Gátt - 2013, Síða 61

Gátt - 2013, Síða 61
61 F U L L O R Ð I N S F R Æ Ð S L A G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 en karlar. Þær hafa einnig nýtt fjarnámsmöguleikann í meira mæli en karlar og stunda nám í sinni heimabyggð (Hagstofa, 2013). Samkvæmt gildandi Byggðaáætlun ættu líkurnar á því að þær haldi áfram að búa í heimabyggðinni að aukast eftir að námi lýkur, standi þeim til boða störf við hæfi. Vegna þess hve atvinnulíf á landsbyggðinni er fábreytt er því ekki alltaf að heilsa. Niðurstöður rannsókna benda til þess að fjölskyldur séu líklegri til að flytja á brott ef konurnar eru óánægðar í starfi. Þó að atvinna ráði miklu um það hvar fólk vill búa skiptir fjölbreytni á flestum sviðum mannlífsins og aðgengi að ýmsum kostum og þjónustu sem í boði eru í samfélaginu máli í þessu sambandi (Iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytið, 2006). Þó svo að konur afli sér meiri menntunar en karlar er erfiðara fyrir þær að gera sig gildandi í strjálbýli en þéttbýli. Konur eiga erfiðara með að komast til áhrifa, fá lykilstöður í litlum samfélögum og hafa lítinn aðgang að auðlindum svæðisins. Rannsóknir hafa sýnt að samfélög á landsbyggð- inni eru „karllægari“ en stærri þéttbýli. Því fylgir að þau við- mið og gildi sem eru ríkjandi og gengið er út frá eru að sama skapi karllæg. Í slíkum samfélögum er rödd kvenna veik (Pini, 2006, Hulda Proppé, 2004, Anna Edvardsdóttir, 2013). Það getur leitt til óánægju kvenna með stöðu sína, aukin menntun þeirra fleytir þeim ekki þangað sem þær vonuðust eftir og því ákveði þær að flytja. Ýmsar rannsóknir styðja þetta en þær sýna að þegar skoðuð eru áform ungs fólks í dreifðum byggðum kemur í ljós að fleiri stúlkur en strákar áforma að flytja úr strjálbýli í þéttbýli og þær eru líklegri til þess að standa við slík áform. Ýmsir þættir hafa áhrif á þetta og hefur kynskiptur vinnumarkaður í strjálbýli verið nefndur sem einn þátturinn. Hin hefðbundnu kvennastörf einkennast af lágum launum og lítilli virðingu. Þá eru menntunaráform stúlkna oft meiri en stráka og þær eru líklegri til að vinna við þjónustugreinar sem aðeins eru í boði í þéttbýli (Þóroddur Bjarnason, 2004). Af framantöldu er mikilvægt að skoða hvað verður um það fólk sem lýkur háskólanámi í heimabyggð og hvort það fái störf við hæfi. Hlutverk háskóla er að mennta fólk en hvað tekur við eftir að námi lýkur hefur ekki til þessa verið á þeirra könnu. Það er hins vegar lykilatriði í uppbyggingu byggða á landsbyggðinni að fólk fái þau störf sem það hefur menntað sig til, annars aukast líkurnar á því að fólk flytji á brott. Ef svo er í pottinn búið, þá hefur efling háskólanáms í heimabyggð ekki komið í veg fyrir fólksflutning, einungis frestað honum um einhver ár. Uppbygging háskólanáms hefur því ekki haft þau áhrif á þá byggðastefnu sem lagt var að stað upp með; þ.e. fjölgun fólks og starfa fyrir háskólamenntað fólk. Það eitt og sér er ákveðið umhugsunarefni. U M H Ö F U N D I N N Anna Guðrún Edvardsdóttir er doktorsnemi við mennta- vísindasvið Háskóla Íslands. Rannsókn hennar fjallar um áhrif þekkingarsamfélagsins á byggðaþróun og sjálfbærni samfélaga á Íslandi og Skotlandi. Hún er menntaður kennari, starfaði bæði sem kennari og skólastjóri við Grunnskóla Bol- ungarvíkur í nokkur ár. Var einnig bæjarfulltrúi í Bolungar- vík og sinnti ýmsum trúnaðarstörfum á þeim vettvangi, bæði fyrir Bolungarvík sem formaður bæjarráðs og forseti bæjar- stjórnar og einnig fyrir Vestfirði í heild, m.a. verið formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga, formaður stjórnar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, formaður stjórnar Nátt- úrustofu Vestfjarða og formaður stjórnar Markaðsstofu Vest- fjarða. H E I M I L D A S K R Á Alþingi. (2007). Lög um háskóla nr. 63/2006. Sótt 1. mars 2008 af http://www. althingi.is/lagas/134/2006063.html Anna Guðrún Edvardsdóttir. (2013). Place and space for women in a rural area in Iceland. Education in the North, 20(Special Issue), 73–89. Anna Ólafsdóttir. (2004). Mat á notkun upplýsinga- og samskiptatækni í námi og kennslu í Háskólanum á Akureyri. Uppeldi og menntun, 13(2), 147–167. Duke, Chris. (2002). Cyperbole, Commerce and Internationalisation: „Despe- rate Hope and Desperate Fear“. Journal of Studies in International Education, 6(2), 93–114. Fitzsimons,Peter. (2006). Third way. Values for education? Theory and Rese- arch in Education, 4(2), 151–171. Hagstofa Íslands. (2013). Sótt í september af http://hagstofa.is/Hagtolur/ Skolamal/Haskolar Harman, Grant. (2004). New directions in international higher education: Australia’s development as an exporter of higher education services. Higher Educational Policy, 17, 101–120. Háskólinn á Akureyri. (2013). Saga háskólans. Sótt í september 2013 af http:// www.unak.is/um-ha/um-haskolann/saga-haskolans Hills, Graham o.fl. (2003). UHI – The making of a university. Edinburgh. Dunedin Academic Press. Hulda Proppé. (2004). „Hér er ég, bara kyngdu því“ – rými, vald og andóf í íslenskum sjávarbyggðum. Kynjafræði – Kortlagningar, 293–312. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. (2006). Þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2006–2009. Ingi Rúnar Eðvarðsson. (2001). Háskólamenntun og búseta. Uppeldi og menntun, 10(1), 129–147. Pini, Barbara. (2006). A critique of ‹new‹ rural local governance: The case of gender in a rural Australian setting. Journal of Rural Studies, 22, 396–408. Stacey, Elizabeth. (2005). The history of distance education in Australia. The Quarterly Review of Distance Education, 6(3), 253–259. UHI Millenium Institute. (2005). UHI Millennium Institute – an overview. Inverness. UHI Millennium Institute, Executive Office. Þóroddur Bjarnason. (2004). Leiðin að heiman. Forspárgildi viðhorfa unglinga fyrir búsetuþróun á Íslandi. Rannsóknir í félagsvísindum V, 303–314.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.