Gátt


Gátt - 2013, Blaðsíða 14

Gátt - 2013, Blaðsíða 14
14 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 sess í lögum um framhaldsskóla og framhaldsfræðslu og samastað, form og fé með þeim síðarnefndu. Hið opinbera hefur viðurkennt ábyrgð sína og um hana er mikilvæg póli- tísk sátt. Hin hlið málsins er meiri framtíðarmúsík, en hún er um mikilvægi þess að fullorðinsfræðsla sem símenntun og starfsþróun verði viðurkennd sem verkefni samfélagsins, hvernig sem á því verður haldið. Að mínu mati er hún ekki síður mikilvæg en grunnmenntunin þótt í engu megi slaka á í því máli. Þetta er að mínu mati næsta veigamikla umræðu- efnið um þróun menntamála; umræða sem hefur fengið alltof litla athygli á undanförnum árum. Ég hef líka bent á að í þróun raunfærnimats og ráðgjafar í atvinnulífinu sé að finna vaxtarbrodda sem gætu vel nýst til þróunar í símenntun og starfsþróun til framtíðar. Þróun menntakerfis er hæg, eins og hér hefur verið bent á, en það tekur samt skref fram á við. Ég tel að þróunin eigi að verða hraðari. Staða þess hóps batnar sem mestri athygli hefur hér verið beint að, það mætti líka gerast hraðar. En hér hafa mikilvægar breytingar verið gerðar að umræðuefni. Innan framhaldsskólanna er líka að finna afar athyglisverða vaxtarbrodda sem hafa alls ekki verið nægilega sýnilegir í umræðu um skólastarf. Ég tel að í samræmi við umræðu um sjálfstæði framhaldsskólanna ættu þeir að hafa talsvert meira svigrúm en þeir hafa nú, meðal annars til þess að þróa ólíkar hugmyndir, sem nú þegar eru komnir vísar að. Ekki síst sem varða fullorðinsfræðslu af ýmsu tagi, svo sem um sjálfstæðar öldungadeildir sem starfa á öðrum forsendum en fyrr. Þar til nýlega hef ég haft efasemdir um að stofna eigi sérstaka skóla fyrir fullorðið fólk en þær hef ég ekki lengur. Það er skynsamlegt að starfrækja fleiri en eitt kerfi í full- orðinsfræðslu. Öll kerfi hafa sína kosti og galla og geta bætt hvert annað upp. En best er ef þau geta samt sem áður unnið saman. Það gildir raunar um alla opinbera eða almenna starfsemi sem beinist að sama marki. Hér hefur stuðningur úr sjóðum stéttarfélaga við fræðslustarf ekki verið gerður að umræðuefni. Heldur ekki mikilvægt starf Vinnumála- stofnunar eða brúarsmíði sú sem unnið er að hjá Keili, Bifröst og víðar. Akrarnir eru fleiri og stærri en marga grunar og mikil- vægt að rækta þá alla til þess að styrkja stöðu sem flestra þjóðfélagsþegna og samfélagsins alls. Við erum á réttri leið. U M H Ö F U N D I N N Jón Torfi Jónasson er prófessor við Kennaradeild Mennta- vísindasviðs HÍ og situr í stjórn Fræðslusjóðs. Hann hefur tekið þátt í umræðu um þróun skóla- og menntamála undan- farin ár, m.a. um fullorðinsfræðslu. Í ritverkum sínum og fyrir- lestrum hefur hann upp á síðkastið einkum fjallað um starfs- menntun, brottfall úr námi, kennaramenntun, starfsþróun, vöxt menntunar – sér í lagi á háskólastigi. Á síðustu árum hefur hann helst beint athygli að framtíð menntunar, meðal annars þeim áskorunum sem skólakerfi og menntun ættu að takast á við á næstu áratugina. A B S T R A C T There has been a long standing problem of relatively high dropout rate from upper secondary schools in Iceland. Recently a law was passed where the government set a legal framework around a fairly extensive system of adult educa- tion financed by money that originated in a tripartite nego- tiations between labour unions, Confederation of Icelandic Employers and the government related to a series of labour agreements during the first decade of the 21st century. Thus a system of education that had been developing for over 20 years had got a legal and financial basis to address the edu- cational situation of those who had dropped out of school. There are several important aspects to this development. The notion of education is substantially broadened by includ- ing both formal evaluation of competence acquired on the job and also substantial counselling. This in turn opens up the avenue for formalising professional development in the labour market which is argued to be the next task in the development of an educational system.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.