Gátt - 2010, Blaðsíða 112

Gátt - 2010, Blaðsíða 112
112 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 kynna starfsemi Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrif-• stofufólks koma af stað námskeiðum eftir þörfum og óskum• stuðla að og styðja við námsskrárgerð.• Helstu verkefni FVÞ á árinu hafa verið: Starfsgreinaráð skrifstofu­ og verslunargreina Í byrjun árs 2007 var gerður samningur milli FVÞ og Starfs- greinaráðs skrifstofu- og verslunar greina (SSV) um að FVÞ taki að sér að sinna reglulegri starfsemi SSV. Hafa þau verkefni að mestu lotið að nýrri aðalnámsskrá framhaldsskóla. Nýtt starfsgreinaráð var skipað í byrjun árs 2010 og er formaður þess Ólafía B. Rafnsdóttir, framkvæmdastjóri starfsmanna- og þjónustusviðs 365. Fyrsta verkefni nýs starfsgreinaráðs var að fara í stefnumótunarvinnu og leggja línurnar fyrir starfsemina. Eitt af síðustu verkefnum fráfarandi starfs- greinaráðs var að semja um gerð námsefnis fyrir starfsnám þjónustu í verslunar- og skrifstofugreinum. FVÞ hefur, ásamt Ingu Karlsdóttur, fagstjóra hjá Menntaskólanum í Kópavogi, stýrt þeirri vinnu. Fyrstu drög liggja fyrir og er stefnt að því að efnið verði tilbúð til kennslu fyrir lok árs 2010. Eins og undanfarin ár hefur FVÞ verið í góðu sambandi við framkvæmdaraðila Starfsnáms þjónustu í skrifstofu- og verslunargreinum og aðstoðað nemendur við að finna sér starfsnáms fyrirtæki, auk þess að vera einstaka fyrirtækum innan handar við framkvæmd þess. ReTAiL ReTAiL (Retal Management for Adults in Lifelong Learning) er verkefni með styrk frá menntaáætlun Evrópusambandsins. Verslunarskóli Íslands leiddi verkefnið en FVÞ var þátttakandi fyrir milligöngu FA. Auk Íslendinga tóku Finnar og Skotar þátt í verkefninu. Markmið verkefnisins var gerð rafræns náms- efnis til kennslu í verslunarstjórnun. Um yfirfærsluverkefni var að ræða sem byggðist á að nýta fyrirliggjandi hugmynda- og aðferðafræði til gerðar námsefnis sem nýtist öllum þátttöku- löndunum. Verkefninu lauk í byrjun árs 2010 með tilrauna- kennslu nokkurra áfanga og haustið 2010 eru nokkrir áfangar í boði hjá Verslunarskólanum. Þar á meðal er áfanginn Innkaup og sala sem verður boðinn áhugasömum án endurgjalds. Greining á hæfni starfsmanna í íslenskum þjónustu­ fyrirtækjum FVÞ, í samstarfi við Rannsóknarsetur verslunarinnar og Capa- cent, vann á árunum 2008–2009 að rannsókn á menntaþörf meðal stjórnenda í lægsta stjórnunarþrepi í þjónustufyrir- tækjum. Rannsóknin var unnin með styrk frá Starfsmenntar- áði og stýrt af Rannsóknarsetri verslunar innar. Í rannsókninni var leitast við að greina helstu færniþætti sem krafist er að lægsta stjórn endalagið hafi vald á og hvernig þeir sjálfir og næstu yfirmenn þeirra meti færni þeirra fyrr nefndu til að beita henni. Markmiðið var að kanna hvort stjórnendur í lægsta stjórnunar þrepi búi almennt yfir þeirri færni sem krafist er af þeim og ef svo er ekki að geta þá í fram haldinu þróað fræðsluefni sem uppfyllir þarfir þeirra. Niðurstöður lágu fyrir í byrjun árs 2010 og voru gefnar út í skýrslunni Greining á hæfni starfsmanna í íslenskum þjónustufyrirtækjum. Verslunarfagnám Verslunarfagnám var hvergi í boði veturinn 2009–2010 en þess í stað var unnið að undirbúningi raunfærnimats í bók- legum greinum námsins en áður hefur verið gerð tilraun með raunfærnimat í vinnustaðahluta þess með góðum árangri. Mímir–símenntun stýrir verk efninu en FVÞ hefur unnið náið sem ráðgjafi í undirbúningnum auk þess að vinna að gerð matslista sem byggjast á námskrá Verslunarfagnámsins. Aðrir samstarfaðilar eru Símey á Akureyri og Viska í Vest- mannaeyjum. Talsverð vinna liggur bak við gerð matslistanna þar sem um nokkuð langt og umfangsmikið nám er að ræða sem reynir bæði á faglega þekkingu og persónu lega færni einstaklingsins. Þá er hér í fyrsta sinn verið að gera færnivið- mið sem byggjast á námsskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnu- lífsins. Gert er ráð fyrir að raunfærnimatið hefjist haustið 2010 og verði í boði hjá Mími–símenntun í Reykjavík, Símey á Akureyri og hjá Visku í Vestmannaeyjum. Raunfærnimatið er ætlað jafnt fyrir núverandi sem fyrrverandi starfsmenn verslunarfyrirtækja. Fræðslustjóri að láni Haustið 2009 hóf Starfsmenntasjóður verslunar- og skrif- stofufólks að styrkja fyrirtæki til að fá til sín tímabundinn ráðgjafa til að meta þörfina fyrir fræðslu og þjálfun. Nefnist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.