Gátt - 2010, Blaðsíða 25

Gátt - 2010, Blaðsíða 25
25 Þ á T T T A K A Í F R Æ Ð S L U o g N á M I g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 S Í M E N N T U N A R S A M F é L A g Við lifum í menntasamfélagi þar sem stöðugt eru gerðar meiri kröfur til einstaklinga um menntun og áhersla lögð á það að fólk leiti leiða til að viðhalda og auka við þekkingu sína með endurmenntun. Hækkandi menntunarstig hefur jafnvel verið talið forsenda hagvaxtar og velsældar og skyldi því engan undra að stjórnvöld hafa beitt sér fyrir því að auka menntun þegna sinna undanfarin ár (Forsætisráðuneytið, 2008; Símenntun, 1998). Menntun og skólaganga skipa sífellt mikilvægari sess í lífshlaupi fjölmargra einstaklinga og þeim fjölgar stöðugt er setjast aftur á skólabekk á fullorðinsaldri (Edwards, 1997; Lucas, 2005; Sigrún Jóhannesdóttir, 2004). Þrátt fyrir aukna áherslu á símenntun hin síðari ár og vax- andi þátttöku í fræðslu, þá hafa rannsóknir sýnt að allnokkur hópur fólks hér á landi er enn sem komið er án framhalds- menntunar (Guðfinna Harðardóttir, 2008; Jón Torfi Jónasson og Andrea Gerður Dofradóttir, 2009). Þessi hópur hefur ekki nýtt sér þá fjölmörgu menntunarmöguleika sem bjóðast að loknu skyldunámi í sama mæli og fólk sem lokið hefur framhaldsnámi. Í stað þess að hækka almennt menntunar- stig þjóðarinnar virðist því sem aukin símenntun hafi í raun breikkað menntabilið milli langskólagenginna einstaklinga og hinna sem minni menntun hafa (Jón Torfi Jónasson og Andrea Gerður Dofradóttir, 2009). Þetta er nokkuð áhyggju- efni, ekki hvað síst fyrir þær sakir að þar sem slíkur ójöfn- uður þrífst skapast gjarnan ójöfnuður á fleiri sviðum (Friðrik Ásmundsson Brekkan, 1934; Jón Torfi Jónasson, 2004) og gengur það þvert á þær væntingar sem almenningur gerir til íslensks samfélags. Fræðsluaðilar og fræðimenn á sviði fullorðinsfræðslu hafa í auknum mæli velt því fyrir sér hvers H I N d R U N E I N S E R A N N A R S H V A T I Þegar fjallað er um þátttöku í eða fjarveru frá fræðslu ber mikið á kenningum um hvata og hindranir. Í þessari grein er aftur á móti leitast við að skoða hvata og hindranir frá nýju sjónarhorni og sérstaklega út frá afstöðu og viðhorfi kvenna til fjölskylduskuldbindinga. Greinin styðst að miklu leyti við hálfopin viðtöl við tíu konur á Stór­Reykjavíkursvæðinu á aldrinum 29 – 43 ára og hafði helmingur þeirra lokið grunnskólaprófi en hinar höfðu lokið framhaldsnámi eftir langt hlé. Konurnar áttu allar börn og voru fjórar þeirra einstæðar mæður. Viðtalsrannsóknin byggist á eigindlegri aðferðafræði og er hluti af meistaraverk­ efni höfundar til M.Ed.­gráðu í menntunarfræðum við Háskóla Íslands. SVAVA gUÐRúN SIgURÐARdóTTIR MENNTAVÍSINdASVIÐ HáSKóLA ÍSLANdS vegna sumir flosna upp úr námi eftir að skólaskyldu lýkur en aðrir leitast við að auka menntun sína ævina á enda. H V A T A R o g H I N d R A N I R Þátttaka í fræðslu hefur lengi verið vinsælt umfjöllunarefni fræðimanna á sviði fullorðinsfræðslu en viðhorf til þátttöku hafa tekið nokkrum stakkaskiptum undanfarna áratugi. Á árdögum fullorðinsfræðslu var þátttaka fullorðinna einstak- linga í fræðslu ekki eins almenn og síðar varð og af þeim sökum var ekki litið á það sem sjálfsagðan hlut að fólk tæki þátt heldur var það jafnvel undrunarefni. Fræðimenn veltu því fyrir sér hvers vegna fullorðið fólk færi í nám og hvað einkenndi þá einstaklinga sem veldu sér hlutskipti nemenda af fúsum og frjálsum vilja á fullorðinsaldri. Upp úr þessum vangaveltum spruttu fram hugmyndir um hvata sem búi að baki þátttöku í fræðslu. Þróunin hefur hins vegar verið ör og þátttaka aukist til muna síðustu áratugi. Það hefur leitt til þess að þátttaka í fræðslu er nú talin allt að því sjálfsögð en fjarvera frá fræðslu fremur undantekning frá reglunni (Merriam, Caffarella og Baumgartner, 2007). Ríkjandi við- horf bæði samfélags og stjórnvalda er að einstaklingum beri að leita leiða til að auka við menntun sína eins og kostur er og hefur jafnvel verið látið að því liggja að velferð sam- félagsins sé í húfi (Símenntun, 1998). Þessar breyttu áherslur hafa orðið til þess að fræðimenn velta því í auknum mæli fyrir sér hvers vegna fólk taki ekki þátt og hvað hindri þátt- töku í fræðslu. Svava Guðrún Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.