Gátt - 2013, Side 35

Gátt - 2013, Side 35
35 Þ R Ó U N F R A M H A L D S F R Æ Ð S L U N N A R G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 Y F I R L I T V E R K E F N A Hér verður gerð grein fyrir þeim verkefnum sem unnið var að hjá FA veturinn 2012 til 2013 sem öll voru liður í því að greina menntunarþarfir markhópsins og/eða bregðast við þeim. Flest verkefnin tilheyra átaki mennta- og menningar- málaráðuneytisins en einnig koma við sögu verkefni sem stofnað var til með öðrum hætti. Verkefnin voru þessi: A. Ferðaþjónusta í framhaldsfræðslu í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar og Starfsgreinasamband Ísland, Kvasi – samtök fræðslu- og símenntunarmið- stöðva og Menntaskólann í Kópavogi um námsskrárritun og nýskipan náms í framhaldsfræðslu og tengingu við formlega skólakerfið. Unnið var að útfærslu nýrrar hug- myndar um skipan náms og byggt á niðurstöðum starfa- og hæfnigreiningar FA en þar koma fram hæfnikröfur vegna starfa almennra starfsmanna á gisti- og veit- ingahúsum. Helsta afurð verkefnisins er námsskrá með hæfniviðmiðum1 á þremur þrepum sem hentar einnig til raunfærnimats. Námsskráin er með nýstárlegu sniði sem býður upp á aukinn sveigjanleika í framkvæmd. Fram undan er tilraunakennsla þessarar námsskrár hjá Aust- 1 Hér er notað hugtakið hæfniviðmið sem þýðing á enska hugtakinu learning outcome. Þetta er í samræmi við núverandi orðanotkun hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu en hugtakið var þó þýtt sem lærdómur/afrakstur lærdóms í þýðingu ráðuneytisins á orðasafni CEDE- FOP (Orðaskrá um evrópska menntastefnu). urbrú og Farskólanum Norður- landi vestra. B. Ferðaþjónusta í framhalds- skóla, samstarf FA, Mennta skólans í Kópavogi, Fjöl- brautaskólans í Breiðholti, Sam taka ferðaþjónustunnar og Starfsgreinasambands Íslands um yfirfærslu náms- skrár framhaldsfræðslunnar fyrir framhaldsskóla. Mark- mið þessa verkefnis var að bjóða upp á hagnýtt nám og starfsþjálfun í ferðaþjónustu á 1. og 2. þrepi innan framhaldsskóla. Helsta afurð verkefnisins er brautar- og áfangalýsingar fyrir framhaldsskóla sem lýsa starfs- tengdu ferðaþjónustunámi á 1. og 2. þrepi. Á 1. þrepi námsins eru alls 60 framhaldsskólaeiningar sem skiptast í 30 einingar í skólanámi og 30 einingar í vinnustað- anámi. Á 2. þrepi námsins bætast síðan við 30 framhald- skólaeiningar í skólanámi. C. Greining á þörf fyrir nám í skógrækt, skilgreining starfa og hæfnikrafna vegna starfa almennra starfs- manna í skógrækt. Samstarf FA og Landbúnaðarháskóla Íslands með þátttöku Starfsgreinasambands Íslands og ýmissa hagsmunaaðila í skógrækt. Markmið þessa verk- efnis var annars vegar að greina starf almenns starfs- manns í skógrækt á Íslandi og þá hæfni sem þarf til starfsins og hins vegar að meta þörf á námi og möguleika á tengingum við annað námsframboð. Helstu afurðir verkefnisins er starfa- og hæfnigreining sem inniheldur hæfniviðmið sem henta til námshönnunar og raunfærni- mats ásamt greinargerð frá Landbúnaðarháskólanum Guðmunda Kristinsdóttir GUÐMUNDA KRISTINSDÓTTIR G R E I N I N G Á F R Æ Ð S L U Þ Ö R F , V E R K E F N I S Í Ð A S T A Á R S Hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) var á seinasta starfsári unnið að því þróa hagkvæma og faglega leið til að greina störf og hæfnikröfur starfa til að ákvarða fræðsluþörf markhóps FA (fullorðið fólk sem hefur ekki lokið námi frá framhaldsskóla). Einnig var lögð áhersla á að efla tengsl við fleiri starfsgreinahópa og fá gleggri upplýsingar um þau störf sem unnin eru af markhópi FA. Í þessum tilgangi var stofnað til nokkurra verkefna og meðal annars sótt um sjö styrki til mennta- og menningarmálaráðuneytisins í tengslum við átakið Nám er vinnandi vegur. Styrkir fengust til allra verkefnanna. Verkefnin hófust haustið 2012 og þeim lauk í maí 2013. Verkefnin byggðust öll á nánu samstarfi við aðila í atvinnulífinu og við fræðsluaðila þar sem það átti við.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.