Gátt - 2013, Síða 65
65
F U L L O R Ð I N S F R Æ Ð S L A
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
eru aðilar atvinnulífsins sem verða að eiga frumkvæðið og
stjórnvöld og stjórnendur í atvinnulífinu verða að gera sér
enn betur grein fyrir því hvað nákvæmlega felist í því færni-
sviði sem þarf að þróa. Atvinnulífið verður að leggja fram
væntingar sínar um það sem ætlast er til að formlega skóla-
kerfið leggi af mörkum og hvað eigi að þróa, með vinnu-
staðinn sem námsvettvang.
Að leggja grunn að grænni færni krefst samleiks fræðslu-
aðila og stjórnmála. En allra brýnast er að veita hverjum og
einum tækifæri til þess að axla ábyrgð á framlagi sínu, bæði
í atvinnulífinu og samfélaginu. Við verðum að skapa ramma
og gera aðgengilega þekkingu sem gerir fólki kleift að taka
skynsamlegar ákvarðanir um umhverfis- og auðlindamál og
sem leiðir til þess að því finnst það virkilega hafa valið rétt.
Svo „mind the gap“!
U M H Ö F U N D I N N
Tormod Skjerve er aðalráðgjafi í atvinnurekendasamtök-
unum Virke í Noregi. Hann hefur starfað við færniþróun og
menntastefnu um árabil, meðal annars færni til framtíðar,
ævimenntun, samstarf háskóla og atvinnulífs, fag- og starfs-
menntun á mismunandi sviðum, fræðslu í fyrirtækjum og
alþjóðlega þróun og stefnu. Tormod var sérfræðingur hjá
Evrópsku starfsmenntastofnuninni (Cedefop) 2006–2009 og
vann þar meðal annars að grænni færni.
A B S T R A C T
The development of green skills aims to offer all wage-
earners opportunities to enhance their knowledge, with
a view to playing their part in making working activities
friendlier to the environment and reducing the depletion of
natural resources. A green society will influence all working
skills. Now is the time to start a wide-ranging movement to
develop skills in the workplace – green skills. Virke is the
second largest employers’ association in Norway. There are
1700 members in the association from all sectors of private
business such as retailing, technology, travel, service indus-
tries, health, education, training and culture. Altogether the
total number of jobs represented by members of the associa-
tion is around 220,000.