshóp fyrir 1. apríl 2010. Vinnumálastofnun var falið að annast framkvæmd verkefnisins samkvæmt mark- miðum þess. Stofnunin hefur unnið að verkefninu í samstarfi við fagfélög, fyrirtæki, frjáls félagasamtök, skóla og sveitar- félög. Nánari lýsing á átakinu er annars staðar í Gátt, í grein Hrafnhildar Tómasdóttur sem ber sama heiti og átakið, Ungt fólk til athafna. T Æ K I F Æ R I N o g S A M S T A R F S - A Ð I L A R Strax á vordögum voru tilboðin ótal mörg og svo fjölbreytt að auðvelt átti að vera að finna eitthvað sem hentaði hverjum og einum. Hér má nefna að 40 einstaklingar hófu nám við Fjölbrautarskólann í Breiðholti, þar sem boðið er upp á fjölda námsleiða á sviði lista og starfsnáms. Sex hópar hafa lokið námskeiðinu Vítamín, sem Hitt húsið stendur fyrir, til þess að styrkja sjálfstraustið. 80 manns voru skráðir á vinnuvélanám- skeið. 30 manns skráðu sig á námskeið í framreiðslu og bar- þjónustu við Hótel- og matvælaskólann í Menntaskólanum í Kópavogi. Þá hefur einnig verið mikill áhugi á starfi sjálf- boðaliða fyrir Rauða krossinn, Íþróttasamband Íslands og Ólympíunefndina. Í þessari grein er ætlunin að fjalla nánar um tilboð sem Mímir-símenntun bauð upp á. Þar á bæ voru valin sérstök verkefni í tengslum við átakið. Námsleiðirnar voru lagaðar að þörfum markhópsins, ungu fólki undir 25 ára aldri, og hafa þær reynst vinsælar. Þeirra vinsælust var námsleiðin Færni í ferðaþjónustu. E R T Þ ú á A L d R I N U M 1 6 – 2 4 á R A o g H E F U R á U N N I Ð Þ é R R é T T T I L A T V I N N U L E Y S I S b ó T A ? Þetta var spurningin sem unga fólkið þurfti að svara. Meðal þeirra sem svöruðu henni játandi voru Helene van Doom og Sverrir Örn Einarsson. Þau voru meðal þeirra sem völdu að sækja námsleiðina Færni í ferðaþjónustu. Þeim var, eins og mörgum öðrum atvinnulausum, boðið á kynningarfund þar sem úrræðin voru kynnt. Sverrir segir ástæðu sína fyrir að velja einmitt þessa leið vera þá að ferðaþjónusta sé atvinnugrein í örum vexti um allan heim og það skapi tækifæri til starfa. Sverrir lauk stúdentsprófi fyrir rúmu ári síðan en hann er ekki búinn að ákveða hvað hann langar til að leggja fyrir sig í fram- tíðinni. Hann var í skemmtilegu starfi en eftir að kreppan skall á var honum sagt upp í kjölfar hagræðingar. Hann vildi nota tækifærið til þess að afla sér nýrrar færni og þáði því boðið um að vera með í Færni í ferðaþjónustu með þökkum. – Ég hef áhuga á að ferðast og kynnast framandi menn- ingu. Á ferðum mínum hefur mér orðið ljóst hve mikilvægt það er að samræmi sé í þjónustunni. – Mér finnst afskaplega gefandi að vinna með fólki og fyrir fólk, segir Helene. Hún er líka í leit að atvinnu. Auk þess að taka þátt í námsleiðinni Færni í ferðaþjónustu er hún í fjarnámi til þess að ljúka stúdentsprófi. Hún upplýsir að atvinnuleitendum sé heimilt að taka allt að 9 einingum á önn í framhaldsskóla án þess að bæturnar skerðist. Þeir verða sjálfir að greiða fyrir kennsluna en geta sótt um að fá endur- greitt frá starfsmenntasjóði. – Það er skemmtilegt að taka þátt námskeiðinu, kennsl- unni er öðruvísi hagað en maður á að venjast í skólakerfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.