Gátt

Ataaseq assigiiaat ilaat

Gátt - 2013, Qupperneq 15

Gátt - 2013, Qupperneq 15
15 Þ R Ó U N F R A M H A L D S F R Æ Ð S L U N N A R G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 EYRÚN VALSDÓTTIR H Æ F N I R A M M I N N – T Æ K I F Æ R I S E M V E R Ð U R A Ð N Ý T A V E L Á komandi árum munu ný störf í Evrópu krefjast aukinnar hæfni og þekkingar, sérstaklega í tækni- og heilbrigðis- geirunum og árið 2020 mun nær helmingur allra starfa krefjast mikillar hæfni og menntunar, sérstaklega í iðnaði. Á sama tíma er spáð áframhaldandi fækkun starfa sem aðeins krefjast grunnmenntunar. Greiningar Starfsmenntastofnunar Evrópu (CEDEFOP) sýna skýra þróun í flestum löndum Evrópu hvað þetta snertir. Bæði heildarfjöldi og hlutfallslegur fjöldi þeirra sem eru með formlega skilgreinda menntun eða hæfni eykst stöðugt og sérstaklega mun hlutfall þeirra starfa sem teljast á háu hæfnisstigi aukast.1 Því er mikilvægt að inn- leiðing hæfnirammans hér á landi verði í góðu samræmi við framtíðarspár á vinnumarkaði og auki um leið möguleika fólks á sveigjanleika milli starfa og starfssviða. Með innleiðingu hæfnirammans er mikilvægt að mögu- leikar launafólks til viðurkenndrar menntunar njóti viður- kenningar, þeir efldir og treystir til muna. Jafnframt verði hlutverk aðila vinnumarkaðarins staðfest og styrkt í þeim mikilvæga málaflokki sem framhaldsfræðslan er og þar með- talin grunn-, endur- og eftirmenntun á vinnumarkaði fyrir einstaklingana, atvinnulífið og samfélagið allt. Alþýðusamband Íslands hefur lagt mikla áherslu á mikil- vægi þess að fólk, sem komið er út á vinnumarkaðinn, hafi 1 CEDEFOP (2010). Skills supply and demand in Europe: Medium-term forecast up to 2020. Luxembourg: office for Official Publications of the European Communities. Fengið á http://www.cedefop.europa.eu/EN/ Files/3052_en.pdf tækifæri til að auka þekkingu sína og færni alla starfsævina. Annað tækifæri til náms fyrir fólk með litla formlega viðurkennda menntun er mikilvægt og þá skiptir ekki minna máli að það nám sé metið. Jafnframt er mikilvægt að viðurkenna þörf launafólks og fyrirtækja fyrir eftir- og endurmenntun og nýsköpun til að mæta breyttum kröfum atvinnulífsins og væntingum einstaklinganna. Í stefnumörkuninni Ísland 2020 hafa stjórnvöld sett sem markmið að hlutfall Íslendinga á aldrinum 25–64 ára, sem ekki hafa lokið formlegri framhaldsmenntun, lækki úr 30% í 10%. Skilvirkni og gangsæi í menntakerfinu þarf að aukast til að þeim markmiðum verði náð. Í S L E N S K I H Æ F N I R A M M I N N Í íslenska hæfnirammanum (NQF) eru hæfniþrepin sjö en átta í þeim evrópska (EQF). Með hæfnirammanum er gert ráð fyrir stíganda í námi, hann á að vera upplýsandi fyrir hagsmunaaðila og gefa vís- bendingu um hvaða hæfni nemendur skuli búa yfir og vera jafnframt hvatning til frekara náms. Á fyrsta og öðru þrepi eru námslok á styttri námsbrautum með vaxandi sérhæfingu, framhaldsskólapróf og skemmra starfsnám, á þriðja þrepi lengra nám og sérhæfðara svo sem nám til stúdentsprófs og sveinsprófs. Fjórða þrepið felur í sér nám sem ýmist fer fram í framhaldsskólum eða háskólum Eyrún Valsdóttir Þarfir og kröfur vinnumarkaða eru að breytast, samkeppni harðnar ríkja á milli um þekk- ingu, hæfni og nýsköpun í atvinnulífi og menntun. Á sama tíma gerir launafólk ríkari kröfur um tækifæri til menntunar og starfsframa. Þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir eru sífellt að verða stærri og mikilvægt að vinna markvisst að samfélagi velmegunar og vel- ferðar til framtíðar, samfélagi sem tryggir öllum góð lífskjör og störf við hæfi. Með samstarfi stefnumótunaraðila á Evrópuvísu í menntamálum á öllum stigum mennt- unar og menntastofnana hafa fræðsluaðilar hér á landi öðlast dýrmæta þekkingu og reynslu af þróun og framkvæmd menntunar. Það öfluga þróunarstarf, sem nú er unnið að innan Evr- ópusambandsins, með innleiðingu hæfniramma með það að markmiði að stuðla að gagn- kvæmri viðurkenningu á menntun milli landa og möguleikum einstaklinga til að sækja sér viðurkennda menntun erlendis, býður upp á mikla möguleika til framtíðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.