Gátt - 2013, Side 46

Gátt - 2013, Side 46
46 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 Guðfinna Harðardóttir GUÐFINNA HARÐARDÓTTIR P I A A C – N I Ð U R S T Ö Ð U R N Ý R R A R O E C D K Ö N N U N A R Á G R U N N L E I K N I F U L L O R Ð I N N A U M P I A A C Programme for International Assess- ment of Adult Competencies, eða PIAAC, er könnun sem Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, stendur fyrir og voru fyrstu niður- stöður hennar gefnar út í október síðastliðnum. Gagnasöfnun hófst í ágúst árið 2011 og lauk í mars 2012. Niðurstöður úr þessari fyrstu umferð eru byggðar á gögnum frá um 166 þús- und einstaklingum í 24 löndum1. Í annarri umferð bættust níu lönd við og munu því niðurstöðurnar, sem gefnar verða út árið 2016, byggja á gögnum frá 33 löndum. Því miður er Ísland ekki á meðal þátttökulanda í PIAAC og því eru ekki til staðar sambærilegar niðurstöður um grunnleikni fullorð- inna Íslendinga. Niðurstöður úr könnun sem þessari hefðu verið gagnlegar, sér í lagi í ljósi þess hversu stór hluti fólks á íslenskum vinnumarkaði hefur ekki lokið framhaldsskólaprófi samanborið við önnur Evrópulönd. Í hverju þátttökulandi fyrir sig var tekið að lágmarki 4.500 manna úrtak einstaklinga á aldrinum 16 til 65 ára og spurningar og verkefni lögð fyrir þá til að mæla getu þeirra í hverjum af þeim þremur þáttum sem kannaðir voru. Stjórn- völd í hverju landi fyrir sig bera ábyrgð á þýðingu spurninga, staðfæringu verkfæra og framkvæmd könnunarinnar í heild sinni. PIAAC er stundum kölluð PISA fyrir fullorðna, því könn- 1 Löndin eru: Ástralía, Austurríki, Bandaríkin, Belgía, Bretland (England og Norður-Írland), Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Holland, Írland, Ítalía, Japan, Kanada, Kórea, Kýpur, Noregur, Pólland, Rússland, Slóvakía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland og Þýskaland . uninni er ætlað að veita innsýn inn í stöðu fullorðinna út frá þáttum sem varða grunnleikni og lykilhæfni líkt og PISA veitir innsýn inn í stöðu barna og ungmenna. PIAAC er ætlað að svara til um tengsl grunnleikni og afkomu fólks og því hversu vel fólk á vinnumarkaði er í stakk búið til að takast á við ný verkefni og áskoranir nútímasamfélags. Niðurstöðurnar má því nota þegar mörkuð er stefna og ákvarðanir teknar um hvaða áherslur er nauðsynlegt að setja í menntamálum þjóða svo vinna megi markvisst að því að stuðla að aukinni hæfni einstaklinga til að takast á við ný og breytt verkefni. H V A Ð A Þ Æ T T I R V O R U S K O Ð A Ð I R ? Grunnleikni er sú leikni sem einstaklingur þarf að tileinka sér svo hann geti tekið virkan þátt í nútímasamfélagi, bæði hvað varðar fjölskyldu- og einkalíf en einnig hvað varðar þátttöku í menntun og á vinnumarkaði. Þeir þættir sem voru skoðaðir í PIAAC eru: • Læsi (e. literacy): Getan til að skilja, meta, túlka og nýta upplýsingar sem settar eru fram í rituðum texta. • Tölulæsi (e. numeracy): Getan til að nálgast, nota, túlka og tjá sig með tölulegum upplýsingum. • Notkun upplýsingatækni við úrlausn daglegra verkefna (e. problem solving in technology-rich environments): Getan til að nota upplýsingatækni, samskiptatæki og samskiptanet til að nálgast og meta upplýsingar, eiga samskipti við aðra og leysa verkefni hvort sem tengjast persónulegum högum eða starfi viðkomandi. Það sem einkennir þessa þætti er að þeir koma við sögu Niðurstöður fyrstu könnunar OECD á grunnleikni fullorðinna voru gefnar út þann 8. október 2013. Þær sýna að munur er á stöðu fullorðinna eftir löndum og að starfsmöguleikar, fjár- hagsleg staða, samfélagsleg þátttaka og heilsa fólks haldast í hendur við færni þeirra í þeim þáttum sem teljast til grunnleikni. Meðal þess sem OECD mælir með við stefnumótandi aðila er að tryggja öllum þegnum lágmarks grunnmenntun en einnig að leggja meiri áherslu á fullorðinsfræðslu og ævimenntun, því ekki er hægt að treysta á grunnmenntunina eina og sér þar sem hæfni, sem ekki er viðhaldið, úreldist og rýrnar. Því sé nauðsynlegt að efla full- orðinsfræðslu til að viðhalda lágmarkshæfni fólks á vinnumarkaði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.