Gátt - 2010, Blaðsíða 10

Gátt - 2010, Blaðsíða 10
10 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 þar sem ég var ein með strákana mína litla […] var ekki bundin af neinu, […] þeir voru báðir á leikskólaaldri, þannig að þá var ég að hugsa um að fara […] að læra,“ sagði 40 ára verslunarstarfsmaður. „Þegar þú gerir tilraun til að fara aftur af stað þá, koma börnin, þá er bara sjálfhætt,“ er upp- lifun 29 ára bankastarfsmanns. Svo getur verið lítið og mikið af tímanum. Við sjáum nokkrar hliðar á „tímaleysi“, sumir vinna mikið og geta því ekki bætt við sig námi að vinnu lokinni, aðrir hafa svo mikið að gera í vinnunni að þeir geta ekki sótt námskeið á vinnutíma. Sumir svara að það sé „ekki hægt í bili“ að fara í nám, eða að þeim finnst námskeiðin of löng, vilji ekki binda sig lengi. Vandinn við útskýringar á þessum nótum er reynsla margra af því að fólk getur oft og iðulega skapað tíma til þess sem því finnst skipta máli. Tími og tímaleysi getur þannig verið mjög persónuleg tjáning á miklu álagi eða streitu en líka afsökun sem er auðvelt að grípa til (Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir, 1999; Merriam o.fl., 2007). Í viðtölum okkar bar tímaleysi oft og iðulega á góma, „ég sé ekki fram á að geta haft nokkurn tíma fyrir nám“ sagði 37 ára skrifstofustarfsmaður og 40 ára verslunarstarfsmaður sagði: „Það hefur verið brjálað að gera í vinnunni og aldrei minna en 10 tíma vinnudagar og yfirleitt allar helgar.“ á L A g Í nokkrum rannsóknum kemur fram að ótti um að ráða ekki við álagið haldi sumum frá skipulagðri fræðslu. Slík svör koma gjarnan frá fólki sem vinnur mikið og/eða ber hitann og þungann af rekstri stórs heimilis (sbr. til dæmis Bolder, Hendrich, Nowak og Reimar, 1994; Perez, 2009; Renaud, Lakhdari og Morin, 2004). Svipuð viðhorf má finna meðal viðmælenda í rannsóknum okkar, 29 ára bankastarfsmaður lýsir aðstæðum sínum á eftirfarandi hátt: „… ég verð ólétt og eignast börn […] og er í mikilli vinnu eða er að vinna í banka og annað sem tefur og ég einhvern veginn, einhvern veginn fékk mig bara ekki til að halda áfram, þú veist mér fannst það bara vera of mikið álag“. K o S T N A Ð U R Sumir nefna háan kostnað sem ástæðu þess að þeir taki ekki þátt í fræðslu. Kostnaður getur til dæmis birst í formi nám- skeiðsgjalda, ferða- og efniskostnaðar og vinnutaps. Margir vega og meta þennan kostnað á móti því sem þeir sjá að komi í staðinn. Fyrir suma er hagstæðara að vera á lægri launum og fara ekki í skóla en að verða af launum í tiltekinn tíma og þurfa svo að vinna tapið upp með hærri tekjum að námi loknu. Kostnaðurinn getur vissulega líka birst í löngum fjarvistum frá fjölskyldu, vinum og áhugamálum. Það getur og hindrað manneskju í að taka þátt í fræðslu þurfi hún að leggja út fyrir námskeiði fyrst og fá síðar endurgreiðslu frá stéttarfélagi að því loknu, en slíkar reglur hafa líka sínar skýringar (Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir, 1999; McGivney, 1996; Ostiguy, Hopp og MacNeil, 1998). Í gögnum okkar kemur fram að kostnaðarliðurinn reynist ekki hvað síst einstæðum mæðrum erfið hindrun, „… ég sé ekki fram á að ég geti það, ekki í nánustu framtíð“ sagði ein þeirra, 34 ára verslunarstarfsmaður, hún greindi frá því að það héldi meðal annars aftur af henni að framhaldsskólanám væri ekki lánshæft. En jafnvel þótt um lánshæft nám sé að ræða þá dugar það ekki alltaf til þar sem fólk óttast að ná ekki tilskyldum námsárangri. Það er stór ákvörðun „… að vera ein með þrjú börn og ætla að fara í nám og ef ég fell þá fæ ég ekki námslánin“ sagði 40 ára verslunarstarfsmaður. S L Æ M R E Y N S L A A F S K ó L A Það er nokkuð algengt að fólk gefi upp, beint eða óbeint, að slæm reynsla af skóla liggi að baki fjarveru þeirra frá skipulagðri fræðslu. Slæma reynslan getur spannað allt frá einelti (Þóra Ásgeirsdóttir, 2009) til þess að hafa fundist skólinn gagnslaus og/eða leiðinlegur. Þá er mjög algengt að þeir sem ekki taka þátt í fræðslu hafi enga trú á því að nám geti bætt stöðu þeirra eða gagnist við þær aðstæður sem þeir búa við (Perez, 2009). Sumum líður af þessum ástæðum illa á námskeiðum, í skóla eða í skólalegu umhverfi og sneiða þess vegna hjá frekari þátttöku í fræðslu (Jón Torfi Jónasson, 2001). „Það eru náttúrulega erfiðar upplifanir úr skóla, mér finnst það standa upp úr svona ef ég hugsa aðeins til baka,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.