Gátt - 2013, Qupperneq 49
49
Þ R Ó U N F R A M H A L D S F R Æ Ð S L U N N A R
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
CEDEFOP
G Æ Ð I E R U F O R S E N D A Þ E S S A Ð H Æ F I S -
V O T T U N U M F R Æ Ð S L U A Ð I L A V E R Ð I T R E Y S T
Ef hæfisvottun á að vera einhvers virði þá verður hún að
njóta trausts. Hvort hæfisvottunin veitir aðgang að starfi eða
frekara námi fer eftir því hvaða hæfniviðmiðum (e. learning
outcome)1 einst aklingurinn hefur náð í námi eða þjálfun og
hafa verið staðfest með einhvers konar mati.
Markvisst gæðastarf er undirstaða trausts. Fræðslu- og
menntastofnanir sem starfa án gæðakerfa eiga á hættu að
skírteini eða vitnisburður sem gefin eru út í þeirra nafni verði
ekki talin marktæk.
Traust er einnig undirstaða innleiðingar Evrópuþjóða
á viðmiðaramma um hæfni. Viðmiðarammar Evrópuþjóða
tengjast Evrópska viðmiðarammanum (e. European Qualif-
ication Framework, EQF) sem Evrópusambandið gaf út árið
2005. Viðmiðarammi hverrar þjóðar (e. National Qualifica-
tion Framework, NQF) tekur mið af menntun og fræðslu sem
hægt er að afla sér í landinu og er samhæfður viðmiðunum í
EQF. Hér á landi hefur verið lögð fram tillaga að Hæfniramma
um íslenskt menntakerfi.
Tilgangur viðmiðaramma er að auðvelda einstaklingum
að nota vitnisburð um hæfi þvert á mörk stofnana og landa-
mæra. Auðveldara á að verða fyrir námsmenn sem óska eftir
að stunda framhaldsnám í annarri fræðslustofnun eða í öðru
landi Evrópu að fá nám sitt metið. Þá á ramminn einnig að
stuðla að auknum hreyfanleika vinnuafls þar sem auðveldara
verður að bera saman hæfisvottanir milli landa og auðvelda
þannig ráðningu í starf. Forsenda þess er að lýsing á þeirri
þekkingu, leikni og hæfni sem getið er um í vitnisburðinum
sé orðuð sem hæfniviðmið.
1 Learning outcome er þýtt í Orðaskrá um evrópska menntastefnu sem
lærdómur en í Aðalnámskrá framhaldsskóla og víðar er talað um hæfni-
viðmið.
H L U T V E R K G Æ Ð A S T A R F S
Almenn sátt er um nauðsyn þess að tengja saman hæfis-
vottun, viðmiðaramma um hæfni og gæðakerfi (í grein
CEDEFOP er talað um Q-in þrjú: Qualification, Qualification
Framework og Quality assurance). En hvernig á að fara að?
Hefð er fyrir því að gæðastarf fræðslustofnana snúist um
gæði kennslu og þjálfunar. Sú áhersla sem margar Evrópu-
þjóðir leggja nú á skilgreind hæfniviðmið, þ.e. þá hæfni sem
námsmaðurinn á að öðlast, ásamt því að innleiða heildræna
viðmiðaramma, kallar á breyttar áherslur í gæðastarfi.
Í eftirfarandi grein er fjallað um mikilvægi þess að hægt sé að treysta hæfisvottunum (e. qualification) sem
fræðsluaðili eða fyrirtæki gefur út. Ennfremur er greint frá því hvernig fræðslustofnanir og fyrirtæki geta aukið
traust með markvissu gæðastarfi. Greinin er byggð á dreifiriti frá CEDEFOP, (CEDEFOP 2013) Evrópsku starfs-
menntastofnuninni, þar sem fjallað er um gæði sem forsendu þess að hæfisvottun njóti trausts.
Tenging Evrópska viðmiðarammans
og gæðakerfa
Í viðauka III við tilmæli um Evrópska viðmiðarammann
(EQF) frá 2008 er mikilvægi gæðakerfa við innleiðingu
viðmiða ramma útskýrt. Í framhaldinu var settur fram
mælikvarði í tíu liðum til að stýra því hvernig viðmið
einstakra landa eru borin saman við EQF. Liðir fimm
og sex í mælikvarðanum vísa afdráttarlaust til þess
að nauðsynlegt sé að skrá fyrirkomulag gæðaeftirlits
og undirstrika mikilvægi áreiðanleika þegar viðmiða-
rammar ólíkra landa eru bornir saman. Í tilmælunum
um gæðaviðmið fyrir Evrópska viðmiðarammann um
starfsmenntun og þjálfun (EQAVET) frá 2009 er enn-
fremur tekið fram að þeim viðmiðum sé ætlað að styðja
innleiðingu EQF, sérstaklega hvað varðar tryggingu
á gæðum hæfniviðmiða (e. certification of learning
outcomes).