Gátt - 2013, Síða 52

Gátt - 2013, Síða 52
52 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 Þessi grein byggir á eftirfylgni sem höfundur hafði með átaks- verkefninu Nám er vinnandi vegur skólaárið 2011–2012 sem meðal annars fól í sér söfnun og túlkun tölulegra gagna og upplýsinga um brotthvarf. Höfundur framkvæmdi rannsókn meðal brotthvarfsnemenda úr átakshópnum en þær upp- lýsingar sem þá fengust hafa þá sérstöðu að hafa verið aflað í rauntíma og nemendur sjálfir voru spurðir beint út í ástæður brotthvarfs. Ekki er vitað til þess að sambærileg aðferðafræði hafi áður verið nýtt við öflun upplýsinga á þessu sviði hér- lendis. Umfjöllunin hér á eftir byggir á rannsóknarvinnu höfundar á átaksverkefninu á framhaldsskólastigi, auk sam- vinnu við stjórnendur og náms- og starfsráðgjafa framhalds- skólanna sem tóku þátt í verkefninu. Einnig er stuðst við tvær óútgefnar skýrslur, unnar af höfundi í starfi hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, þar sem settar voru fram tölu- legar upplýsingar um brotthvarf meðal nemenda átaksins og ástæður að baki. Átaksverkefnið byggðist á tillögum frá samráðshópi ráðuneyta, allra þingflokka, aðila vinnumarkaðarins og hreyf- inga námsmanna sem þáverandi forsætisráðherra skipaði. Fjármögnun átaksins var tryggð með samráði ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins í tengslum við gerð kjarasamninga. Átaksverkefnið byggir á stefnumörkun sóknaráætlunarinnar Ísland 20/20 – sókn fyrir atvinnulíf og samfélag, með það að markmiði að fyrir árið 2020 verði hlutfall Íslendinga á aldr- inum 20–66 ára sem ekki hafa hlotið formlega framhalds- menntun farið úr 30% niður í 10%. Leiðir í átt að markmiðinu eru meðal annars taldar vera að efla framhaldsskólann og að hann verði opnaður, atvinnuleitendum verði gefin aukin tækifæri til að mennta sig, þróunarsjóður starfi að því að efla starfstengt nám, skil milli framhaldsskóla og fullorðins- fræðslu verði gerð sveigjanlegri, náms- og starfsráðgjöf efld ásamt því að vinnustaðanámssjóður verði styrktur (Vel- ferðarráðuneytið, 2011). Tæplega 1.500 nemendur innrituðust í nám á fram- haldsskólastigi haustið 2011 undir formerkjum átaksins. Nemendahópur átaksins var tvískiptur. Annars vegar hópur nemenda sem innritaðist í nám samhliða því að þiggja bætur hjá Vinnumálastofnun (VMST), og hins vegar hópur nem- enda sem framhaldsskólarnir innrituðu til viðbótar við hefð- bundna ársnemendur og voru á aldrinum 18–24 ára. Þannig var öllum umsækjendum um nám í framhaldsskóla, sem INGA GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR Á T A K S V E R K E F N I Ð N Á M E R V I N N A N D I V E G U R Markmið átaksverkefnisins Nám er vinnandi vegur var meðal annars að lækka hlut- fall Íslendinga á aldrinum 20–66 ára sem ekki hafa lokið formlegu framhaldsnámi. Í því skyni voru tæplega 1.500 nemendur innritaðir í nám á framhaldsskólastigi haustið 2011. Nemendahópurinn var tvískiptur, annars vegar nemendur á skrá hjá Vinnumálastofnun og hins vegar nemendur á aldursbilinu 18–24 ára sem voru án skólavistar. Talsvert brotthvarf varð úr nemendahópnum á haustönn eða 21,37%. Helstu ástæður brotthvarfs voru andleg veikindi, fjárhagsástæður, nám ekki við hæfi, áhuga eða getu nemenda, námsörðugleikar eða ADHD, og atvinna. Andleg veikindi sem ástæður brotthvarfs eru nýnæmi í fræðilegri umfjöllun á þessu sviði. Því er fræðilegt sem og hagnýtt gildi þessara niðurstaðna talsvert. Samhliða átakinu var náms- og starfsráðgjöf efld í þeim framhaldsskólum sem innrituðu nemendur vegna átaksins og var þessum nemendahópi fylgt eftir sérstaklega með það fyrir augum að sporna gegn brotthvarfi. Á vorönn mældist brotthvarfið 11,49%. Brotthvarf lækk- aði því nánast um helming á milli anna sem verður að teljast verulega góður árangur. Í lok skólaársins höfðu alls 7,83% nemenda í átakinu formlega lokið námi sínu en 116 nemendur brautskráðust ýmist af starfsnáms- eða bóknámsbrautum. Er þessi góði árangur talinn hafa byggst á markvissri samvinnu náms- og starfsráðgjafa, nemenda, skóla og stofnana sem að átakinu stóðu. Óhætt er að segja að átakið hafi staðið undir markmiðum stefnumörkunarinnar Ísland 2020 í átt að hækkuðu menntunarstigi þjóðarinnar. Inga Guðrún Kristjánsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.