Gátt - 2010, Blaðsíða 94

Gátt - 2010, Blaðsíða 94
94 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 kerfinu og innleiðingu þess. Það varð því úr að allir starfs- menn símenntunarsviðsins urðu þátttakendur í sjálfsmatinu, auk þess sem skipaður var verkefnisstjóri. Hann var fenginn úr starfsmannahópnum en af rannsóknasviði Þekkingarnetsins. Starfsmenn tömdu sér snemma að tala um „vísa“ þegar verið var að ræða um atriðin sem tekin eru fyrir í sjálfsmatinu, til dæmis vísir 1.1.1. Vísunum var skipt á milli starfsmanna eftir ábyrgðarsviði. Verkefnisstjórinn setti upp tímaramma og verk- áætlun og sá til þess að skipulagið héldi. Þegar hver og einn hafði unnið að sínum vísum hitti hann aðra starfsmenn sem höfðu fengið sömu vísa til þess að ná sameiginlegri niðurstöðu um hvernig ætti að framkvæma og að hvaða gæðamarkmiði væri stefnt. Að því loknu var haldinn fundur með öllum starfs- mönnum þar sem farið var yfir EQM sjálfsmatið í heild. Símey hafði á þessum tímapunkti slegist í hópinn með Þekkingarneti Austurlands og Þekkingarneti Þingeyinga og ákveðið að fara í gegnum sjálfsmatið. Það var því ákveðið að þeir starfsmenn sem myndu hafa umsjón með gæðamálum á hverri miðstöð ásamt forstöðumönnum hittust á fundi til að samræma niðurstöður sjálfsmatsins á milli miðstöðvanna. Tilgangurinn var að útbúa gæðahandbók því á öllum mið- stöðvunum hafði starfsfólk komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að útbúa gæðahandbók til að starfa eftir og til að tryggja rétt gæði í starfi símenntunarmiðstöðvanna. Niðurstaða starfsmanna Þekkingarnets Þingeyinga varð jafn- framt sú að nauðsynlegt væri að gæðahandbókin og EQM- sjálfsmatið kölluðust á þannig að hver vísir í sjálfsmatinu vísaði til samsvarandi atriðis í gæðahandbókinni. Fundurinn reyndist mjög gagnlegur að mörgu leyti, til dæmis kom í ljós að mismunandi skilningur var á merkingu nokkurra vísa og var hægt að komast að sameiginlegum skilningi en einnig varð til grunnur að gæðahandbók sem allar símenntunarmiðstöðv- arnar geta notað við gerð eigin gæðahandbókar. Þegar þessum samræmingaraðgerðum var lokið var áfram unnið að gerð gæðahandbókar Þekkingarnets Þingey- inga og hún löguð að því sem einkennir starfsemina til dæmis hvað varðar starfssvæði og mannfjölda. Verkefnastjórinn fékk gæðahandbókina reglulega í hendur og las yfir og kom með ábendingar um hvar þyrfti að útskýra betur, hver gæðin ættu að vera eða hvar þyrfti að setja skýrar verklagsreglur. Um þessar mundir er verið að ljúka vinnu við gerð gæðahand- bókarinnar, með öllum fylgiskjölum sem skýra verklagsreglur í tengslum við vísana, og hefur stjórn Þekkingarnetsins fengið hana til umfjöllunar. Í kjölfar þess að vinnu við bókina lýkur og að stjórn hefur fjallað um hana hefst innleiðing á gæða- kerfinu og gæðahandbókinni og er ætlunin að hún verði að fullu komin í gagnið í janúar næstkomandi. En vinnunni lýkur ekki þar með því vinna við gæðamál er vinna sem engan endi tekur. Sjálfsmatið verður framvegis gert árlega (í marsmánuði) og í framhaldi af því sett upp úrbótaáætlun og þannig mun þetta ganga ár eftir ár. Nú er fyrsta leikhluta um það bil að ljúka. Starfsmenn eru mjög ánægðir með vinnuna sem fram hefur farið í tengslum við EQM sjálfsmatið sem og gerð gæðahandbókarinnar. Eftir á að hyggja hefur það komið mest á óvart hversu mikil vinna í gæðamálum hafði verið innt af hendi án þess að vera form- gerð með einhverjum hætti. Þá kom einnig á óvart hve sam- mála starfsmenn allra miðstöðvanna voru um að hvaða gæða- markmiðum skyldi stefnt. Sú ákvörðun að fara í sjálfsmat tengt gæðamálum kom í rökréttu framhaldi af þeirri vinnu sem hafði verið unnin á símenntunarsviði Þekkingarnetsins. Það var því í raun kærkomið að fá heildstætt kerfi til að vinna eftir, þó enn vanti örlítið upp á að það gagnist starfseminni í heild. U M H Ö F U N d I N N Helena Eydís Ingólfsdóttir starfar sem sviðsstjóri símennt- unarsviðs hjá Þekkingarneti Þingeyinga. Helena er með B.Ed. – próf í kennslufræðum frá Háskólanum á Akureyri og stundar um þessar mundir nám á meistarastigi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Áður en Helena hóf störf hjá Þekkingarnetinu starfaði hún sem grunnskólakennari við Síðuskóla á Akureyri. A b S T R A c T The paper deals with the implementation of the EQM quality management at the Húsavík Academic Centre (Þekkingarnet Þingeyinga). The quality activities at the centre is described and the reasons why the centre decided to cooperate with the Education and Training Service Centre (FA) and several con- tinuing education centres in designing a self-evaluating pro- gramme and implementing the EQM quality management.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.