Gátt - 2013, Blaðsíða 25
25
Þ R Ó U N F R A M H A L D S F R Æ Ð S L U N N A R
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
R A U N F Æ R N I M A T
Raunfærnimat hefur verið framkvæmt af samstarfsaðilum FA
frá árinu 2007 en þá luku 105 einstaklingar raunfærnimati,
sem var í öllum tilfellum í löggiltum iðn- og starfsgreinum.
Árið 2012 hafði fjöldi þessara einstaklinga rúmlega fjórfald-
ast, þá luku 423 einstaklingar raunfærnimati, 241 í löggiltum
iðn- og starfsgreinum og 182 í öðru raunfærnimati. Af þeim
greinum sem flokkast undir annað raunfærnimat hafa skrif-
stofubraut, verslunarfagnám og raunfærnimat bankamanna
verið vinsælastar.
Raunfærnimat í iðngreinum er almennt framkvæmt af
IÐUNNI fræðslusetri og Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins,
raunfærnimat í iðngreinum á landsbyggðinni er unnið í sam-
starfi fræðslumiðstöðva iðngreinanna og símenntunarmið-
stöðva á viðkomandi stað.
Frá því að raunfærnimat var fyrst framkvæmt hefur það
farið fram í 19 löggiltum iðn- og starfsgreinum. Flestir hafa
lokið raunfærnimati í húsasmíði (309), rafvirkjun (222), bíl-
greinum (151), vélvirkjun (107) og pípulagningum (102). Í
töflu 7 má sjá fjölda þeirra sem lokið hafa raunfærnimati í
iðngreinum frá árinu 2007. Sökum þess hversu fáir höfðu
gengið í gegnum raunfærnimat í bakaraiðn (1), ljósmyndun
(3), rennismíði (4), hárgreiðslu (6), kjötiðn (9) og málm-
smíði (7) eru upplýsingum um greinarnar birtar undir „aðrar
greinar“. Fram til loka árs 2012 höfðu 1.267 einstaklingar
lokið raunfærnimati í iðngreinum.
Boðið hefur verið upp á raunfærnimat samkvæmt við-
miðum atvinnulífsins í tveim greinum, fyrir bankastarfsmenn
(gjaldkera og þjónustufulltrúa) og starfsfólk í hljóðvinnslu
samanber töflu 8. Í raunfærnimati skv. viðmiðum atvinnu-
lífsins fæst hæfni þátttakenda ekki metin til eininga .
Raunfærnimat í starfsnámi utan löggiltra iðn- og starfs-
greina hefur einnig notið aukinna vinsælda, raunfærnimat í
Leikskólabrú fór fram árin 2008 og 2010, en frá og með árinu
2011 jókst framboðið svo umtalsvert eins á sjá má í töflu 9.
Tafla 6. Ráðgjafaviðtöl 2008–2012, niðurstaða viðtala
NIÐURSTAÐA VIÐTALA
Hlutfall (%)
2008 2009 2010 2011 2012
Upplýsingar um styttri námskeið 14% 7% 8% 7% 8%
Upplýsingar um lengri óformleg námstilboð 8% 9% 10% 11% 8%
Upplýsingar um formlegt nám 20% 16% 14% 16% 13%
Áhugasviðsgreining 12% 9% 8% 9% 7%
Mat á raunfærni 20% 16% 12% 11% 13%
Námstækni – vinnubrögð 3% 2% 2% 3% 3%
Sjálfsstyrking 5% 10% 6% 7% 11%
Ýmsar hindranir/annað 7% 6% 6% 6% 7%
Aðstoð við starfsleit/ferilskrá 8% 22% 28% 17% 16%
Tilvísun til annarra sérfræðinga 1% 1% 2% 1% 1%
Persónuleg mál (kvíði, líðan) 2% 2% 3% 3% 3%
Undirbúningur starfsloka 0% 0% 0% 0% 0%
Stuðningur í matsamtali 0% 0% 3% 7% 6%
Annað 0% 0% 0% 3% 4%
Annað raunfærnimat Löggiltar iðn- og starfsgreinar
57
37
115 145 182
0
50
100
150
200
250
300
350
400
450
2007 2008 2009 2010 2011 2012
238 242
384
411 423
Mynd 10. Raunfærnimat 2007–2012, fjöldi
sem lauk raunfærnimati