Gátt - 2013, Síða 54

Gátt - 2013, Síða 54
54 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 ing menntakerfisins þarfnist endurskoðunar. Einnig þarf að horfa sérstaklega til verknáms þegar kemur að því að skýra brotthvarf. Félagslegur bakgrunnur nemenda virðist hafa minni áhrif á námsárangur hérlends en á meðal annarra OECD landa, en þó er ekki hægt að horfa fram hjá áhrifum félagslegra aðstæðna á brotthvarf. Vinnumarkaðurinn laðar til sín námsmenn og þar af leiðandi frá námi. Þrátt fyrir að fjármálakreppan hafi dregið úr atvinnumöguleikum þeirra sem hafa litla menntun að baki, þá benda aðstæður til þess að nemendur séu enn að hverfa frá námi vegna atvinnuþátt- töku. Bent er á að fjárhagsástæður námsmanna og fjöl- skyldna þeirra, hátt hlutfall atvinnuleysis auk lítils launa- muns þeirra sem hafa litla formlega menntun og þeirra sem lokið hafa námi, sem og kostnaður við að stunda nám geta allt aukið líkur á brotthvarfi nemenda úr námi (OECD, 2011). Sé horft til þess hversu há tíðni brotthvarfs er úr íslenskum framhaldsskólum og að hlutfall Íslendinga á aldr- inum 20–66 ára sem ekki hafa hlotið formlega framhalds- menntun sé um 30%, þá má færa góð rök fyrir ávinningi þess að vinna að breytingum á skólakerfinu með það fyrir augum að gera menntun aðgengilega fyrir alla landsmenn. Takist að draga úr brotthvarfi að einhverju leyti þá skilar það sér strax til samfélagsins í formi sparnaðar og uppbyggingar. Í þessari grein er leitast við að svara eftirtöldum spurningum: 1. Hvernig birtist brotthvarf meðal nemenda átaksverk- efnisins Nám er vinnandi vegur? 2. Hver eru tengsl fyrri reynslu af námi og upplifunar nem- enda átaksverkefnisins? 3. Hverjar eru helstu ástæður brotthvarfs hjá nemendum átaksins? 4. Breytist framtíðarsýn brotthvarfsnemenda gagnvart frek- ara námi og hefur gengi í námi áhrif þar á? A Ð F E R Ð Stuðst var bæði við eigindlegar og megindlegar aðferðir við gagnaöflun. Upplýsingar sem safnað var mánaðarlega frá framhaldsskólunum nítján sem þátt tóku í átaksverkefninu voru forsenda þess að hægt var að ná utan um brotthvarfs- hópinn sem síðar urðu þátttakendur í rannsókninni sem hér er kynnt. Einnig var stuðst við megindlegar aðferðir við töl- fræðilega greiningu á rannsóknargögnum þar sem rætt var við tæplega tvöhundruð viðmælendur og gögnin því yfir- gripsmikil. Rannsóknin sjálf var aftur á móti unnin samkvæmt eigindlegri rannsóknarhefð en markmið hennar er að öðlast innsýn og skilning á reynslu og upplifun einstaklinga á eigin lífi og hvaða merkingu þeir leggja í eigin orð, aðstæður og líf (Bogdan og Biklen, 2003). Gagna var aflað í gegnum hálf- stöðluð opin símaviðtöl. Þessi aðferð samræmist fyrirbæra- fræðilegri nálgun en það sjónarhorn var talið henta best til að varpa ljósi á þá þekkingu sem hér var leitað. Tilgangur eigindlegra rannsókna er ekki að geta alhæft um niðurstöður, heldur að öðlast innsýn inn í reynsluheim viðmælenda, en niðurstöður geta aftur á móti gefið ákveðnar vísbendingar (Bogdan og Biklen, 2003; Taylor og Bogdan, 1998). Viðmælendahópurinn var valinn með markvissu úrtaki þar sem forsenda fyrir þátttöku var að hafa verið skráður nemandi í framhaldsskóla í gegnum átaksverkefnið Nám er vinnandi vegur og að hafa hætt námi á fyrstu tveimur mánuðum hvorrar annar, en það var gert til að ná utan um viðráðanlegan fjölda þátttakenda. Haft var samband við þátttakendur símleiðis og fóru símtölin öll fram með sam- bærilegum hætti og við sömu aðstæður, auk þess sem sami einstaklingurinn hringdi öll símtölin, tók saman og greindi niðurstöður. Höfundur hafði annast eftirfylgni með nem- endahóp átaksverkefnisins frá upphafi átaksins, sem skilaði sér með jákvæðum hætti í greiningarvinnu. Lengd símtala varði allt frá fjórum mínútum upp í rúman hálftíma, allt eftir eðli símtalanna sem og áhuga eða þörf þátttakenda. Í upp- hafi símtala kynnti höfundur sjálfan sig, hvaðan væri haft samband sem og erindi símtalsins og tilgang rannsóknar- innar. Þátttakendum var lofuð nafnleynd og að upplýsingar sem væri safnað yrðu ekki persónugreinanlegar. Á meðan á símtölunum stóð hafði rannsakandi námsferla nemenda við höndina sem jók skilning rannsakandans gagnvart ferli skólagöngu hvers og eins, ásamt því að aðstoða hann við að öðlast skilning á þá merkingu sem þátttakendur lögðu í reynslu sína af námi og fyrri skólagöngu. Nemendur voru spurðir út í upplifun þeirra af þátttöku í átaksverkefninu, fyrri skólareynslu og ástæðu brotthvarfs. Mismunandi var hversu langt nemendur fóru til að rekja ástæður. Reynt var að fá nemendur til að tala óhindrað um ástæður brotthvarfs og engin mörk voru sett um fjölda ástæðna sem gefa mátti upp. Í lok viðtals voru nemendur svo spurðir hvaða líkur þeir teldu á því að þeir hæfu aftur nám síðar, með það fyrir augum að kanna framtíðarsýn og afstöðu nemenda til áframhaldandi skólagöngu. Einnig bauðst þátttakendum náms- og starfs- ráðgjöf í lok símtals ef spurningar vöknuðu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.