Gátt - 2010, Blaðsíða 41

Gátt - 2010, Blaðsíða 41
41 Þ á T T T A K A Í F R Æ Ð S L U o g N á M I g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 Lögð var áhersla á að fá fyrirtæki, stofnanir og sveitar- félög í samstarf um átaksverkefni, starfsþjálfunarpláss eða reynsluráðningu. Þannig var hægt að veita ungu fólki hvatn- ingu og möguleika á hæfnisuppbyggingu og starfsreynslu en það auðveldar atvinnuleit þegar aðstæður batna á vinnu- markaði. Átak um sumarstörf er liður í þessu markmiði. Lögð er áhersla á virka atvinnuleit og fær unga fólkið stuðning og aðstoð m.a. við gerð ferilskrár og hvernig best er að koma sér á framfæri á vinnumarkaði. áherslur í ráðgjöf Í átakinu er lögð mikil áhersla á náms- og starfsráðgjöf þar sem atvinnuleitandi fær aðstoð við að kortleggja stöðuna og stuðning við að leggja í hana þá merkingu sem hefur gildi fyrir hann. Í boði er aðstoð við að greina áhugasvið, kort- leggja styrkleika og greina hindranir þannig að einstaklingur geti á grundvelli þessara upplýsinga sett sér markmið til skemmri og lengri tíma. Markmiðið er að ráðgjöfin stuðli að einstaklingsmiðaðri virkniáætlun. Til að mæta þörfum þeirra sem veikast standa er sálfræðiaðstoð í boði og ef þörf er á býðst atvinnuleitanda að taka þátt í atvinnutengdri endur- hæfingu. H V E R j U V I L d U M V I Ð N á ? Megináherslan var á virkni innan þriggja mánaða frá atvinnu- missi. Því markmiði hefur verið náð og nú er staðan sú að öllum ungmennum, sem missa vinnu, býðst ráðgjöf innan þriggja mánaða. Það er von okkar að þessi árangur ásamt þeim fjölbreyttu tilboðum um virkniúrræði, sem í boði eru, mildi áhrifin af efnahagskreppunni á ungt atvinnulaust fólk og stuðli að því að það geti betur fótað sig á vinnumarkaðnum þegar aðstæður batna. Að efla samstarf við ólíka aðila hefur gengið vel og leitt til áhugaverðra þróunarverkefna sem spennandi verður að þróa enn frekar. Þann 1. september sl. höfðu 46% þeirra sem voru á atvinnuleysisskrá við upphaf átaksins afskráðst og af þeim höfðu 50% farið í starf. R A d d I R N o T E N d A Þ j ó N U S T U N N A R Félagsvísindastofnun H.Í. var falið að gera úttekt á verk- efninu og hófst sú vinna í febrúar. Einn liður var að kanna viðhorf og væntingar ungmennanna sjálfra til átaksins og á vormánuðum framkvæmdi Félagsvísindastofnun könnun í þeim tilgangi. Öll ungmenni, sem voru á atvinnuleysisskrá í febrúar og mars, fengu senda rafræna könnun eða 3.958. Alls fengust svör frá 2.772 og er brúttósvörun um 70% – nettó- svarhlutfall 76%. Niðurstaðan var sú að ungmennin reyndust almennt mjög ánægð með átakið. Tæplega 80% töldu sig hafa fengið góða kynningu og aðstoð við val á úrræðum. Meirihlutinn var ánægður með úrræðin sem þeim bauðst. Meirihlutinn vænti þess að þátttaka í átakinu og úrræðum ætti eftir að auka færni, auka möguleika á vinnumarkaði, efla færni í mannlegum samskiptum og bæta andlega líðan. Niðurstaðan sýndi sömuleiðis að þeir sem höfðu lokið úrræði voru mun virkari í atvinnuleitinni en þeir sem voru skemmra á veg komnir í átakinu. 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 Höf uð bo rg ar sv æ ðið Su ðu rn es Ve stu rla nd Ve stf irð ir Nor ðu rla nd ve str a Nor ðu rla nd ey str a Aus tu rla nd Su ðu rla nd 1.949 1.500 Janúar September 491 309 127 54 29 24 32 26 319 171 73 46 180 145 Mynd 7. Fjöldi ungra atvinnuleitenda eftir landsvæðum í janúar og september 2010 (Vinnumálastofnun, 2010)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.