Gátt - 2013, Page 44

Gátt - 2013, Page 44
44 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 námsmannsins. Verkdagbók getur komið að góðum notum þegar sótt er um starf eða inngöngu í nám. Þróun framsetningar námsskráa í samræmi við þrepa- skipt nám hófst 2011 en þá voru tvær þrepaskiptar náms- skrár vottaðar af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þetta eru námsskrárnar Menntastoðir og Opin smiðja. Síðan þá hefur orðið þróun á framsetningu og íslenski hæfniramminn hefur verið lagður fram. Á fyrri hluta ársins 2013 voru tvær námsskrár settar fram á nýjan hátt. Þetta eru námsskrárnar Skrifstofuskólinn og Sölu-, markaðs- og rekstrarnám. Í þessum námsskrám eru framsetning hæfni- viðmiða námsþátta í samræmi við tiltekið þrep. Báðar þessar námsskrár hafa fengið vottun til tilraunkennslu í eitt ár hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Í september 2012 fengust styrkir frá mennta- og menn- ingarmálaráðuneytinu til að skrifa námsskrár fyrir ferðaþjón- ustu og fyrir verslun. Námsskrárnar voru skrifaðar í samræmi við niðurstöður starfa- og hæfnigreiningar. Greiningarnar leiddu í ljós að í flestum tilfellum þarf hæfni til þeirra starfa sem um ræðir að vera á 2. þrepi íslenska hæfnirammans. Í báðum þessum námsskrám er hæfninni lýst á fyrsta, öðru og þriðja þrepi. Í námsskránum er hæfniviðmiðum lýst á almennan hátt. Þessi framsetning gefur fræðsluaðilum möguleika á staðbundnum útfærslum. Námsskrárnar inni- halda lýsingar á hæfniviðmiðum sem þarf til að ljúka námi á 2. þrepi í ferðaþjónustu eða verslun. Fræðsluaðili getur boðið upp á nám í hlutum og raðað saman þáttum sem þörf er fyrir hverju sinni. Námsmaður getur smám saman safnað náms- þáttum og aukið hæfni sína og, ef hann óskar þess, lokið námi á 2. þrepi og haldið áfram námi upp á 3. þrep. Þessar tvær námsskrár hafa ekki verið vottaðar en ráðuneytið hefur veitt styrk til verkefnis þar sem áframhaldandi þróun og til- raunkennsla mun fara fram. A Ð L O K U M Ýmsum spurningum er enn ósvarað varðandi námsskráagerð Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Ný viðmið um gerð nám- skráa í framhaldsfræðslu veita viðurkenndum fræðsluaðilum heimild til að senda námsskrár til vottunar beint til ráðuneyt- isins í gegnum námsskráagrunn. Námsskráagrunnurinn er ekki enn kominn í notkun4 og ekki hefur verið gefið út af hálfu 4 Þegar þetta er skrifað, um miðjan október, var ekki búið að opna grunn- inn. mennta- og menningarmálaráðuneytisins hvernig eiginlegt vottunarferli verður. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort þetta mun á einhvern hátt breyta hlutverki Fræðslu- miðstöðvarinnar í þjónustusamningi við mennta- og menn- ingarmálaráðuneytið (Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, 2010). Ráðuneytið hefur ekki tekið ákvörðun um hvort námsskrár í framhaldsfræðslu verði vottaðar til framhaldsskólaeininga eða framhaldsfræðslueininga. Þróun Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins á námi fyrir markhóp framhaldsfræðslu mun halda áfram. Leiðarljósið verður það sama og áður; að auka hæfni einstaklinga í atvinnulífinu, í formlega skólakerfinu og einkalífi. U M H Ö F U N D I N N Halla Valgeirsdóttir er sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Helstu verkefni hennar tengjast námsskrár- skrifum. Hún var áður fræðslustjóri hjá Leikskólum Reykja- víkur. Hún er með M.Ed.-próf í menntunarfræði með áherslu á fræðslustarf með fullorðnum frá Háskóla Íslands og BA- próf í félagsfræði frá sama skóla. H E I M I L D I R Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, 2010. Þjónustusamningur, sótt 7. október 2013 af http://sss.dcu.ie/afi/docs/bologna/writing_and_using_learning_ outcomes.pdf Hæfnirammi um íslenskt menntakerfi, sótt 1. október 2013, af http://www. menntamalaraduneyti.is/menntamal/haefnirammi/ Kennedy, Declan; Hyland, Áine; Ryan, Norma. (2012). Writing and Using Learning Outcomes: a Practical Guide, sótt 7. október 2013 af, http://sss. dcu.ie/afi/docs/bologna/writing_and_using_learning_outcomes.pdf Kennslumiðstöð Háskóla Íslands, 2011. Hæfniviðmið, sótt 23. október 2013, af https://kennslumidstod.hi.is/index.php/bologna/haefnividhmidh Lög um framhaldsfræðslu nr. 27/2010, sótt 7. október 2013 af http://sss.dcu. ie/afi/docs/bologna/writing_and_using_learning_outcomes.pdf Orðaskrá um evrópska menntastefnu, sótt 1. október 2013, af http://www. menntamalaraduneyti.is/media/MRN-PDF-Althjodlegt/Ordaskra_um_evr- opska_menntastefnu.pdf Purser, Council of Europe, 2003 í Kennedy, Hyland og Ryan, bls. 2, 2012, sótt 7. október 2013, af http://sss.dcu.ie/afi/docs/bologna/writing_and_using_ learning_outcomes.pdf Reglugerð um framhaldsfræðslu nr. 1163/2011, sótt 23. október af, http:// www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/b7fd33650490f8cf002 56a07003476bb/0e3a9074d5e781eb00257981004f86ef?OpenDocument Viðmið um gerð námskráa (2013), sótt 23. október 2013 af, http://www. menntamalaraduneyti.is/media/MRN-pdf/Vidmid-um-gerd-namskraa-i- framhaldsfraedslu.pdf
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.