Gátt - 2010, Blaðsíða 26

Gátt - 2010, Blaðsíða 26
26 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 H V A T A R Fræðimenn hafa beitt ýmsum aðferðum til þess að skilgreina og flokka námshvata fullorðinna. En þó flokkunaraðferðirnar virðist mismunandi eiga þær margt sameiginlegt og byggjast flestar á svipuðum þáttum, það er ólíkt orðalag fremur en eðlismunur sem greinir þar á milli (Jarvis, 1995; Ahl, 2006). Malcolm Knowles, einn þekktasti forvígismaður fullorðins- fræðslunnar, hélt því fram að fullorðnir nemendur lærðu af þörf og flokkunaraðferð hans er afar einföld en hann skipti námshvata fullorðinna í ytri og innri hvata. Taldi hann að innri hvatar hefðu mun meiri áhrif á nám fullorðinna en hinir ytri (Knowles, 1998). Ytri námshvatar eru allir þeir utanað- komandi þættir sem geta hvatt einstaklinga til þess að fara í nám. Til þessa flokks teljast meðal annars atriði sem tengj- ast afkomu og starfsöryggi svo sem aukin atvinnutækifæri, möguleiki á stöðuhækkun eða hærri launum eða aukin færni í notkun tæknibúnaðar svo fátt eitt sé nefnt. Þessu til við- bótar mætti flokka þrýsting frá fjölskyldu, vinum og samfé- lagi til ytri námshvata. Innri námshvatar eru allir þeir þættir sem snúa að innri þörf einstaklinga og hvetja þá til náms á þeim forsendum. Það er erfiðara að henda reiður á þessum námshvötum en til þessa flokks teljast atriði á borð við aukið sjálfsöryggi, starfsánægja, mannleg samskipti, lífsfylling og svo mætti lengi telja (Knowles, 1998; Rogers, 2001). Þó svo að kenningar um námshvata hafi notið mikillar hylli um áratugaskeið þá fer því fjarri að þær séu óum- deildar. Helene Ahl (2006) hefur til að mynda fært rök fyrir því að hvatakenningar séu ein birtingarmynd stjórnunar og valdníðslu. Ráðandi öfl í samfélaginu reyni að kúga fólk til þátttöku í fræðslu með því að skilgreina þá sem ekki taka þátt sem „vandamál“. Ekki er litið á fjarveru frá fræðslu sem upplýsta ákvörðun og val einstaklings heldur er fjarveran talin stafa af skorti á námshvata eða hvatavandamálum. Í stað þess að leysa vanda þá búi hvatakenningar þannig til vandamál. Ahl heldur því fram að hvatavandamál stafi fyrst og fremst af því að verið sé að reyna að fá einstaklinga til að gera eitthvað sem gengur í berhögg við vilja þeirra. Sam- bærileg viðhorf koma fram meðal viðmælenda minna sem kvarta sumir hverjir undan því að það sé gengið að því sem gefnu að allir eigi að fara í nám. „… það er alltaf verið að ýta á mig, það er alltaf verið að pota alls staðar að, af hverju ertu ekki búin að læra, af hverju ferðu ekki í skóla… bara, ótrúlegasta fólk, bara alls staðar í kring bara…“ segir einn viðmælenda minna sem fannst ekki nægilegt tillit tekið til þeirrar ákvörðunar sinnar að taka ekki þátt í fræðslu. Önnur kona lýsti upplifun sinni af samfélagslegum þrýstingi með eftirfarandi hætti: „… ég held… að maður verði einhvern tímann að klára… finnst einhvern veginn vera ætlast til [framhaldsmenntunar], sem mér finnst kannski ekkert endi- lega í lagi, það verða einhverjir að, að vera í öðrum stöðum en á skrifstofunum sko.“ H I N d R A N I R Hindranakenningin hefur notið mikilla vinsælda um árabil en hún gengur út frá þeirri forsendu að allir vilji í raun taka þátt í fræðslu og fjarvera frá fræðslu stafi af því að eitthvað standi í vegi fyrir þátttöku þeirra. Ýmsar leiðir hafa verið farnar til þess að greina og flokka hindranir en einna þekkt- ust er flokkun Kathryn Patricia Cross sem skipti hindrunum í þrjá meginflokka: aðstæðubundnar, stofnanabundnar og viðhorfsbundnar hindranir. Undir aðstæðubundnar hindranir falla t.d. tímaskortur, kostnaður og fjölskylduskuldbindingar. Stofnanabundnar hindranir varða skipulag og framkvæmd fræðslu sem draga með einhverju móti úr eða koma í veg fyrir þátttöku fólks. Viðhorfsbundnar hindranir snúa að innri hömlum á borð við lágt sjálfsmat sem gera fólki erfitt um vik að taka þátt (Cross, 1981). Rannsóknir hafa sýnt að konur virðast helst glíma við aðstæðubundnar hindranir og vega fjölskylduskuldbindingar þar einna þyngst (Merriam, Caff- arella og Baumgartner, 2007; McGivney, 1993). Má greina merki þess í viðtalsrannsókn minni þar sem viðmælendum mínum var tíðrætt um þær annir og skuldbindingar sem fylgja foreldrahlutverkinu. Ein kona lýsti því hvernig hún hætti í námi í kjölfar barneigna vegna samviskubits þar sem henni fannst námið „… stela tíma frá þeim, sem ég gæti kannski verið með þeim, mér finnst það svo mikilvægt, þessi tími kemur ekkert aftur.“ Þó að almennt sé viðurkennt að hindranir hafi veruleg áhrif á þátttöku fólks í fræðslu þá hefur hindranakenningin verið gagnrýnd í auknum mæli hin síðari ár, ekki hvað síst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.