Gátt - 2010, Blaðsíða 110

Gátt - 2010, Blaðsíða 110
110 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 Samningur um verkefni í íslensku fyrir erlenda starfs­ menn Verkefnum samkvæmt samningi sem gerður var við mennta- málaráðuneytið um námsefni, námsskrár og þjálfun kenn- ara í íslensku fyrir útlendinga í september 2008 er nú senn lokið. Á árinu hefur verið unnið að námsefni í íslensku fyrir útlendinga og það útbúið til notkunar á vef. Birting á vef er í bígerð á næstu mánuðum. Eftir er að halda námskeið fyrir kennara vegna framhaldsnámsskrár. Öðrum verkþáttum er lokið eða að hætt hefur verið við þá vegna samdráttar í ríkis- fjármálum. 2.5 Söfnun og miðlun upplýsinga Ársrit Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins er gefið út einu sinni á ári í tengslum við ársfund félagsins. Ársritið Gátt er liður í kynningu á málefnum þeim sem Fræðslu miðstöð atvinnulífs- ins hefur verið falið að vinna að. Gátt 2009 fjallar um fullorð- insfræðslu í ljósi erfiðrar stöðu á vinnumarkaði. Ritið var sent mjög víða, m.a. til framhaldsskóla, símenntunarmiðstöðva og bókasafna. Það er notað til kennslu í fjórum háskólum, HÍ, HA, LHÍ og KHÍ. Einnig má finna Gátt á vef Fræðslumið- stöðvarinnar, www.frae.is. Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var haldinn 26. nóvember á Nordica Hilton hóteli undir yfirskriftinni „Úrræði til árangurs“. Að þessu sinni var fundurinn haldinn í samstarfi við Landsskrifstofu menntaáætlunar ESB og var ráðstefna á vegum Landsskrifstofunnar haldin 27. nóvember undir sömu yfirskrift. Fundinn sátu um 150 manns. Dagskrá fundarins og myndskeið með erindum eru aðgengileg á vef FA, www.frae.is. Þar má einnig finna allt það efni sem gefið hefur verið út af FA, bæði námsskrár, ársritið Gátt, bæklinga o.fl. 3 ) Ö N N U R V E R K E F N I F A 3.1 NVL, Norrænt tengslanet um nám full- orðinna NVL er starfrækt á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Samningur um að hýsa verkefnið hjá Fræðslumiðstöð atvinnu- lífsins með Sigrúnu Kristínu Magnúsdóttur sem tengilið fyrir Íslands hönd til ársloka 2012 gekk í gildi 1. júlí 2009. Ísland hefur haft forgöngu um nokkur verkefni NVL. Meðal þeirra vinnu er norrænt net um notkun upplýsinga- tækni, Distans og verkefni um færniþróun, hvernig hægt er að mæta breytingum á vinnumarkaði með menntun. Þá hafa tveir íslenskir bakhópar starfað á tímabilinu, annar bakhópur fyrir NVL á Íslandi og hinn um raunfærnimat. Distans-hópurinn hélt í aðdraganda stórrar ráðstefnu, sem NVL stóð fyrir í Kaupmannahöfn dagana 2. og 3. júní 2010 um hvatningu, röð 4 vefmálstofa um hvernig hægt er að beita tækni til þess að hvetja fullorðna til náms. Náms- stefnurnar voru eingöngu með þátttöku á vefnum, til þess notaði hópurinn hugbúnað til fjarfundahalds, Connect Pro, sem hann er áskrifandi að. Alls tóku nær 170 manns þátt í málstofunum við góðan róm, flestir þátttakendur voru sem fyrr frá háskólum og opin berum stofnunum. Hvað varðar færniþróunarverkefnið, þá er ætlunin að finna dæmi um fyrirmyndarverkefni í öllum norrænu lönd- unum um hvernig menntun hefur verið beitt til þess að takast á við breytingar á vinnumarkaði. Síðan á að greina hvað þau eiga sameiginlegt og hvað einkennir góð verkefni og jafn- framt hvað ber að varast við skipulag slíkra úrræða. Á Íslandi voru 8 fyrirmyndardæmi valin í samstarfi við Samstarfshóp FA um menntunarúrræði. Fyrirmyndardæmin voru kynnt og rædd á námsstefnu þann 18. maí sem haldin var á Hilton Nordica. Á norrænum vettvangi hefur tveimur hópum verið komið á laggirnar, annar er með fjórum norrænum fræði- mönnum en hinn með fulltrúum færniþróunarhópa þjóðanna fimm. NVL á Íslandi hefur á árinu 2010 haldið tvær ráðstefnur. Þá fyrri í Keflavík um náms- og starfsráðgjöf og raunfærni- mat sem á sjötta tug sóttu. Sú síðari var haldin í samstarfi við sérfræðingahóp NVL um raunfærnimat í Reykjavík í byrjun september 2010. Á ráðstefnunni voru 15 áskoranir sem blasa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.