Gátt - 2010, Blaðsíða 30

Gátt - 2010, Blaðsíða 30
30 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á ástæður sem lægju að baki því að þátttakendur í rann- sókninni hurfu frá námi eða hófu ekki nám í framhaldsskóla og hvaða þættir hefðu haft áhrif á að þeir fóru í raunfærnimat í iðngrein og hvort hindranir hafa orðið í vegi þeirra er þeir hófu nám að nýju. Einnig að skoða þátt náms- og starfsráðgjafa í raunfærnimatinu og hvaða áhrif ráðgjöf og stuðningur, sem veittur var í ferlinu, hafði á þátttakendur. Tekin voru sjö hálfopin viðtöl við karlmenn á aldrinum 27–47 ára sem fóru í raunfærnimat í iðngrein og eru nú í námi eða hafa lokið sveinsprófi í húsasmíði eða málaraiðn. Þá var rætt við tvo náms- og starfsráðgjafa sem eru ráðgjafar í raunfærnimats- ferlinu. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að námsörðugleikar, persónulegir erfiðleikar og skortur á stuðningi voru helstu ástæður þess að þátttakendurnir flosnuðu upp úr skóla og áttu í erfiðleikum með að hefja nám að nýju. Helstu hindranir á vegi þeirra við að hefja nám á nýjan leik voru öðru fremur lítil trú á eigin getu og ótti við að mistakast enn og aftur í námi. Löngunin til að klára námið og fá starfsréttindi voru helstu ástæður þess að þeir fóru í raunfærnimat. Mikilvægi stuðnings náms- og starfsráðgjafa í raunfærnimatsferlinu virðist skipta sköpum fyrir þennan hóp sem og hópstuðningur jafningja og hefur úrslitaáhrif á að þeir hefja nám eftir langt hlé. Einnig kom í ljós að þátttaka í raunfærnimati gefur ein- staklingum með litla formlega menntun aukna möguleika á að hefja nám á nýjan leik og skiptir þátttakan miklu máli fyrir sjálfsmynd þeirra. Þá kom fram að samvinna fræðslustofn- ana og framhaldsskóla verði að vera meiri til að tryggja eftir- fylgni og áframhaldandi stuðning náms- og starfsráðgjafa er í framhaldsskóla er komið. A Ð S T Í g A S K R E F I Ð – Í N á M á N ý j A N L E I K A Ð L o K N U R A U N F Æ R N I M A T I Rannsókn á upplifun einstaklinga sem fóru í raunfærnimat eftir brotthvarf úr námi í fram­ haldsskóla og hófu nám á nýjan leik. Rannsóknin var unnin í meistaranámi í náms­ og starfs­ ráðgjöf við Háskóla Íslands 2008–2010 og verða hér viðraðar helstu niðurstöður. AUÐUR SIgURÐARdóTTIR Þ Ö R F F Y R I R A U K I Ð A Ð g E N g I A Ð M E N N T U N Hinar miklu breytingar, sem orðið hafa í atvinnulífinu vegna tækniframfara, hafa orðið til þess að margir fullorðnir, sem hurfu frá námi eða hófu ekki nám í framhaldsskóla að loknum grunnskóla, bæta við sig námskeiðum eða námi eftir óform- legum og formlegum leiðum og sækja í enn meira mæli að afla sér menntunar á einhverju sviði til að svara kalli atvinnu- lífsins. Staðreyndin er sú að á Íslandi eru um 37% vinnuafls á aldrinum 25–64 ára einungis með grunnmenntun og brott- hvarf úr framhaldsskóla mælist um 40% sem er í samræmi við ástandið á vinnumarkaðnum og vekur það ugg á meðal ráðamanna (Kristjana Stella Blöndal og Jón Torfi Jónas- son, 2002; OECD, 2004, 2007). Þörfin fyrir aukið aðgengi að menntun er til staðar og hafa ráðamenn beint sjónum sínum að þessum hópi með markvissum hætti. Yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar er að árið 2020 verði hlutfall þeirra sem eingöngu eru með grunnmenntun úti á vinnumarkaðnum um 10%, það er án viðurkenndrar starfs- eða framhalds- skólamenntunar (Forsætisráðuneytið, 2008). Liður í því er að bjóða fjölbreyttar leiðir til að auka aðgengi þeirra að námi sem minnstu menntun hafa og er mat á raunfærni ein leið af þeim (Forsætisráðuneytið, 2008; OECD, 2007). Mikil vinna hefur verið lögð í það hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og menntamála-ráðuneytinu að fylgja þeim straumum sem eiga sér stað í nágrannalöndunum. Mat á raunfærni er stór liður í því átaki. Raunfærnimati er ætlað að koma til móts við þann hóp einstaklinga sem hvarf frá námi í framhaldsskóla en hefur öðlast færni í gegnum óform- legt nám á vinnustað eða á öðrum vettvangi. Allt nám skal metið að verðleikum óháð því með hvaða hætti það hefur farið fram en raunfærnimat er í flestum tilfellum framkvæmt til styttingar á námi og hefur matið auðveldað aðkomu þessa hóps að framhaldsskólanum á nýjan leik (Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, 2007; Menntamálaráðuneytið, 2006). Auður Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.