Gátt

Ataaseq assigiiaat ilaat

Gátt - 2013, Qupperneq 8

Gátt - 2013, Qupperneq 8
8 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 umræðu á Alþingi, bæði um fyrra frumvarpið og hið síðara, ríkti góð sátt og er þetta enn eitt dæmi um að iðulega er rík áhersla lögð á pólítíska samstöðu þegar kemur að undir- búningi og afgreiðslu laga um menntamál. Ein ástæða fyrir því að auðvelt var að ná góðri samstöðu var hugsanlega sú að lögin breyttu í sjálfu sér ekki miklu. Þau festu í sessi þróun sem verið hafði í gangi undanfarin 10–15 ár og fólu hvorki í sér aukið fjármagn né mikla kerfisbreytingu, nema hvað nýr rammi var settur um úthlutun fjár. Það fé var að mestu til komið í þríhliða viðræðum stjórnvalda og aðila vinnumark- aðarins í tengslum við kjarasamninga. Við það bættist fé sem hafði verið í Starfsmenntasjóði og átti sér skyldan uppruna. Að mínu mati hefur það einkennt mikið af lagasetningu um menntamál alla 20. öld, og nú fram á þá 21., að lög hafa verið sett til þess að staðfesta ákveðna þróun sem þegar var orðin. Með þessari staðhæfingu er á engan hátt gert lítið úr þessum lögum öllum; þvert á móti tel ég að í þeim felist meiri vigt en ætla mætti við fyrstu sýn. Það á til dæmis mjög vel við um lögin um framhaldsfræðslu. Fyrir því eru margvísleg rök sem hér verða rakin. Í fyrsta lagi eru þarna sett lög um fræðslu fullorðins fólks sem hefur í vissum skilningi orðið viðskila við skólakerfið. Þetta er afmarkaður hópur og um það hefur verið full sam- staða, í pólitíkinni, en ekki síður meðal fulltrúa samtaka atvinnulífsins, að miklu skipti að ná til hans. Með því að tengja lögin fjármagni og sérsniðnu fræðslukerfi stígur hið opinbera afar mikilvægt skref og axlar formlega og sýnilega ábyrgð á þessum hópi. Í öðru lagi er með lögunum einmitt verið að staðfesta kerfi utan við hið hefðbundna skólakerfi. Að vísu er í lög- unum vísað til starfsemi sem þegar var til, bæði símennt- unarmiðstöðvanna og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. En nú eru í lögum dregnar línur sem höfðu mótast í starfi undan- farinna ára en vantaði þetta formlega innsigli; með því varð ábyrgðin ótvíræð. Fræðsluaðilar og námsframboðið skyldi vottað og um það ferli gerður rammi. Að sumu leyti er þarna búið til nýtt skóla- eða fræðslukerfi utan þess sem fyrir var og spurning vaknar vitanlega um það hvernig þessi kerfi muni vinna saman. Í þriðja lagi er að nefna raunfærnimat sem var fyrst sett í lög um framhaldsskóla 2008 en fest í lög og síðan útfært ítarlega í reglugerð (nr. 1163/2011). Í þessum lögum er ljóst að framkvæmd þeirra fylgir fé. Útfærsla framhaldsskólalag- anna í Aðalnámskrá 2011 vísar í framhaldsfræðslulögin og reglur sem þeim fylgja um útfærslu. Formleg og fjárhagsleg staða matsins er því staðfest með tilkomu framhaldsfræðslu- laganna, en útfærslan nýtur þess formlega að eiga bakhjarl í báðum lögunum. Fyrirkomulag eða verklag sem ekki hafði skýran sess áður, þótt það hefði verið í þróun um hríð, fékk nú sterka stöðu í menntakerfinu. Það var afdráttarlaust viðurkennt, útfært og baktryggt með fjárveitingu að tiltekið ferli sem byggði á mati á hæfni fólks til tiltekinna verka gæti komið í stað bóklegra eða verklegra eininga í fram- haldsskólanámi. Ég veit ekki hversu skýrt það er í hugum skólafólks almennt hve sterkur lagalegur grunnur hefur verið tryggður undir raunfærnimatið með lögunum báðum, reglu- gerðinni og Aðalnámskránni, en niðurstöður raunfærnimats „skulu vera jafngildar á milli fræðsluaðila á framhaldsskóla- og framhaldsfræðslustigi“ eins og segir í reglugerðinni. Í fjórða lagi er áhugavert að ráðgjöf hlýtur háan sess í lagaumgjörðinni. Hún er einkum tengd raunfærnimatinu en einnig möguleikanum á því að komast í nám. Í lögunum er framhaldsfræðsla skilgreind sem „[H]vers konar nám, úrræði og ráðgjöf“ þannig að fræðsluhugtakið hefur þar víða skír- skotun, sem er mjög mikilvæg fyrir þann hóp sem lögunum er ætlað að styrkja sérstaklega. En þessi mikla áhersla sem lögð er á ráðgjöf og hvernig hún er ofin inn í skilgreiningu á fræðslu er mikilvægur vegvísir fyrir allt fræðslustarf; vita- skuld innan hins almenna skólakerfis, en í mínum huga ekki síður utan þess, til dæmis í tengslum við alla starfsþróun í atvinnulífinu. H V E R S V E G N A F R Æ Ð S L A F U L L - O R Ð I N N A ? Nú mætti spyrja hvers vegna svo rík áhersla sé lögð á menntun fullorðinna? Er ekki aðalatriðið að fólk mennti sig meðan það slítur barnsskónum og eitthvað fram eftir unglingsárunum; það geri flestir; setjist á skólabekk til dæmis fram að 19 ára aldri og sumir láti það síðan gott heita? Þær áhyggjur sem margir hafa af brottfalli benda til þess að svona vildi fólk helst hafa þetta. Þeir hinir sömu viðurkenna hins vegar stað- reyndir málsins: margir fara á mis við þá menntun sem fram- haldsskólinn býður og það er talið mikilvægt að bæta þeim það upp. Það er ekkert sem formlega hindrar að fólk geti sótt inn í skólakerfið aftur þótt aldurinn færist yfir, en það er samt í raun hægara sagt en gert. Þröskuldar á þeirri leið eru oft mun hærri en marga grunar. Rökin fyrir þessari miklu áherslu á að gefa þeim sem farið hafa á mis við skólagöngu í framhaldsskóla kost á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.