Gátt - 2010, Blaðsíða 104

Gátt - 2010, Blaðsíða 104
104 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 heitinu „Sterkari starfsmaður, Nám og þjálfun í ensku 1., 2. og 3. þrep“. Í heftinu er lýst 54 klukkustunda (81 kennslu- stunda) námslotum. Námsskrárnar fylgja viðmiðinu „Erlend mál útfærsla 2 – lærdómsviðmið“ sem er birt á vefnum nymenntastefna.is. Námsskrá fyrir nám í meðferð matvæla var skrifuð og frágengin með tilraunakennslu í huga. Námsleið til undirbúnings náms í frumgreinadeild er 600 kennslustunda nám. Stofn námsleiðarinnar er unninn úr námsskránum Grunnmenntaskóli og Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum. Kennslustundum í nokkrum námsþáttum er fækkað og kennslustundum til valgreina varið til að fjölga kennslustundum í íslensku, ensku og stærð- fræði. Breytingarnar eru innan þeirra marka sem sett eru um breytingar af þessu tagi á námsskrám FA. Breytingarnar voru unnar að frumkvæði Miðstöðvar símenntunar á Suður- nesjum sem hefur boðið nám samkvæmt þessu fyrirkomulagi til undirbúnings háskólabrú Keilis. Fleiri símenntunarmið- stöðvar hafa einnig gert það. Aukin eftirspurn leiðir til þess að nauðsynlegt reynist að fá metna sérstaka námsskrá fyrir nám samkvæmt þessu fyrirkomulagi. Í undirbúningi er sam- starf við fleiri frumgreinadeildir um undirbúningsnám. Tillaga var gerð að nýjum námsleiðum fyrir ungt fólk. Til- laga var gerð um námsferil sem hefst með náms- og starfsráð- gjöf á undan námsskrám FA. Eftir það verði kostur á ýmsum námsleiðum s.s. Sterkari starfsmaður, Grunnmenntaskóli, Færni í ferðaþjónustu I og II og Leikskólaliðar. Í framhaldi af námsleið eða samhliða henni verði starfsþjálfun. Ekki voru gefnar út nýjar námsskrár á árinu en 7 náms- skrár voru endurprentaðar: Færni í ferðaþjónustu 1 og 2, Trúnaðarmannanámskeið 1 og 2, Grunnmenntaskólinn, Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum og Öryggisverðir. Skjámyndir vegna útgefinna námsskráa á vef FA, www. frae.is, voru endurnýjaðar. Krækjur í prentvænar útgáfur námsskránna á vefnum voru endurbættar. Unnið var að því á árinu að greina þekkingarþörf og laga- umhverfi dyra- og öryggisvarða. Það verkefni er unnið fyrir Starfsgreinasamband Íslands og á árinu 2009 var að mestu lokið vinnu með rýnihópum og fundum með álitsgjöfum. Stýri- hópur er starfandi fyrir verkefnið með aðkomu hagsmunaaðila og gert er ráð fyrir að verkinu ljúki á haustmánuðum. Á árinu hófst einnig undirbúningur að mótun heildstæðs náms í ferðaþjónustu á vegum samstarfshóps Starfsgreina- sambands Íslands og Samtaka ferðaþjónustunnar en FA heldur utan um verkefnisstjórn þessa verkefnis. Rannsókn á tveimur námsleiðum Á árinu 2009 var unnin rannsókn á árangri tveggja námsleiða sem FA gefur út fyrir fólk með lestrar- og skriftarerfiðleika, Aftur í nám og Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun. Þátt- takendur í rannsókninni voru allir þeir sem sótt hafa þessi námskeið á starfstíma FA, alls 507 einstaklingar. Niðurstöður voru birtar í skýrslu sem er aðgengileg á vef FA. Einnig var gerð grein fyrir rannsókninni og niðurstöðum í Gátt og á árs- fundi FA í nóvember 2009. Verkefnið hlaut styrk frá Starfsmenntaráði og var unnið í samstarfi við Félag lesblindra, Mími–símenntun og Kvasi. Svörun var mjög góð eða yfir 70% og niðurstöður sýna að þátttakendur eru mjög ánægðir með bæði þessi námskeið og að þau hafa haft mikið að segja fyrir einstaklingana. Meðal þess sem fram kemur í rannsókninni er að 59% þeirra sem tóku Aftur í nám og 34% þeirra sem tóku Skref til sjálfshjálpar hafa farið í frekara nám eftir að þeir luku námsleiðunum og fleiri hyggja á nám á næstunni. Margir lýstu einnig áhuga á framhaldsnámskeiði eða 83%. Hjá FA er hafinn undir- búningur námsskrár sem hentað getur sem viðbótarnám á þessu sviði. Gæði náms Eitt af hlutverkum Fræðslumiðstöðvarinnar er að tryggja að gæði fræðslunnar séu sem allra best hjá framkvæmdaraðilum og gerir FA kröfu til samstarfsaðila sinna um að þeir fram- fylgi almennum samningsskilmálum um gæði í framkvæmd og kennslu. Í nýtilkomnum lögum um framhaldsfræðslu er innra gæðamat og tilvist gæðakerfa skilyrði fyrir viðurkenn- ingu fræðsluaðila til að annast framhaldsfræðslu. Auk þess boða lögin úttektir á framkvæmd fræðslunnar. Sem lið í að auka gæði og til að styðja fræðsluaðila við að uppfylla skilyrði laganna hefur FA á liðnu ári kynnt sjálfs- matskerfi og vottunarferli fyrir fræðsluaðila (EQM, European Quality Mark) sem hannað var í gegnum samstarfsverkefnið RECALL (stýrt af FA). EQM er ætlað til vottunar fræðsluaðila
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.