Gátt - 2013, Page 44
44
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
námsmannsins. Verkdagbók getur komið að góðum notum
þegar sótt er um starf eða inngöngu í nám.
Þróun framsetningar námsskráa í samræmi við þrepa-
skipt nám hófst 2011 en þá voru tvær þrepaskiptar náms-
skrár vottaðar af mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Þetta eru námsskrárnar Menntastoðir og Opin smiðja.
Síðan þá hefur orðið þróun á framsetningu og íslenski
hæfniramminn hefur verið lagður fram. Á fyrri hluta ársins
2013 voru tvær námsskrár settar fram á nýjan hátt. Þetta
eru námsskrárnar Skrifstofuskólinn og Sölu-, markaðs- og
rekstrarnám. Í þessum námsskrám eru framsetning hæfni-
viðmiða námsþátta í samræmi við tiltekið þrep. Báðar þessar
námsskrár hafa fengið vottun til tilraunkennslu í eitt ár hjá
mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Í september 2012 fengust styrkir frá mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytinu til að skrifa námsskrár fyrir ferðaþjón-
ustu og fyrir verslun. Námsskrárnar voru skrifaðar í samræmi
við niðurstöður starfa- og hæfnigreiningar. Greiningarnar
leiddu í ljós að í flestum tilfellum þarf hæfni til þeirra starfa
sem um ræðir að vera á 2. þrepi íslenska hæfnirammans. Í
báðum þessum námsskrám er hæfninni lýst á fyrsta, öðru
og þriðja þrepi. Í námsskránum er hæfniviðmiðum lýst á
almennan hátt. Þessi framsetning gefur fræðsluaðilum
möguleika á staðbundnum útfærslum. Námsskrárnar inni-
halda lýsingar á hæfniviðmiðum sem þarf til að ljúka námi á
2. þrepi í ferðaþjónustu eða verslun. Fræðsluaðili getur boðið
upp á nám í hlutum og raðað saman þáttum sem þörf er fyrir
hverju sinni. Námsmaður getur smám saman safnað náms-
þáttum og aukið hæfni sína og, ef hann óskar þess, lokið
námi á 2. þrepi og haldið áfram námi upp á 3. þrep. Þessar
tvær námsskrár hafa ekki verið vottaðar en ráðuneytið hefur
veitt styrk til verkefnis þar sem áframhaldandi þróun og til-
raunkennsla mun fara fram.
A Ð L O K U M
Ýmsum spurningum er enn ósvarað varðandi námsskráagerð
Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Ný viðmið um gerð nám-
skráa í framhaldsfræðslu veita viðurkenndum fræðsluaðilum
heimild til að senda námsskrár til vottunar beint til ráðuneyt-
isins í gegnum námsskráagrunn. Námsskráagrunnurinn er
ekki enn kominn í notkun4 og ekki hefur verið gefið út af hálfu
4 Þegar þetta er skrifað, um miðjan október, var ekki búið að opna grunn-
inn.
mennta- og menningarmálaráðuneytisins hvernig eiginlegt
vottunarferli verður. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um
hvort þetta mun á einhvern hátt breyta hlutverki Fræðslu-
miðstöðvarinnar í þjónustusamningi við mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytið (Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, 2010).
Ráðuneytið hefur ekki tekið ákvörðun um hvort námsskrár
í framhaldsfræðslu verði vottaðar til framhaldsskólaeininga
eða framhaldsfræðslueininga.
Þróun Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins á námi fyrir
markhóp framhaldsfræðslu mun halda áfram. Leiðarljósið
verður það sama og áður; að auka hæfni einstaklinga í
atvinnulífinu, í formlega skólakerfinu og einkalífi.
U M H Ö F U N D I N N
Halla Valgeirsdóttir er sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð
atvinnulífsins. Helstu verkefni hennar tengjast námsskrár-
skrifum. Hún var áður fræðslustjóri hjá Leikskólum Reykja-
víkur. Hún er með M.Ed.-próf í menntunarfræði með áherslu
á fræðslustarf með fullorðnum frá Háskóla Íslands og BA-
próf í félagsfræði frá sama skóla.
H E I M I L D I R
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, 2010. Þjónustusamningur, sótt 7. október
2013 af http://sss.dcu.ie/afi/docs/bologna/writing_and_using_learning_
outcomes.pdf
Hæfnirammi um íslenskt menntakerfi, sótt 1. október 2013, af http://www.
menntamalaraduneyti.is/menntamal/haefnirammi/
Kennedy, Declan; Hyland, Áine; Ryan, Norma. (2012). Writing and Using
Learning Outcomes: a Practical Guide, sótt 7. október 2013 af, http://sss.
dcu.ie/afi/docs/bologna/writing_and_using_learning_outcomes.pdf
Kennslumiðstöð Háskóla Íslands, 2011. Hæfniviðmið, sótt 23. október 2013,
af https://kennslumidstod.hi.is/index.php/bologna/haefnividhmidh
Lög um framhaldsfræðslu nr. 27/2010, sótt 7. október 2013 af http://sss.dcu.
ie/afi/docs/bologna/writing_and_using_learning_outcomes.pdf
Orðaskrá um evrópska menntastefnu, sótt 1. október 2013, af http://www.
menntamalaraduneyti.is/media/MRN-PDF-Althjodlegt/Ordaskra_um_evr-
opska_menntastefnu.pdf
Purser, Council of Europe, 2003 í Kennedy, Hyland og Ryan, bls. 2, 2012, sótt
7. október 2013, af http://sss.dcu.ie/afi/docs/bologna/writing_and_using_
learning_outcomes.pdf
Reglugerð um framhaldsfræðslu nr. 1163/2011, sótt 23. október af, http://
www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/b7fd33650490f8cf002
56a07003476bb/0e3a9074d5e781eb00257981004f86ef?OpenDocument
Viðmið um gerð námskráa (2013), sótt 23. október 2013 af, http://www.
menntamalaraduneyti.is/media/MRN-pdf/Vidmid-um-gerd-namskraa-i-
framhaldsfraedslu.pdf