Gátt - 2013, Side 5

Gátt - 2013, Side 5
5 F A S T I R L I Ð I R G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 Þessi útgáfa af Gátt er sú tíunda í röðinni. Ritið ber þess merki og er sérlega veglegt og úrval greina fjölbreytt. Jafn- framt eru tíu ár liðin frá því að Fræðslumiðstöð atvinnulífs- ins (FA) hóf starfsemi. Gátt er ársrit FA og undirtitillinn er sá sami og áður: Ársrit um framhaldsfræðslu. Í ritinu í ár er alhliða umfjöllun um framhaldsfræðslu á Íslandi og í Evrópu og helst þema ársins, þróun framhaldsfræðslunnar, í hendur við þróun viðmiðaramma og menntunar í atvinnulífinu. Á tímamótum er við hæfi að staldra við og líta yfir farinn veg. Á áratugnum sem liðinn er síðan Gátt kom út í fyrsta skipti hefur orðið gagnger breyting á tækifærum til fræðslu fullorðins fólks með takmarkaða eða enga menntun úr fram- haldsskóla. Nýjar aðferðir, nýjar leiðir og ný hugtök hafa orðið til. Stiklum á stóru: BSRB, fjármálaráðuneytið og Sam- band íslenskra sveitarfélaga urðu aðilar að FA. Framhalds- fræðsla var gerð að fimmtu stoðinni í íslensku menntakerfi með nýjum lögum um framhaldsfræðslu sem sett voru 2010 og reglugerð 2011. Með lögunum og reglugerðinni er fjár- magn tryggt til framkvæmda þeirra þriggja meginleiða eða úrræða sem Fræðslumiðstöðin hefur þróað: námsleiða eftir vottuðum námsskrám, náms- og starfsráðgjafar og raun- færnimats. Í fyrstu Gátt endaði ávarp þáverandi menntamálaráð- herra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur með ósk um að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins tækist með vinnu sinni að rjúfa vegginn á milli formlega og óformlega skólakerfisins og stuðla að því að menntastofnanir líti með opnum hug til þeirra einstaklinga sem óska eftir að stunda nám í fram- haldsskólum landsins. Veggurinn er ekki fallinn en stór skörð komin í hann. Hann er orðinn yfirstíganlegur. Á árunum tíu hafa 39 námskrár orðið til og verið vott- aðar. Samstarfsaðilar hafa verið gæðavottaðir. Ferli við mat á raunfærni, það er mati á þeirri hæfni og þekkingu sem aflað hefur verið utan formlega skólakerfisins, hefur verið fest í sessi og skilyrðislaust viðurkennt að raunfærnimat geti komið í stað verklegra eða bóklegra greina í framhaldsskóla. Og síðast en ekki síst ber þess að geta að fjöldi einstaklinga sem sótt hafa náms- og starfsráðgjöf á tímabilinu myndi nægja til að fylla Eldborg, hjarta Hörpu nær 20 sinnum. Í ritinu í ár er þessari þróun gerð ríkuleg skil. Hér gefur að líta fræðilegar greinar, skilgreiningar, reynslu- sögur og lýsingar á ýmsum mögu- leikum sem í boði eru fyrir fullorðið fólk. Nálgun viðfangsefna er út frá sjónarhóli þeirra sem Fræðslu- miðstöð atvinnulífsins á að þjóna, einstaklinga, atvinnulífsins og sam- félagsins. Við lesturinn kemur í ljós leiðarstef eða rauður þráður, ofinn úr tveimur þáttum. Annar þátturinn er starfsfólk eða einstaklingar sem verða sífellt að afla sér nýrrar þekkingar og hinn er vinnu- staðir sem eru mikilvægur vettvangur færniþróunar. Af þessu leiðir að atvinnulíf og starfsfólk verða í sameiningu að axla veigamikinn hluta ábyrgðar á símenntun og starfsþróun. Í greinunum kemur ennfremur fram að með því að hlúa að einstaklingum og opna þeim tækifæri til þess að takast á við ný verkefni í vinnu og námi eflast þeir sem starfsmenn og fyrirtækin sömuleiðis. Um leið hagnast atvinnulífið, sam- keppnishæfnin styrkist og hægt verður að skjóta traustari stoðum undir velferð og hagsæld samfélagsins. Í ritinu eru fastir liðir að venju. Í þættinum Hvað áttu við? eru settar fram tillögur um skilgreiningar og þýðingar á íðorðum sem varða nám fullorðinna. Þá er einnig að finna umfjöllun um tölur úr framhaldsfræðslunni sem varpa ljósi á þróunina, fjölda einstaklinga, kennslustunda og viðtala. Að lokum eru greinar um starfsemi FA, NVL, og Þróunarsjóð framhaldsfræðslu. Þar er lýst verkefnum sem unnið hefur verið að og hafa það öll að leiðarljósi að auka færni fólks á vinnumarkaði og efla framhaldsfræðslu. Fyrir hönd ritstjórnarinnar vil ég þakka öllum sem hafa lagt hönd á plóginn fyrir ánægjulegt samstarf. Njótið lestursins! Sigrún Kristín Magnúsdóttir SIGRÚN KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR P I S T I L L R I T S T J Ó R A
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.