Gátt - 2010, Blaðsíða 22

Gátt - 2010, Blaðsíða 22
22 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 fara einhver markmið af stað. Og svo er það þetta að fólk gerir ekki það sem það ætti að vera að gera. Svo hringdum við í ágúst/september, hringdum í stóran hóp af fólki sem við töluðum kannski við fyrir hálfu ári síðan, þá bara tók það skrefið. Þá þekkti það okkur, hugsunin tekur smá tíma, það virkaði mjög vel. Þetta þarf langan tíma, þú stekkur oft ekki, þetta er svo mikið mál fyrir fólk, það er dauðhrætt við þetta. „ … T R A U S T , Þ A Ð E R N á T T - ú R U L E g A g R U N N A T R I Ð I Í R á Ð - g j Ö F … “ Ein af ástæðum þess að erfiðlega gengur að ná til hópsins er að nokkuð margir sem tilheyra honum líta ekki á nám sem tækifæri fyrir sig. Þeir líta á nám sem eitthvað fyrir einhverja aðra, ekki það sjálft og ástæðan getur til dæmis verið sú að þeir telja sig ekki geta lært. Brotin skólasaga og sértækir námsörðugleikar geta verið hluti af skýringu á þeirri mynd sem fólk hefur af sjálfu sér sem námsmanni. Það eru ansi margir sem … eiga mjög leiðinlegar minn- ingar úr skóla og eru bara mjög hræddir við að stíga þetta skref. Þetta er bara mjög stórt og mjög þungt skref og þess vegna er líka mjög mikilvægt að náms- og starfs- ráðgjöfin sé þarna fyrir, til að aðstoða og líka bara til að fá þá til að trúa að þeir geti þetta eins og allir aðrir. Breyttar aðstæður í lífi fólks geta leitt til þess að það snýr aftur og fer að hugleiða möguleika á að sækja fræðslu en það er ekki alltaf svo auðvelt. Það er ekki nóg með að þurfa að stíga skrefið og leita sér upplýsinga um hvaða möguleikar eru fyrir hendi, stíga skrefið og skrá sig í það fræðslutilboð sem í boði er heldur krefst það líka þess að endurskoða sína eigin ímynd, „… þetta er ein af þessum hindrunum … bara að sjá þig í nýju hlutverki.“ Starfsfólk símenntunarmiðstöðvanna þarf því að aðstoða fólk við að breyta þeirri mynd sem það hefur af sjálfu sér og samfara því að hjálpa því að efla eigið sjálfsmat og sjálfs- traust. Þannig getur það betur unnið bug á þessari hræðslu sem hefur gjarnan búið um sig hjá fólki og er meðal annars tilkomin vegna þess að „[fólk] bara upplifir sig ekki sem sterkt í þessum aðstæðum, felur sig bara í sinni vinnu, þetta eru bara ógnvænlegar aðstæður. Maður áttar sig kannski ekki á því sjálfur af því að maður er í öðrum farvegi sjálfur.“ Þetta vekur upp vangaveltur um það hverjir það eru sem skipuleggja og sinna fræðslu fyrir þá sem hafa stutta form- lega skólagöngu að baki. Gjarnan eru það einstaklingar sem hafa lengri skólagöngu að baki og góða upplifun af skóla- kerfinu. Sú ólíka reynsla sem þeir sem bjóða upp á fræðslu og þeir sem þiggja boð um fræðslu hafa í farteskinu felur augljóslega í sér að fræðsluaðilar verða á einhvern hátt að setja sig í spor markhópsins. Það kom skýrt fram að starf náms- og starfsráðgjafa hjá símenntunarmiðstöðvunum er afar mikilvægt og þeirra tengsl við markhópinn skapa grundvöll fyrir þátttöku margra. Sökum mikilla breytinga á vinnumarkaðnum hefur orðið mikil fjölgun þeirra sem leita ráðgjafar hjá náms- og starfsráðgjöfum símenntunarmið- stöðvanna. Hins vegar eru margir hverjir tortryggnir þegar þeir setjast niður hjá náms- og starfsráðgjafa til að fara yfir stöðu mála, margir þurfa í fyrsta skipti að horfast í augu við það að þurfa að setja traust sitt á aðra í leit að leiðum til að auka möguleika sína á vinnumarkaðnum. Maður sér að þeir eru ekki sáttir þegar þeir setjast en svo þegar maður byrjar að tala og nær þessu ákveðna trausti að þá kannski, …, ég er ekki óvinurinn, ég er ekkert að fara að skikka þá í neitt, … heldur er ég bara að finna út hvernig ég geti hjálpað þeim … Traust er þó ekki bara nauðsynlegt þegar um er að ræða atvinnuleitendur sem eru að vinna í að bæta stöðu sína á vinnumarkaði heldur líka þegar markmiðið er að sannfæra fólk um að það sé því í hag að auka menntun sína og að það sé ekkert að óttast á námskeiðum, … margir fullorðnir sem … luku bara skyldunámi út af einhverjum námserfiðleikum, einelti í skóla, slæmum tilfinningum, heimilisaðstæðum eða einhverju slíku og hérna það er kannski með mjög lágt sjálfstraust og þess vegna þarf svolítið að hafa fyrir því að vinna traustið og … sýna því fram á að það geti farið í nám, þótt þú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.