Gátt - 2013, Side 43

Gátt - 2013, Side 43
43 Þ R Ó U N F R A M H A L D S F R Æ Ð S L U N N A R G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 legt, óformlegt eða formlaust nám“ (Orðaskrá um evrópska menntastefnu)1. Hæfniviðmið eru verkfæri sem notuð eru til þess að skilgreina námið. Þau lýsa því sem námsmaður á að vita, skilja og/eða geta að námi loknu (Kennslumiðstöð Háskóla Íslands, 2011). Spurningin er ekki lengur „hvaða nám lagðir þú stund á?“ heldur frekar „hvað getur þú gert eftir að náminu er lokið?“ Þessi nálgun á mun betur við vinnumarkaðinn og er miklu sveigjanlegri þegar tekið er tillit til ævimenntunar, óhefðbundnar menntunar og annars forms óformlegrar menntunar (Purser, Council of Europe, 2003 í Kennedy, Hyl- and og Ryan, bls. 2, 2012). Að skilgreina nám út frá hæfniviðmiðum krefst hugar- farsbreytingar hjá þeim sem skrifa námsskrár, leiðbeinendum og námsmönnum. Það felur í sér að ekki er lengur nægjan- legt að skipuleggja nám út frá hugmyndum um hvað á að kenna heldur þarf að miða námið við þá hæfni sem náms- menn eiga að búa yfir að námi loknu. Lokaárangur námsins er því útgangspunkturinn þess en ekki ferlið að lokapunkt- inum (Kennslumiðstöð HÍ, 2011). Hvernig hæfniviðmið eru orðuð skiptir máli til að til- gangur þeirra nái fram að ganga. Hæfniviðmið eiga að lýsa uppbyggingu námsins og mikið er lagt upp úr því að hæfnin sé sýnileg og mælanleg og því er mikilvægt að velja sagnorð sem lýsa þeirri þekkingu, leikni og hæfni sem á að vera til staðar hjá námsmanni við námslok (Kennslumiðstöð HÍ, 2011). Ýmsir hafa sett fram leiðbeiningar um hvernig á að skrifa hæfniviðmið, þær eru allar með sams konar áherslum: • Byrjaðu hvert hæfniviðmið á athafnamiðuðu sagnorði. • Notaðu bara eina sögn fyrir hvert hæfniviðmið. • Forðastu óljós hugtök (sagnir) eins og þekkir, skilur, lærir, áttar sig á og vera meðvitaður um. • Forðastu flóknar setningar, ef þörf er á notaðu fleiri en eina setningu til að hæfniviðmiðið sé skýrt. • Gættu þess að hæfniviðmið námsþáttar tengist hæfni- viðmiðum námsskrárinnar. • Hæfniviðmið á að lýsa því sem á að vera sýnilegt og mælanlegt. • Hafðu í huga tímann sem er til umráða til að ná settum 1 Learning outcome er þýtt í Orðaskrá um evrópska menntastefnu sem lærdómur en í Aðalnámsskrá framhaldsskóla og víðar er talað um hæfniviðmið. hæfniviðmiðum. Fullvissaðu þig um að tíminn dugi til að ná settum hæfniviðmiðum. • Hafðu í huga þegar hæfniviðmið er skrifað hvernig það verður metið, hvernig veistu hvort námsmaður hefur náð hæfniviðmiði. Ef hæfniviðmið er of viðamikið getur verið erfitt að meta ef þau eru of takmörkuð verður list- inn yfir hæfniviðmið ef til vill of langur og nákvæmur. • Fáðu einhverja til að lesa yfir hæfniviðmið, t.d. sam- starfsfólk, námsmenn eða aðra sem þekkja til. • Hafðu hæfniviðmið í samræmi við það þrep sem námið er á.2 Þ R Ó U N N Á M S S K R Á A F R Æ Ð S L U - M I Ð S T Ö Ð V A R A T V I N N U L Í F S I N S Samhliða þróun, sem hefur átt sér stað á íslenska mennta- kerfinu og þar með framhaldsfræðslunni, hefur verið unnið að nýrri framsetningu námsskráa hjá Fræðslumiðstöðinni. Leiðir sem unnið er eftir hafa ekki verið staðfestar og ekki komin reynsla á gagnsemi þeirra. Námsskrár FA hafa flestar þann tilgang að styrkja ein- staklinga í starfi eða undirbúa þá fyrir störf eða frekara nám. Starfstengdar námsskrár byggjast á greiningu á starfinu og hæfnikröfum starfsins.3 Áhersla er á hæfni sem þarf að vera til staðar að námi loknu. Hæfniviðmið og þrep eru ákvörðuð út frá niðurstöðum hæfnigreiningar. Námsskrárritun og hæfnigreining er samfellt ferli sem miðar að því að auka hæfni einstaklinga. Niðurstöður hæfnigreiningar er einnig hægt að nota við raunfærnimat. Framsetning lýsinga á námsþáttum er þannig að hægt er að nota þær við margs konar námsmat; stöðumat, leið- sagnarmat, jafningjamat, sjálfsmat, lokamat o.s.frv. Jafn- framt er leitast við að setja hæfniviðmið fram á þann hátt að það nýtist við raunfærnimat. Ný framsetning á að auðvelda námsmönnum að halda utan um námsþróun sína og auka ábyrgð námsmanna á eigin færnieflingu. Með nýrri framsetningu er jafnframt leitast við að námsskrá geti verið hluti af verkdagbók námsmanns sem mikil áhersla er lögð á. Góð verkdagbók gefur upplýsingar um stöðu námsmanns að námi loknu, það sem hann hefur fengist við í náminu og er mikilvægur vitnisburður um hæfni 2 (Kennedy o.fl., 2012, bls. 18). 3 Umfjöllun um hæfnigreiningar má finna í grein Guðmundu Kristinsdóttur í þessu riti.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.