Gátt - 2013, Side 11

Gátt - 2013, Side 11
11 Þ R Ó U N F R A M H A L D S F R Æ Ð S L U N N A R G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 nú 14 talsins og með þeim reis það kerfi sem nú er við lýði. Ennþá vantaði samt þrennt. Eyrnamerkt fjármagn vantaði til þess að sinna þessu afdráttarlaust því aldrei var ljóst að hvaða marki ríkisvaldið taldi sér skylt að greiða fyrir nám markhóps (einstaklingar með stutta formlega menntun) né að hvaða marki mið- stöðvarnar skyldu sinna honum frekar en ýmsum öðrum. Einnig vantaði samhæfðar hugmyndir um hvernig honum skyldi sinnt; skyldi það gert með því að búa til sérstaka skóla, einstök námskeið, ráðgjöf eða með raunfærnimati? Til þess vantaði einnig einhvern vísi að kerfi þar sem mörkuð væri stefna, stilltir saman strengir og snúið sér markvisst að einmitt þessu verkefni. Vísar að þessu öllu voru í þeirri starfsemi sem hér hefur verið nefnd en það vantaði samt talsvert á að línurnar væru skýrar. Þrjú mikilvæg skref voru stigin til þess að ráða bót á því sem vantaði á fyrsta áratug þessarar aldar. Árið 2001 var gert samkomulag um stofnun Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem fékk það verkefni að sinna faglegri skipulagningu og samhæfingu. Í kjarasamn- ingum 2001 og síðan aftur 2005, 2006 og 2008 var lagður grunnur að fjármögnun verkefnisins og með lögum um fram- haldsfræðslu 2010 var kerfið síðan fest í sessi á þeim nótum sem unnið hafði verið eftir árin á undan; nú hafði ríkisvaldið axlað ábyrgð sína formlega og búið til kerfi um starfsemina, eða alltént sett um hana ramma. Höfuðeinkenni þessa verk- efnis, eins og það hefur þróast, er brúin sem byggð er á milli menntunar fólks sem hefur hana hvað minnsta og þess sem krafist er í hinu formlega skólakerfi þegar reynsla og nám fólks er metin þar inn. B R E Y T T E Ð A Ó B R E Y T T S T A Ð A ? Á undanförnum árum hafa orðið miklar breytingar í íslensku atvinnulífi sem lýsa má á ýmsa vegu, ekki síst með breyttri þátttöku á vinnumarkaði í kjölfar hruns bankakerfisins haustið 2008. Afleiðinga þess sér þó ekki stað fyrr en í tölum frá 2009. Atvinnuleysi vex og langsamlega stærsti hópur atvinnulausra hefur aðeins lokið grunnskólaprófi, enda er sá hópur stór. Hlutfallslega er staðan svipuð hjá þeim og háskólamenntuðu fólki en verst hlutfallslega hjá þeim sem hafa lokið prófi á framhaldsskólastigi. Þegar hinar grófu línur eru skoðaðar virðist umrót síðasta áratugar ekki hafa haft mikil áhrif á sókn fólks í menntun; hún er svipuð. Vandinn við að meta og skilja þróunina er vitanlega sá að ólík öfl og aðstæður togast á og ýmsar mótvægisaðgerðir hafa sennilega temprað miklar breytingar. Mynd 2 bendir til þess að bæði sókn í skóla og í endurmenntun eins og hún er skilgreind í vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar virðist lítið tengd kreppunni eða atvinnuástandinu, minna en ætla mætti miðað við sveiflur í efnahags- og atvinnulífi. Á myndinni er sýnd skólaganga ólíkra hópa og þátttaka eldri hópsins í alls kyns endurmenntun. Menntunarstaða þjóðarinnar er vel þekkt en umfjöllun um hana kann stundum að vera misvísandi. Mynd 3 er kunnugleg og breytist lítið frá ári til árs. Þar kemur fram að um 20% aldurshópsins 35–39 ára hefur ekki lokið þeim prófum úr framhaldsskóla sem almennt er miðað við. Eftir að hópurinn nær fertugsaldri breytist þetta sennilega lítið. En myndin sýnir fleira. Þegar við beinum sjónum að stöðu karla sérstaklega virðist vandinn vera tvíþættur, annars vegar er hve lengi þeir eru að ná þessu marki og hins vegar hvernig lækka megi 20%-in sem virðist virka eins og gólf á þessari mynd, til dæmis fara niður í 10% sem sjötta viðmiðið í Sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar, Ísland 2020, gerir ráð fyrir. Vera má að það sé gagnlegt að líta á þetta sem tvö aðgreind viðfangsefni þótt þau séu vitanlega náskyld. Hvað konurnar varðar er staðan að einu leyti mjög ólík. Mun færri konur alls hafa lokið því námi frá framhaldsskóla sem miðað er við, en vandinn virðist vera þríþættur og því hugsanlega skynsamlegt að leita að minnsta kosti þriggja lausna eða líta á málið sem þrjú viðfangsefni. Í fyrsta lagi Mynd 2. Sókn í nám, bæði í skóla og endurmenntun. Lóðréttu línurnar sýna annars vegar örlítil skil sem virðast verða á árinu 2006 hjá eldri hópunum og síðan skilin á milli 2008 og 2009 en þar er ekki að sjá miklar breytingar. 0 10 20 30 40 50 60 70 80 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 H lu tf al l % a f al d u rs h ó p i Konur 16–24 ára í skóla Karlar 16–24 ára í skóla Konur 25–54 ára Fræðsla/endurmenntun (í skóla ekki með) Konur 25–54 ára í skóla Karlar 25–54 ára Fræðsla/endurmenntun (í skóla ekki með) Karlar 25–54 ára í skóla
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.