Gátt

Ataaseq assigiiaat ilaat

Gátt - 2013, Qupperneq 49

Gátt - 2013, Qupperneq 49
49 Þ R Ó U N F R A M H A L D S F R Æ Ð S L U N N A R G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 CEDEFOP G Æ Ð I E R U F O R S E N D A Þ E S S A Ð H Æ F I S - V O T T U N U M F R Æ Ð S L U A Ð I L A V E R Ð I T R E Y S T Ef hæfisvottun á að vera einhvers virði þá verður hún að njóta trausts. Hvort hæfisvottunin veitir aðgang að starfi eða frekara námi fer eftir því hvaða hæfniviðmiðum (e. learning outcome)1 einst aklingurinn hefur náð í námi eða þjálfun og hafa verið staðfest með einhvers konar mati. Markvisst gæðastarf er undirstaða trausts. Fræðslu- og menntastofnanir sem starfa án gæðakerfa eiga á hættu að skírteini eða vitnisburður sem gefin eru út í þeirra nafni verði ekki talin marktæk. Traust er einnig undirstaða innleiðingar Evrópuþjóða á viðmiðaramma um hæfni. Viðmiðarammar Evrópuþjóða tengjast Evrópska viðmiðarammanum (e. European Qualif- ication Framework, EQF) sem Evrópusambandið gaf út árið 2005. Viðmiðarammi hverrar þjóðar (e. National Qualifica- tion Framework, NQF) tekur mið af menntun og fræðslu sem hægt er að afla sér í landinu og er samhæfður viðmiðunum í EQF. Hér á landi hefur verið lögð fram tillaga að Hæfniramma um íslenskt menntakerfi. Tilgangur viðmiðaramma er að auðvelda einstaklingum að nota vitnisburð um hæfi þvert á mörk stofnana og landa- mæra. Auðveldara á að verða fyrir námsmenn sem óska eftir að stunda framhaldsnám í annarri fræðslustofnun eða í öðru landi Evrópu að fá nám sitt metið. Þá á ramminn einnig að stuðla að auknum hreyfanleika vinnuafls þar sem auðveldara verður að bera saman hæfisvottanir milli landa og auðvelda þannig ráðningu í starf. Forsenda þess er að lýsing á þeirri þekkingu, leikni og hæfni sem getið er um í vitnisburðinum sé orðuð sem hæfniviðmið. 1 Learning outcome er þýtt í Orðaskrá um evrópska menntastefnu sem lærdómur en í Aðalnámskrá framhaldsskóla og víðar er talað um hæfni- viðmið. H L U T V E R K G Æ Ð A S T A R F S Almenn sátt er um nauðsyn þess að tengja saman hæfis- vottun, viðmiðaramma um hæfni og gæðakerfi (í grein CEDEFOP er talað um Q-in þrjú: Qualification, Qualification Framework og Quality assurance). En hvernig á að fara að? Hefð er fyrir því að gæðastarf fræðslustofnana snúist um gæði kennslu og þjálfunar. Sú áhersla sem margar Evrópu- þjóðir leggja nú á skilgreind hæfniviðmið, þ.e. þá hæfni sem námsmaðurinn á að öðlast, ásamt því að innleiða heildræna viðmiðaramma, kallar á breyttar áherslur í gæðastarfi. Í eftirfarandi grein er fjallað um mikilvægi þess að hægt sé að treysta hæfisvottunum (e. qualification) sem fræðsluaðili eða fyrirtæki gefur út. Ennfremur er greint frá því hvernig fræðslustofnanir og fyrirtæki geta aukið traust með markvissu gæðastarfi. Greinin er byggð á dreifiriti frá CEDEFOP, (CEDEFOP 2013) Evrópsku starfs- menntastofnuninni, þar sem fjallað er um gæði sem forsendu þess að hæfisvottun njóti trausts. Tenging Evrópska viðmiðarammans og gæðakerfa Í viðauka III við tilmæli um Evrópska viðmiðarammann (EQF) frá 2008 er mikilvægi gæðakerfa við innleiðingu viðmiða ramma útskýrt. Í framhaldinu var settur fram mælikvarði í tíu liðum til að stýra því hvernig viðmið einstakra landa eru borin saman við EQF. Liðir fimm og sex í mælikvarðanum vísa afdráttarlaust til þess að nauðsynlegt sé að skrá fyrirkomulag gæðaeftirlits og undirstrika mikilvægi áreiðanleika þegar viðmiða- rammar ólíkra landa eru bornir saman. Í tilmælunum um gæðaviðmið fyrir Evrópska viðmiðarammann um starfsmenntun og þjálfun (EQAVET) frá 2009 er enn- fremur tekið fram að þeim viðmiðum sé ætlað að styðja innleiðingu EQF, sérstaklega hvað varðar tryggingu á gæðum hæfniviðmiða (e. certification of learning outcomes).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.